Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Sunna Sæmundsdóttir skrifar 12. mars 2025 11:51 Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. vísir/vilhelm Tollastríð er hafið á milli Bandaríkjanna og Evrópusambandsins. Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir að Íslendingar geti orðið fyrir óbeinum áhrifum af tollum Bandaríkjaforseta og unnið er að greiningu á nýjum ESB-tollum. Viðskiptahættir í heiminum séu að gjörbreytast. Donald Trump Bandaríkjaforseti féll í gærkvöldi frá yfirlýsingum sínum frá tvöföldun á boðuðum tolli en hélt sig að tuttugu og fimm prósenta toll sem tók gildi á miðnætti og er nú lagður á allt innflutt stál og ál. Breytingin er talin munu hafa verulega áhrif á framleiðendur bifreiða, áldósa, sólarrafhlaða og fleiri en markmiðið er meðal annars að auka ál- og stálframleiðslu innanlands. Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir tollana ekki hafa bein áhrif hér á landi. „Vegna þess að allt ál og álafurðir hér á landi eru fluttar út til Evrópu. En þetta getur auðvitað falið í sér einhvers konar óbein áhrif ef ál sem tollarnir beinast að fer að leita á aðra markaði,“ segir Sigurður. Þetta geti þannig raskað framboði og eftirspurn á markaðnum og haft áhrif. Evrópusambandið svaraði Trump í morgun með tollahækkun sem nær til vöruinnflutnings fyrir um 28 milljarða dollara frá Bandaríkjum. Ursula Von der Layen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sagði það mikil vonbrigði að þurfa að grípa til þessa. Neytendur gjaldi fyrir ástandið. Gjörbreyttir viðskiptahættir Sigurður segir of snemmt að segja til um möguleg áhrif ESB-tollanna hér á landi. „Það fer eftir því að hverju þetta beinist nákvæmlega, mörkuðum og vörum. Það fer eftir því hvort EES sé innan eða utan.“ Unnið sé að greiningu í samvinnu við utanríkisráðuneytið og hann segist í góðu samtali við kollega á Norðurlöndum og í Noregi sem eru í svipaðri stöðu og Ísleningar; innan EES en utan ESB. Óvissan sé mikil. „Stóru hagkerfin, Evrópusambandið og Bandaríkin leggja á tolla öllu jöfnu en nú er náttúrulega verið að tala um að stórhækka tollana og að þeir nái til fleiri markaða og fleiri vörutegunda. Það er stóra breytingin og er að breyta mjög viðskiptaháttum í heiminum þessi misserin. Það leggst auðvitað ekki vel í neinn,“ segir Sigurður. Bandaríkin Evrópusambandið Donald Trump Mest lesið Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Viðskipti innlent Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum Neytendur Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Viðskipti innlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti féll í gærkvöldi frá yfirlýsingum sínum frá tvöföldun á boðuðum tolli en hélt sig að tuttugu og fimm prósenta toll sem tók gildi á miðnætti og er nú lagður á allt innflutt stál og ál. Breytingin er talin munu hafa verulega áhrif á framleiðendur bifreiða, áldósa, sólarrafhlaða og fleiri en markmiðið er meðal annars að auka ál- og stálframleiðslu innanlands. Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir tollana ekki hafa bein áhrif hér á landi. „Vegna þess að allt ál og álafurðir hér á landi eru fluttar út til Evrópu. En þetta getur auðvitað falið í sér einhvers konar óbein áhrif ef ál sem tollarnir beinast að fer að leita á aðra markaði,“ segir Sigurður. Þetta geti þannig raskað framboði og eftirspurn á markaðnum og haft áhrif. Evrópusambandið svaraði Trump í morgun með tollahækkun sem nær til vöruinnflutnings fyrir um 28 milljarða dollara frá Bandaríkjum. Ursula Von der Layen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sagði það mikil vonbrigði að þurfa að grípa til þessa. Neytendur gjaldi fyrir ástandið. Gjörbreyttir viðskiptahættir Sigurður segir of snemmt að segja til um möguleg áhrif ESB-tollanna hér á landi. „Það fer eftir því að hverju þetta beinist nákvæmlega, mörkuðum og vörum. Það fer eftir því hvort EES sé innan eða utan.“ Unnið sé að greiningu í samvinnu við utanríkisráðuneytið og hann segist í góðu samtali við kollega á Norðurlöndum og í Noregi sem eru í svipaðri stöðu og Ísleningar; innan EES en utan ESB. Óvissan sé mikil. „Stóru hagkerfin, Evrópusambandið og Bandaríkin leggja á tolla öllu jöfnu en nú er náttúrulega verið að tala um að stórhækka tollana og að þeir nái til fleiri markaða og fleiri vörutegunda. Það er stóra breytingin og er að breyta mjög viðskiptaháttum í heiminum þessi misserin. Það leggst auðvitað ekki vel í neinn,“ segir Sigurður.
Bandaríkin Evrópusambandið Donald Trump Mest lesið Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Viðskipti innlent Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum Neytendur Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Viðskipti innlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Sjá meira
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent