Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 15. mars 2025 11:08 Mladen Živanović segir unga Serba ekki sjá fyrir sér framtíð í heimalandi sínu. Vísir/Samsett Serbar á Íslandi halda samstöðumótmælafund á Austurvelli í dag. Stúdentar í Serbíu hafa mótmælt ríkisstjórn Aleksandar Vučić í fleiri mánuði. Serbneskur námsmaður á Íslandi segist vilja sýna þeim stuðning sem berjast fyrir betri Serbíu. Búist er við því að tugir þúsunda geri sér ferð til Belgrad, höfuðborgar Serbíu, um helgina til að mótmæla spillingu ríkisstjórnar landsins en mótmælaalda hefur geysað þar í landi í fleiri mánuði. Stuðningsmenn Aleksandar Vučić forseta eru þegar hafnir að koma sér upp búðum fyrir utan forsetahöllina að því er Guardian greinir frá. Forsetinn hefur varað þá sem hyggjast mótmæla við því að valdi verði beitt. Saka stjórnvöld um banvæna spillingu Framfaraflokkur Aleksandars Vučić hefur farið með stjórn landsins frá árinu 2012 og Vučić sjálfur tók við embætti forsætisráðherra Serbíu árið 2014. Frá árinu 2017 hefur hann gegnt embætti forseta. Hann hefur látið hafa það eftir sér að hann myndi frekar deyja en að segja af sér. Serbar á Íslandi héldu samstöðufund á Austurvelli fyrr í vetur.Aðsend Mótmælin sem geysað hafa undanfarna mánuði eiga rætur sínar að rekja til þess að pallur á járnbrautarstöð í borginni Novi Sad hrundi með þeim afleiðingum að fjórtán manns týndu lífi. Vučić sjálfur vígði stöðina árið 2022 eftir að hún var gerð upp en margir Serbar telja að . Síðan þá hafa tugir þúsunda námsmanna auk annarra mótmælt að mestu friðsamlega víða um landið nánast á hverjum degi. Minnast fórnarlamba Mladen Živanović er serbneskur námsmaður sem hefur verið búsettur á Íslandi í níu ár. Hann segist hafa flutt til Íslands vegna spillingar í Serbíu og segir að landar hans eigi erfitt með að sjá fyrir sér framtíð í heimalandi sínu. Hann er meðal þeirra sem að samstöðufundi standa sem haldinn verður klukkan fimm síðdegis í dag á Austurvelli. Serbar sem búsettir eru á Íslandi munu hittast á Austurvelli og ganga þaðan að Hallgrímskirkju þar sem fimmtán mínútna þögn verður viðhöfð til minningar um fórnarlömb slyssins á lestarstöðinni í Novi Sad. „Þessi samstöðufundur er mín leið – og leið annarra sem hafa flutt frá Serbíu – til að sýna stuðning við þá sem enn berjast fyrir betri Serbíu,“ segir hann. Ekki pólitísk mótmæli Hann segir serbneska námsmenn krefjast ábyrgðar og réttlætis. „Þetta eru ekki pólitísk mótmæli – námsmenn krefjast einfaldlega þess að serbneskar stofnanir, í því sem á að vera lýðræðislegt land, vinni vinnuna sína,“ segir Mladen. Hann segir rannsókn yfirvalda á harmleiknum í Novi Sad ófullnægjandi og skorta sönnunargögn auk þess sem stjórnvöld hafi beitt námsmenn sem mótmælt hafa ofbeldi. Ætlunin með samstöðufundinum sé að sýna námsmönnum landsins stuðning og veita þeim rödd á alþjóðavettvangi. Serbía Tengdar fréttir Forsætisráðherra Serbíu segir af sér í kjölfar mótmæla Miloš Vučević, forsætisráðherra Serbíu, hefur sagt af sér í kjölfar mótmæla stúdenta og bænda sem stöðvuðu umferð við Autokomanda-gatnamót í Belgrad í gær. 28. janúar 2025 11:00 Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Búist er við því að tugir þúsunda geri sér ferð til Belgrad, höfuðborgar Serbíu, um helgina til að mótmæla spillingu ríkisstjórnar landsins en mótmælaalda hefur geysað þar í landi í fleiri mánuði. Stuðningsmenn Aleksandar Vučić forseta eru þegar hafnir að koma sér upp búðum fyrir utan forsetahöllina að því er Guardian greinir frá. Forsetinn hefur varað þá sem hyggjast mótmæla við því að valdi verði beitt. Saka stjórnvöld um banvæna spillingu Framfaraflokkur Aleksandars Vučić hefur farið með stjórn landsins frá árinu 2012 og Vučić sjálfur tók við embætti forsætisráðherra Serbíu árið 2014. Frá árinu 2017 hefur hann gegnt embætti forseta. Hann hefur látið hafa það eftir sér að hann myndi frekar deyja en að segja af sér. Serbar á Íslandi héldu samstöðufund á Austurvelli fyrr í vetur.Aðsend Mótmælin sem geysað hafa undanfarna mánuði eiga rætur sínar að rekja til þess að pallur á járnbrautarstöð í borginni Novi Sad hrundi með þeim afleiðingum að fjórtán manns týndu lífi. Vučić sjálfur vígði stöðina árið 2022 eftir að hún var gerð upp en margir Serbar telja að . Síðan þá hafa tugir þúsunda námsmanna auk annarra mótmælt að mestu friðsamlega víða um landið nánast á hverjum degi. Minnast fórnarlamba Mladen Živanović er serbneskur námsmaður sem hefur verið búsettur á Íslandi í níu ár. Hann segist hafa flutt til Íslands vegna spillingar í Serbíu og segir að landar hans eigi erfitt með að sjá fyrir sér framtíð í heimalandi sínu. Hann er meðal þeirra sem að samstöðufundi standa sem haldinn verður klukkan fimm síðdegis í dag á Austurvelli. Serbar sem búsettir eru á Íslandi munu hittast á Austurvelli og ganga þaðan að Hallgrímskirkju þar sem fimmtán mínútna þögn verður viðhöfð til minningar um fórnarlömb slyssins á lestarstöðinni í Novi Sad. „Þessi samstöðufundur er mín leið – og leið annarra sem hafa flutt frá Serbíu – til að sýna stuðning við þá sem enn berjast fyrir betri Serbíu,“ segir hann. Ekki pólitísk mótmæli Hann segir serbneska námsmenn krefjast ábyrgðar og réttlætis. „Þetta eru ekki pólitísk mótmæli – námsmenn krefjast einfaldlega þess að serbneskar stofnanir, í því sem á að vera lýðræðislegt land, vinni vinnuna sína,“ segir Mladen. Hann segir rannsókn yfirvalda á harmleiknum í Novi Sad ófullnægjandi og skorta sönnunargögn auk þess sem stjórnvöld hafi beitt námsmenn sem mótmælt hafa ofbeldi. Ætlunin með samstöðufundinum sé að sýna námsmönnum landsins stuðning og veita þeim rödd á alþjóðavettvangi.
Serbía Tengdar fréttir Forsætisráðherra Serbíu segir af sér í kjölfar mótmæla Miloš Vučević, forsætisráðherra Serbíu, hefur sagt af sér í kjölfar mótmæla stúdenta og bænda sem stöðvuðu umferð við Autokomanda-gatnamót í Belgrad í gær. 28. janúar 2025 11:00 Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Forsætisráðherra Serbíu segir af sér í kjölfar mótmæla Miloš Vučević, forsætisráðherra Serbíu, hefur sagt af sér í kjölfar mótmæla stúdenta og bænda sem stöðvuðu umferð við Autokomanda-gatnamót í Belgrad í gær. 28. janúar 2025 11:00