Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Samúel Karl Ólason skrifar 15. mars 2025 08:50 Vígamenn Íslamska ríkisins í Írak á árum áður. AFP/Al-Furqan Media Bandaríkjamenn felldu á dögunum leiðtoga Íslamska ríkisins í Írak og Sýrlandi í loftárás. Abdallah Makki Muslih al-Rifai, sem gekk einnig undir nafninu Abu Khadijah var felldur í Anbar-héraði í Írak, auk annars vígamanns, þegar bíll þeirra var sprengdur í loft upp en hann er sagður hafa verið næstráðandi innan hryðjuverkasamtakanna á heimsvísu. Árásin mun hafa verið gerð þann 13. mars í samvinnu með leyniþjónustu og öryggissveitum Íraks og í samvinnu við héraðastjórn Kúrda í Írak. Í tilkynningu frá yfirmönnum herafla Bandaríkjanna á svæðinu segir að eftir árásina hafi hermenn verið sendir á vettvang og þeir hafi fundið Abu Khadijah og hinn manninn klædda sprengjuvestum og með mörg vopn meðferðis. Kennsl voru borin á líkið með því að bera lífsýni saman við önnur sýni sem safnað var í áhlaupi sem leiðtoginn er sagður hafa sloppið naumlega frá. „Abu Khadijah var einn af mikilvægustu meðlimum Íslamska ríkisins á heimsvísu,“ er haft eftir herforingjanum Michael Erik Kurilla. „Við halda áfram að fella hryðjuverkamenn og brjóta áfram niður samtök þeirra sem ógna heimalandi okkar og bandamönnum.“ CENTCOM Forces Kill ISIS Chief of Global Operations Who Also Served as ISIS #2On March 13, U.S. Central Command forces, in cooperation with Iraqi Intelligence and Security Forces, conducted a precision airstrike in Al Anbar Province, Iraq, that killed the Global ISIS #2 leader,… pic.twitter.com/rWeEoUY7Lw— U.S. Central Command (@CENTCOM) March 15, 2025 Mohammed Shia al-Sudani, forsætisráðherra Íraks, sagði fyrstur frá dauða Abu Khadijah í gær. Hann sagði að Írakar myndu áfram sigra myrkraöfl og hryðjuverkasamtök og sagði að vígamaðurinn hefði verið einhver hættulegasti maður Íraks og heimsins. Donald Trump, forseti, tjáði sig um dauða Abu Khadijah í nótt. Hann sagði vígamanninn hafa verið eltan uppi og að endir hafi verið bundinn á „aumkunarvert“ líf hans. Trump sagði hryðjuverkaleiðtogann hafa verið felldan í gær, föstudag, en hið rétta er að árásin var gerð á fimmtudag. Tíð dauðsföll leiðtoga Frá því bandarískir hermenn duttu í „lukkupottinn“ og felldu Abu Bakr al-Baghdadi, stofnanda Íslamska ríkisins, í áhlaupi í Sýrlandi árið 2019, hafa leiðtogar hryðjuverkasamtakanna ekki verið langlífir. Þeir hafa verið felldir í áhlaupum og loftárásum, hver á fætur öðrum, á undanförnum árum. Núverandi leiðtogi Íslamska ríkisins kallast Abu Hafs al-Hashimi al-Qurashi og varð hann kalífi í ágúst 2023. Tiltölulega lítið hefur farið fyrir honum síðan þá. Samhliða þessari þróun hefur þungamiðja starfsemi hryðjuverkasamtakanna færst í auknu mæli til Afríku. Írak Sýrland Bandaríkin Hernaður Hryðjuverkastarfsemi Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Fleiri fréttir Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Sjá meira
Árásin mun hafa verið gerð þann 13. mars í samvinnu með leyniþjónustu og öryggissveitum Íraks og í samvinnu við héraðastjórn Kúrda í Írak. Í tilkynningu frá yfirmönnum herafla Bandaríkjanna á svæðinu segir að eftir árásina hafi hermenn verið sendir á vettvang og þeir hafi fundið Abu Khadijah og hinn manninn klædda sprengjuvestum og með mörg vopn meðferðis. Kennsl voru borin á líkið með því að bera lífsýni saman við önnur sýni sem safnað var í áhlaupi sem leiðtoginn er sagður hafa sloppið naumlega frá. „Abu Khadijah var einn af mikilvægustu meðlimum Íslamska ríkisins á heimsvísu,“ er haft eftir herforingjanum Michael Erik Kurilla. „Við halda áfram að fella hryðjuverkamenn og brjóta áfram niður samtök þeirra sem ógna heimalandi okkar og bandamönnum.“ CENTCOM Forces Kill ISIS Chief of Global Operations Who Also Served as ISIS #2On March 13, U.S. Central Command forces, in cooperation with Iraqi Intelligence and Security Forces, conducted a precision airstrike in Al Anbar Province, Iraq, that killed the Global ISIS #2 leader,… pic.twitter.com/rWeEoUY7Lw— U.S. Central Command (@CENTCOM) March 15, 2025 Mohammed Shia al-Sudani, forsætisráðherra Íraks, sagði fyrstur frá dauða Abu Khadijah í gær. Hann sagði að Írakar myndu áfram sigra myrkraöfl og hryðjuverkasamtök og sagði að vígamaðurinn hefði verið einhver hættulegasti maður Íraks og heimsins. Donald Trump, forseti, tjáði sig um dauða Abu Khadijah í nótt. Hann sagði vígamanninn hafa verið eltan uppi og að endir hafi verið bundinn á „aumkunarvert“ líf hans. Trump sagði hryðjuverkaleiðtogann hafa verið felldan í gær, föstudag, en hið rétta er að árásin var gerð á fimmtudag. Tíð dauðsföll leiðtoga Frá því bandarískir hermenn duttu í „lukkupottinn“ og felldu Abu Bakr al-Baghdadi, stofnanda Íslamska ríkisins, í áhlaupi í Sýrlandi árið 2019, hafa leiðtogar hryðjuverkasamtakanna ekki verið langlífir. Þeir hafa verið felldir í áhlaupum og loftárásum, hver á fætur öðrum, á undanförnum árum. Núverandi leiðtogi Íslamska ríkisins kallast Abu Hafs al-Hashimi al-Qurashi og varð hann kalífi í ágúst 2023. Tiltölulega lítið hefur farið fyrir honum síðan þá. Samhliða þessari þróun hefur þungamiðja starfsemi hryðjuverkasamtakanna færst í auknu mæli til Afríku.
Írak Sýrland Bandaríkin Hernaður Hryðjuverkastarfsemi Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Fleiri fréttir Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Sjá meira