„Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 16. mars 2025 15:11 Bandarískir embættismenn segjast hafa drepið marga leiðtoga Hútanna. AP Umfangsmiklar loftárásir Bandaríkjanna á skotmörk í Jemen í gærkvöld urðu nokkrum leiðtogum Húta að bana að sögn þjóðaröryggisráðgjafa. Donald Trump Bandaríkjaforseti hét því að beita Húta „yfirþyrmandi banvænu afli“ þar til þeir létu af árásum sínum á skip á Rauðahafi. Mike Waltz, þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjaforseta, sagði í viðtali við bandaríska miðilinn ABC að árásirnar hefðu verið hnitmiðaðar en áhrifamiklar. „Þetta var ekki einhver nálastunga, fram og til baka neitt, sem reyndist algjörlega ófullnægjandi,“ sagði Mike Waltz og gagnrýndi í leiðinni viðbrögð Joe Bidens forvera Trumps við aukinni dirfsku Hútanna í Rauðahafi. „Þetta var yfirþyrmandi svar sem hafði fleiri leiðtoga Hútanna að skotmarki og varð þeim að bana (e. took them out). Munurinn hér er, fyrir það fyrsta að ráðast að leiðtogum Húta og annað að draga Írani til ábyrgðar,“ sagði hann svo. Fram hefur komið að bandarískir embættismenn segi að árásirnar gætu haldið áfram í nokkrar vikur en að það hengi allt á viðbrögðum Húta. Vopnageymslur Húta séu djúpt grafin í jörðu og erfiðlega hefur gengið að finna þær. Þær eru taldnar framleiddar í niðurgröfnum verksmiðjum og þeim er einnig smyglað til landsins frá Íran, dyggum stuðningsaðilum sveitanna. 31 hið minnsta liggur í valnum eftir loftárásir næturinnar og segja Hútar að þar sé að mestu um að ræða konur og börn. Leiðtogar Húta heita því að svara fyrir árásirnar. Hútar fara með völd í Sanaa, höfuðborgar Jemen, og stórum hlutum landsins norðan- og vestanverðs. Þeir hafa háð blóðuga styrjöld við viðurkennd stjórnvöld í Íran um árabil. Bandaríkin Jemen Íran Hernaður Donald Trump Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Sjá meira
Mike Waltz, þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjaforseta, sagði í viðtali við bandaríska miðilinn ABC að árásirnar hefðu verið hnitmiðaðar en áhrifamiklar. „Þetta var ekki einhver nálastunga, fram og til baka neitt, sem reyndist algjörlega ófullnægjandi,“ sagði Mike Waltz og gagnrýndi í leiðinni viðbrögð Joe Bidens forvera Trumps við aukinni dirfsku Hútanna í Rauðahafi. „Þetta var yfirþyrmandi svar sem hafði fleiri leiðtoga Hútanna að skotmarki og varð þeim að bana (e. took them out). Munurinn hér er, fyrir það fyrsta að ráðast að leiðtogum Húta og annað að draga Írani til ábyrgðar,“ sagði hann svo. Fram hefur komið að bandarískir embættismenn segi að árásirnar gætu haldið áfram í nokkrar vikur en að það hengi allt á viðbrögðum Húta. Vopnageymslur Húta séu djúpt grafin í jörðu og erfiðlega hefur gengið að finna þær. Þær eru taldnar framleiddar í niðurgröfnum verksmiðjum og þeim er einnig smyglað til landsins frá Íran, dyggum stuðningsaðilum sveitanna. 31 hið minnsta liggur í valnum eftir loftárásir næturinnar og segja Hútar að þar sé að mestu um að ræða konur og börn. Leiðtogar Húta heita því að svara fyrir árásirnar. Hútar fara með völd í Sanaa, höfuðborgar Jemen, og stórum hlutum landsins norðan- og vestanverðs. Þeir hafa háð blóðuga styrjöld við viðurkennd stjórnvöld í Íran um árabil.
Bandaríkin Jemen Íran Hernaður Donald Trump Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Sjá meira