Enginn Messi þegar Argentína getur tryggt sæti sitt á HM Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. mars 2025 19:15 Fyrirliðinn verður ekki með í komandi landsleikjum. JUAN MABROMATA / AFP Argentína mætir Úrúgvæ og Brasilíu í undankeppni HM karla í knattspyrnu síðar í mánuðinum. Argentínumenn þurfa að knýja fram sigur án fyrirliða síns Lionel Messi. Messi er orðinn 37 ára gamall og þarf að stýra álaginu á leikmanninum sem gæti verið besti fótboltamaður allra tíma. Hann hefur verið notaður sparlega af Inter Miami eftir áramót en þjálfari Inter, Javier Mascherano – sem er einnig fyrrverandi samherji Messi hjá Barcelona og í landsliðinu, hefur ekki viljað segja opinberlega að leikmaðurinn sé að glíma við meiðsli. Fréttamiðlar í Bandaríkjunum sem og Argentínu telja að Messi hafi meiðst í sigri Inter á Atlanta United um helgina. Hann spilaði hins vegar allan leikinn og virtist ekki hlaupa minna en vanalega svo erfitt er að átta sig á hvort eða hvenær hann hafi meiðst í leiknum. Þrátt fyrir að vera kominn á aldur hefur Messi haldið sæti sínu í liði Argentínu sem þarf nú að finna leið til að leggja bæði Úrúgvæ og Brasilíu að velli án fyrirliða síns. Undankeppni knattspyrnusambands Suður-Ameríku, CONMEBOL, er þannig að allar tíu þjóðirnar leika saman í hálfgerðri deildarkeppni. Efstu sex komast á HM á meðan þjóðin í 7. sæti fer í umspil. Þegar 12 umferðum af 18 er lokið er Argentína á toppi „deildarinnar“ með 25 stig. Þar á eftir kemur Úrúgvæ með 20 stig á meðan Ekvador og Kólumbía eru með 19 stig. Brasilía er svo í 5. sæti með 18 stig. Fari Argentína með sigur af hólmi í Montevideo á föstudaginn kemur hefur toppliðið tryggt sér sæti á HM sem fram fer í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó á næsta ári. Fótbolti HM 2026 í fótbolta Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Fleiri fréttir „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Sjá meira
Messi er orðinn 37 ára gamall og þarf að stýra álaginu á leikmanninum sem gæti verið besti fótboltamaður allra tíma. Hann hefur verið notaður sparlega af Inter Miami eftir áramót en þjálfari Inter, Javier Mascherano – sem er einnig fyrrverandi samherji Messi hjá Barcelona og í landsliðinu, hefur ekki viljað segja opinberlega að leikmaðurinn sé að glíma við meiðsli. Fréttamiðlar í Bandaríkjunum sem og Argentínu telja að Messi hafi meiðst í sigri Inter á Atlanta United um helgina. Hann spilaði hins vegar allan leikinn og virtist ekki hlaupa minna en vanalega svo erfitt er að átta sig á hvort eða hvenær hann hafi meiðst í leiknum. Þrátt fyrir að vera kominn á aldur hefur Messi haldið sæti sínu í liði Argentínu sem þarf nú að finna leið til að leggja bæði Úrúgvæ og Brasilíu að velli án fyrirliða síns. Undankeppni knattspyrnusambands Suður-Ameríku, CONMEBOL, er þannig að allar tíu þjóðirnar leika saman í hálfgerðri deildarkeppni. Efstu sex komast á HM á meðan þjóðin í 7. sæti fer í umspil. Þegar 12 umferðum af 18 er lokið er Argentína á toppi „deildarinnar“ með 25 stig. Þar á eftir kemur Úrúgvæ með 20 stig á meðan Ekvador og Kólumbía eru með 19 stig. Brasilía er svo í 5. sæti með 18 stig. Fari Argentína með sigur af hólmi í Montevideo á föstudaginn kemur hefur toppliðið tryggt sér sæti á HM sem fram fer í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó á næsta ári.
Fótbolti HM 2026 í fótbolta Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Fleiri fréttir „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Sjá meira