Bátaskýlinu fylgir risastórt einbýlishús Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 17. mars 2025 14:52 Það kemur á óvart hvað húsið er stórt að sögn Vilhjálms. VB Eignir „Hef fengið í einkasölu 28 fermetra steypt bátaskýli sem stendur á einstaklega vel staðsettri sjávarlóð,“ skrifar hnyttni fasteignasalinn Vilhjálmur Bjarnason í fasteignaauglýsingu á fasteignavef Vísis þar sem hann tekur fram að með bátaskýlinu fylgi 356,2 fermetra einbýlishús á tveimur hæðum. Vilhjálmur segir í samtali við Vísi að eftir þrjá áratugi í starfi hafi hann fyrir löngu gert sér grein fyrir mikilvægi þess að geta haft gaman af hlutunum og brjóta hina hefðbundnu fasteignaauglýsingu upp. Vilhjálmur er fasteignasali hjá VB Eignum og hefur nú umrætt einbýlishús á Sunnubraut 29 á Kársnesi í Kópavogi á sölu. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Vilhjálmur vekur athygli fyrir hnyttnar fasteignaauglýsingar en árið 2017 auglýsti hann sumarbústað Antons flugstjóra til sölu. Sumarbústaðurinn kom við sögu í kvikmyndinni Stella í orlofi frá 1986 og nýtti Vilhjálmur sér það að sjálfsögðu við skrif á lýsingu eignarinnar. Húsið er á besta stað í Kópavoginum. Fasteignakaup byggja á tilfinningum „Það vekur alltaf athygli þegar maður setur hlutina upp á skemmtilegan hátt. Þetta brýtur upp hversdagsleikann og þetta er náttúrulega sérstök lóð þarna í Kópavoginum, þetta er sjávarlóð með ofboðslegu útsýni og enga störukeppni við Arnarnesið því húsið stendur svo utarlega á Kársnesinu og því engin hús hinumegin,“ útskýrir Vilhjálmur. Þá sé húsið sjálft einstaklega stórt, það stórt að það komi óvart. „Það eru ekki mörg hús svona stór, 384 fermetrar. Þetta er svakaleg stærð og húsið leynir á sér, það sést ekki á húsinu hvað það er ofboðslega stórt.“ Vilhjálmur bendir á að það sé mikil rómantík fólgin í því að vera með slíkan aðgang að sjó og bátaskýli úti í garði. „Þú getur rennt þér niður að sjónum með bátinn, svo bara út á sjó og veitt þér fisk í soðið og svo aftur heim. Eða gripið í kajakinn og skellt þér í sjósund.“ Hann segist ekki alltaf grípa í svo skemmtilegar lýsingar, það fari eftir því um hvaða eign sé að ræða. „Ég hef verið í fasteignasölunni í einhver 32 eða 33 ár, ég kann eiginlega ekkert annað. Það er gaman að þessu, og að reyna að ná fram hughrifum hjá fólki, því að kaupa sér fasteign er í rauninni bara tilfinning, frekar en eitthvað sem hægt væri að segja að væri rökfræði eða eitthvað svoleiðis. Þú ert að kaupa þér heimili og þá skipta fyrstu hughrifin öllu máli.“ Lesa má nánar um bátaskýlið, húsið og lóðina á fasteignavef Vísis. VB Eignir VB Eignir VB Eignir VB Eignir VB Eignir Hús og heimili Fasteignamarkaður Kópavogur Mest lesið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Fleiri fréttir Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Sjá meira
Vilhjálmur segir í samtali við Vísi að eftir þrjá áratugi í starfi hafi hann fyrir löngu gert sér grein fyrir mikilvægi þess að geta haft gaman af hlutunum og brjóta hina hefðbundnu fasteignaauglýsingu upp. Vilhjálmur er fasteignasali hjá VB Eignum og hefur nú umrætt einbýlishús á Sunnubraut 29 á Kársnesi í Kópavogi á sölu. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Vilhjálmur vekur athygli fyrir hnyttnar fasteignaauglýsingar en árið 2017 auglýsti hann sumarbústað Antons flugstjóra til sölu. Sumarbústaðurinn kom við sögu í kvikmyndinni Stella í orlofi frá 1986 og nýtti Vilhjálmur sér það að sjálfsögðu við skrif á lýsingu eignarinnar. Húsið er á besta stað í Kópavoginum. Fasteignakaup byggja á tilfinningum „Það vekur alltaf athygli þegar maður setur hlutina upp á skemmtilegan hátt. Þetta brýtur upp hversdagsleikann og þetta er náttúrulega sérstök lóð þarna í Kópavoginum, þetta er sjávarlóð með ofboðslegu útsýni og enga störukeppni við Arnarnesið því húsið stendur svo utarlega á Kársnesinu og því engin hús hinumegin,“ útskýrir Vilhjálmur. Þá sé húsið sjálft einstaklega stórt, það stórt að það komi óvart. „Það eru ekki mörg hús svona stór, 384 fermetrar. Þetta er svakaleg stærð og húsið leynir á sér, það sést ekki á húsinu hvað það er ofboðslega stórt.“ Vilhjálmur bendir á að það sé mikil rómantík fólgin í því að vera með slíkan aðgang að sjó og bátaskýli úti í garði. „Þú getur rennt þér niður að sjónum með bátinn, svo bara út á sjó og veitt þér fisk í soðið og svo aftur heim. Eða gripið í kajakinn og skellt þér í sjósund.“ Hann segist ekki alltaf grípa í svo skemmtilegar lýsingar, það fari eftir því um hvaða eign sé að ræða. „Ég hef verið í fasteignasölunni í einhver 32 eða 33 ár, ég kann eiginlega ekkert annað. Það er gaman að þessu, og að reyna að ná fram hughrifum hjá fólki, því að kaupa sér fasteign er í rauninni bara tilfinning, frekar en eitthvað sem hægt væri að segja að væri rökfræði eða eitthvað svoleiðis. Þú ert að kaupa þér heimili og þá skipta fyrstu hughrifin öllu máli.“ Lesa má nánar um bátaskýlið, húsið og lóðina á fasteignavef Vísis. VB Eignir VB Eignir VB Eignir VB Eignir VB Eignir
Hús og heimili Fasteignamarkaður Kópavogur Mest lesið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Fleiri fréttir Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Sjá meira