Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. mars 2025 20:02 Tryggvi Helgason er barnalæknir við Heilsuskóla Barnaspítala Hringsins. Vísir/Bjarni Rúmlega sjö af hverjum hundrað íslenskum börnum glíma við offitu sem er vaxandi vandamál hér á landi. Hlutfallið er hærra á Íslandi en á hinum Norðurlöndunum. Sjötíu börn bíða nú eftir því að komast í Heilsuskóla Barnaspítala Hringsins en aukafjárveiting hefur orðið til þess að unnt er að stytta biðlista. Heilsuskóli Barnaspítala Hringsins aðstoðar fjölskyldur barna með offitu með þverfaglegum leiðum. Sem stendur eru sjötíu börn á biðlista en á dögunum tryggði heilbrigðisráðherra Heilsuskólanum aukalega þrjátíu og sex milljónir til að stytta biðlistann. Tryggvi Helgason, barnalæknir í Heilsuskólanum fagnar stuðningnum ákaft. „Heilsuskólinn var kominn í þá stöðu að það voru allt of margir sem biðu eftir meðferð og það var orðinn fimmtán mánaða bið sem núna er búið að stytta niður í tíu mánuði.“ Tryggvi segir algengi offitu hjá börnum hafa aukist ár frá ári og jafnframt að hún sé meiri en á hinum Norðurlöndunum. „Við erum nær Bretum, Bandaríkjunum og Suður-Evrópu heldur en Norður-Evrópu og Norðurlöndunum. Það hefur verið nokkuð stöðugt, um það bil fimm prósent barna með offitu en undanfarin sex ár hefur þetta aukist upp í sjö og hálft prósent barna þannig að fjöldinn er um það bil fimm þúsund sem er með offitu, myndi maður áætla,“ segir Tryggvi. Um það bil fimmtíu börn í Heilsuskólanum nota þyngdarstjórnunarlyf á borð við Ozempic. „Lyfið hefur hjálpað mörgum sem hefur ekki tekist með öðrum hætti að snúa þróuninni við, það eru börnin sem við höfum notað lyfin á. Stundum eru þau notuð til stuðnings ef komnir eru alvarlegir fylgisjúkdómar, en í flestum tilvikum reynum við annað fyrst og svo eru lyfin viðbótarmöguleiki.“ Tryggvi segir fjöldann allan af mýtum um offitu og of mikið um einfaldanir. Það sem virki fyrir einn þurfi alls ekki að virka fyrir annan. Orsakir offitu séu fjölmargar og lausnir til að vinna á offitu séu það líka. „Það er seddustjórnunarkerfi líkamans sem sér um að við borðum passlega, þau geta verið biluð hjá sumum og öðrum ekki. Þetta er ekkert í almannaþekkingu og þá verða til mýtur.“ Tryggvi segir íslenskt samfélag þurfa á stórtækum breytingum að halda til að snúa þróuninni við. „Það eru komnir snjallsímar, tölvur og það eru komnar lausnir sem einfalda okkur lífið og auka kyrrsetuna. Það er grunnatriðið sem er búið að breytast. Við erum farin að borða meira af iðnaðarmat, framleiddum mat og svo framvegis. En svo eru hlutir eins og að það er of lítill svefn, það er of lítil samvera með fjölskyldu og líka stórfjölskyldu og svo framvegis.“ Heilbrigðismál Börn og uppeldi Tengdar fréttir Lyfin hjálpi fólki í vandræðum en leysi ekki vandann Hátt í hundrað börn eru á þyngdarstjórnunarlyfjum. Barnalæknir sem hefur sérhæft sig í offitu segir þyngdarstjórnunarlyf ekki leysa offituvandann en þau hjálpi til. 9. október 2024 07:02 Meira en milljarður manna þjáist af offitu Meira en milljarður manna út um allan heim þjáist af offitu og tíðnin meðal barna hefur fjórfaldast á síðustu 32 árum. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar þar sem skoðað var hvernig BMI-stuðullinn í 190 ríkjum hefur breyst frá árinu 1990. 1. mars 2024 07:13 Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Heilsuskóli Barnaspítala Hringsins aðstoðar fjölskyldur barna með offitu með þverfaglegum leiðum. Sem stendur eru sjötíu börn á biðlista en á dögunum tryggði heilbrigðisráðherra Heilsuskólanum aukalega þrjátíu og sex milljónir til að stytta biðlistann. Tryggvi Helgason, barnalæknir í Heilsuskólanum fagnar stuðningnum ákaft. „Heilsuskólinn var kominn í þá stöðu að það voru allt of margir sem biðu eftir meðferð og það var orðinn fimmtán mánaða bið sem núna er búið að stytta niður í tíu mánuði.“ Tryggvi segir algengi offitu hjá börnum hafa aukist ár frá ári og jafnframt að hún sé meiri en á hinum Norðurlöndunum. „Við erum nær Bretum, Bandaríkjunum og Suður-Evrópu heldur en Norður-Evrópu og Norðurlöndunum. Það hefur verið nokkuð stöðugt, um það bil fimm prósent barna með offitu en undanfarin sex ár hefur þetta aukist upp í sjö og hálft prósent barna þannig að fjöldinn er um það bil fimm þúsund sem er með offitu, myndi maður áætla,“ segir Tryggvi. Um það bil fimmtíu börn í Heilsuskólanum nota þyngdarstjórnunarlyf á borð við Ozempic. „Lyfið hefur hjálpað mörgum sem hefur ekki tekist með öðrum hætti að snúa þróuninni við, það eru börnin sem við höfum notað lyfin á. Stundum eru þau notuð til stuðnings ef komnir eru alvarlegir fylgisjúkdómar, en í flestum tilvikum reynum við annað fyrst og svo eru lyfin viðbótarmöguleiki.“ Tryggvi segir fjöldann allan af mýtum um offitu og of mikið um einfaldanir. Það sem virki fyrir einn þurfi alls ekki að virka fyrir annan. Orsakir offitu séu fjölmargar og lausnir til að vinna á offitu séu það líka. „Það er seddustjórnunarkerfi líkamans sem sér um að við borðum passlega, þau geta verið biluð hjá sumum og öðrum ekki. Þetta er ekkert í almannaþekkingu og þá verða til mýtur.“ Tryggvi segir íslenskt samfélag þurfa á stórtækum breytingum að halda til að snúa þróuninni við. „Það eru komnir snjallsímar, tölvur og það eru komnar lausnir sem einfalda okkur lífið og auka kyrrsetuna. Það er grunnatriðið sem er búið að breytast. Við erum farin að borða meira af iðnaðarmat, framleiddum mat og svo framvegis. En svo eru hlutir eins og að það er of lítill svefn, það er of lítil samvera með fjölskyldu og líka stórfjölskyldu og svo framvegis.“
Heilbrigðismál Börn og uppeldi Tengdar fréttir Lyfin hjálpi fólki í vandræðum en leysi ekki vandann Hátt í hundrað börn eru á þyngdarstjórnunarlyfjum. Barnalæknir sem hefur sérhæft sig í offitu segir þyngdarstjórnunarlyf ekki leysa offituvandann en þau hjálpi til. 9. október 2024 07:02 Meira en milljarður manna þjáist af offitu Meira en milljarður manna út um allan heim þjáist af offitu og tíðnin meðal barna hefur fjórfaldast á síðustu 32 árum. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar þar sem skoðað var hvernig BMI-stuðullinn í 190 ríkjum hefur breyst frá árinu 1990. 1. mars 2024 07:13 Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Lyfin hjálpi fólki í vandræðum en leysi ekki vandann Hátt í hundrað börn eru á þyngdarstjórnunarlyfjum. Barnalæknir sem hefur sérhæft sig í offitu segir þyngdarstjórnunarlyf ekki leysa offituvandann en þau hjálpi til. 9. október 2024 07:02
Meira en milljarður manna þjáist af offitu Meira en milljarður manna út um allan heim þjáist af offitu og tíðnin meðal barna hefur fjórfaldast á síðustu 32 árum. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar þar sem skoðað var hvernig BMI-stuðullinn í 190 ríkjum hefur breyst frá árinu 1990. 1. mars 2024 07:13