„Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Þorsteinn Hjálmsson skrifar 15. mars 2025 20:38 Ágúst Jóhannsson var ósáttur í leikslok. vísir / anton brink Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, var súr og svekktur eftir naumt tap gegn Fram í Olís-deild kvenna í kvöld. Lauk leiknum með tveggja marka sigri heimakvenna í Fram, 28-26, en leikurinn var hnífjafn allan tímann. „Þetta var hörkuleikur. Sóknarleikurinn hjá okkur var þungur, en við samt náðum að skora 26 mörk. Varnarleikurinn var þó engan veginn nógu góður og markvarslan ekki heldur og á meðan við spilum svona þá er erfitt að vinna lið eins og Fram og Hauka og þessi bestu lið, það segir sig sjálft. Við þurfum bara að horfa inn á við og vinna í okkar málum, það er algjörlega ljóst,“ sagði Ágúst. Staðan var jöfn í hálfleik, 12-12, en um miðbik síðari hálfleiks voru gestirnir í Val komnir með tveggja marka forystu og allur vindur með liðinu. Aðspurður hvað varð til þess að sú forysta hafi horfið skyndilega hafði Ágúst þetta að segja. „Við erum bara sjálfum okkur verst. Við erum komin í góða stöðu þó það voru 15 mínútur eftir, vorum með ágætis tök á leiknum. Sóknarleikurinn var bara svo óbeinskeyttur, við vorum að fara illa með góðar stöður, mætum illa á boltann, við förum að gera tæknifeila og þær refsa okkur með hraðaupphlaupum og svo var þetta bara eitt tvö í hvora áttina.“ Ágúst var allt annað en sáttur með dómara leiksins, þá Ómar Ingi Sverrisson og Þorleifur Árni Björnsson. Sérstaklega var einn dómur sem sveið hvað mest að mati Ágústs. „Við skorum hundrað prósent löglegt mark í stöðunni 25-24, þegar Thea fer í gegn. Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning þar og þar hefðum við jafnað leikinn, en í staðin fara þær upp og komast tveimur mörkum yfir. Þetta er bara lykildómur í leiknum og ég verð bara að segja það að dómgæslan í dag var bara mjög slök í þessum leik, í báðar áttir. Það var bara engin lína, skrefdómar ekki dæmdir og bara mjög slakt. En það afsakar ekki frammistöðuna hjá okkur. Við eigum að geta gert betur og þurfum að gera betur. Við þurfum bara að leggjast yfir þetta og koma klár í næsta leik. Við eigum Hauka næst og þær eru feikilega öflugar og við þurfum að sýna betri frammistöðu en þetta.“ Því skal þó haldið til haga að ekki er rétt að Fram hafi farið beint í sókn og komist tveimur mörkum yfir, en bæði lið fengu sitthvora sóknina áður en Fram kom sér í tveggja marka forystu. Þó var um vendipunkt að ræða í leiknu og viðbrögð Ágústs því skiljanleg, enda hafði hann sitthvað til síns máls. Fram er nú aðeins tveimur stigum á eftir Val í töflunni þegar þrjár umferðir eru eftir. Valur stendur þó betur gagnvart Fram hvað varðar innbyrðis viðureignir. Næsti leikur Vals er gegn bikarmeisturum Hauka og því hörku leikur fram undan hjá Val. Aðspurður hvort farið sé að hrikta í stoðunum hjá Val þá taldi Ágúst það ekki vera. „Það held ég ekki. Þetta er annað tapið í hvað langan tíma, við erum alveg yfirveguð sko. Við auðvitað þurfum bara að fara aðeins yfir okkar leik. Við vorum að spila við Fram sem er bara alvöru lið og eru bara feikilega öflugar og við þurfum bara að sýna betri frammistöðu heldur en við gerðum í dag.“ Olís-deild kvenna Fram Valur Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Fleiri fréttir Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Sjá meira
„Þetta var hörkuleikur. Sóknarleikurinn hjá okkur var þungur, en við samt náðum að skora 26 mörk. Varnarleikurinn var þó engan veginn nógu góður og markvarslan ekki heldur og á meðan við spilum svona þá er erfitt að vinna lið eins og Fram og Hauka og þessi bestu lið, það segir sig sjálft. Við þurfum bara að horfa inn á við og vinna í okkar málum, það er algjörlega ljóst,“ sagði Ágúst. Staðan var jöfn í hálfleik, 12-12, en um miðbik síðari hálfleiks voru gestirnir í Val komnir með tveggja marka forystu og allur vindur með liðinu. Aðspurður hvað varð til þess að sú forysta hafi horfið skyndilega hafði Ágúst þetta að segja. „Við erum bara sjálfum okkur verst. Við erum komin í góða stöðu þó það voru 15 mínútur eftir, vorum með ágætis tök á leiknum. Sóknarleikurinn var bara svo óbeinskeyttur, við vorum að fara illa með góðar stöður, mætum illa á boltann, við förum að gera tæknifeila og þær refsa okkur með hraðaupphlaupum og svo var þetta bara eitt tvö í hvora áttina.“ Ágúst var allt annað en sáttur með dómara leiksins, þá Ómar Ingi Sverrisson og Þorleifur Árni Björnsson. Sérstaklega var einn dómur sem sveið hvað mest að mati Ágústs. „Við skorum hundrað prósent löglegt mark í stöðunni 25-24, þegar Thea fer í gegn. Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning þar og þar hefðum við jafnað leikinn, en í staðin fara þær upp og komast tveimur mörkum yfir. Þetta er bara lykildómur í leiknum og ég verð bara að segja það að dómgæslan í dag var bara mjög slök í þessum leik, í báðar áttir. Það var bara engin lína, skrefdómar ekki dæmdir og bara mjög slakt. En það afsakar ekki frammistöðuna hjá okkur. Við eigum að geta gert betur og þurfum að gera betur. Við þurfum bara að leggjast yfir þetta og koma klár í næsta leik. Við eigum Hauka næst og þær eru feikilega öflugar og við þurfum að sýna betri frammistöðu en þetta.“ Því skal þó haldið til haga að ekki er rétt að Fram hafi farið beint í sókn og komist tveimur mörkum yfir, en bæði lið fengu sitthvora sóknina áður en Fram kom sér í tveggja marka forystu. Þó var um vendipunkt að ræða í leiknu og viðbrögð Ágústs því skiljanleg, enda hafði hann sitthvað til síns máls. Fram er nú aðeins tveimur stigum á eftir Val í töflunni þegar þrjár umferðir eru eftir. Valur stendur þó betur gagnvart Fram hvað varðar innbyrðis viðureignir. Næsti leikur Vals er gegn bikarmeisturum Hauka og því hörku leikur fram undan hjá Val. Aðspurður hvort farið sé að hrikta í stoðunum hjá Val þá taldi Ágúst það ekki vera. „Það held ég ekki. Þetta er annað tapið í hvað langan tíma, við erum alveg yfirveguð sko. Við auðvitað þurfum bara að fara aðeins yfir okkar leik. Við vorum að spila við Fram sem er bara alvöru lið og eru bara feikilega öflugar og við þurfum bara að sýna betri frammistöðu heldur en við gerðum í dag.“
Olís-deild kvenna Fram Valur Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Fleiri fréttir Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Sjá meira