Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Jón Ísak Ragnarsson skrifar 11. mars 2025 22:11 Alma D. Möller heilbrigðisráðherra var meðal gesta þegar vitundarvakningu um ofnotkun svefnlyfja var ýtt úr vör, og ræddi þar ýmsar skuggahliðar svefnlyfjanotkunar, ekki síst þegar eldra fólk á í hlut. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðuneytið hefur sett á laggirnar nýja vefsíðu til að stuðla að vitundarvakningu um skaðsemi svefnlyfja. Markmiðið segja þau vera að fræða fólk um virkni og margvíslegar aukaverkanir svefnlyfja, og stuðla að skynsamlegri notkun þeirra. Vefsíðan sem um ræðir er sofðuvel.is, en samkvæmt tilkynningu stjórnarráðsins er síðan nýr upplýsinga- og fræðsluvefur átaks til vitundarvakningar um skaðsemi svefnlyfja. Sagt er að ætlunin sé að leiðbeina fólki hvernig það geti bætt svefn sinn án lyfja. „Alma D. Möller heilbrigðisráðherra var meðal gesta þegar vitundarvakningunni var ýtt úr vör og ræddi þar um ýmsar skuggahliðar svefnlyfjanotkunar, ekki síst þegar eldra fólk á í hlut. Hún fagnar vitundarvakningunni og leggur áherslu á að til séu öruggari og betri lausnir við svefnvanda en lyf.“ Notkun svefnlyfja varasöm fyrir eldra fólk Fram kemur að átakið sé sambærilegt átaki sem ráðist var í í Kanada með góðum árangri. Íslenska átakið hafi verið þróað af Önnu Birnu Almarsdóttur, prófessors í Kaupmannahafnarháskóla í nánu samstarfi við Landssamband eldri borgara, ásamt fjölda aðila í heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Anna Birna var til viðtals um átakið í Bítinu á Bylgjunni í morgun og ræddi við þáttastjórnendur um svefn. Í ávarpi sínu sagði Alma að flestir glími við vandamál tengd svefni einhvern tíma á lífsleiðinni. Margir leiti bót á vandanum með töku svefnlyfja, en það sé hvorki örugg né áhrifarík langtímalausn. „Veruleg hætta sé á að fólk festist í þeim vítahring að telja sig ekki geta án lyfjanna verið og verði háð þeim, því þau eru ávanabindandi Þetta sé alvarlegt, því skaðsemi svefnlyfja er mikil.“ Svefnlyf geti aukið líkur á byltum og beinbrotum, þau skerði jafnvægi, einbeitingu og minni, geti aukið hættu á heilabilun og lungnabólgu. Alma D. Möller heilbrigðisráðherra hvetur fólk til að kynna sér vefinn sofðuvel, þar sem finna má vandaðar gagnreyndar upplýsingar um leiðir til að endurheimta gæðasvefn og hætta á svefnlyfjum. Svefn Lyf Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Heilbrigðismál Eldri borgarar Tengdar fréttir Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Ríflega þrjú þúsund börn fengu lyfseðilsskyldan skammt af svefnlyfinu melatónín í fyrra. Gera má ráð fyrir að mun fleiri innbyrði efnið þar sem unnt er að kaupa það í minni skömmtum í matvöruverslunum án lyfseðils. Barnalæknir hefur áhyggjur af þróuninni og segir langtímaáhrif efnisins ekki liggja fyrir. 23. febrúar 2025 22:32 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Vefsíðan sem um ræðir er sofðuvel.is, en samkvæmt tilkynningu stjórnarráðsins er síðan nýr upplýsinga- og fræðsluvefur átaks til vitundarvakningar um skaðsemi svefnlyfja. Sagt er að ætlunin sé að leiðbeina fólki hvernig það geti bætt svefn sinn án lyfja. „Alma D. Möller heilbrigðisráðherra var meðal gesta þegar vitundarvakningunni var ýtt úr vör og ræddi þar um ýmsar skuggahliðar svefnlyfjanotkunar, ekki síst þegar eldra fólk á í hlut. Hún fagnar vitundarvakningunni og leggur áherslu á að til séu öruggari og betri lausnir við svefnvanda en lyf.“ Notkun svefnlyfja varasöm fyrir eldra fólk Fram kemur að átakið sé sambærilegt átaki sem ráðist var í í Kanada með góðum árangri. Íslenska átakið hafi verið þróað af Önnu Birnu Almarsdóttur, prófessors í Kaupmannahafnarháskóla í nánu samstarfi við Landssamband eldri borgara, ásamt fjölda aðila í heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Anna Birna var til viðtals um átakið í Bítinu á Bylgjunni í morgun og ræddi við þáttastjórnendur um svefn. Í ávarpi sínu sagði Alma að flestir glími við vandamál tengd svefni einhvern tíma á lífsleiðinni. Margir leiti bót á vandanum með töku svefnlyfja, en það sé hvorki örugg né áhrifarík langtímalausn. „Veruleg hætta sé á að fólk festist í þeim vítahring að telja sig ekki geta án lyfjanna verið og verði háð þeim, því þau eru ávanabindandi Þetta sé alvarlegt, því skaðsemi svefnlyfja er mikil.“ Svefnlyf geti aukið líkur á byltum og beinbrotum, þau skerði jafnvægi, einbeitingu og minni, geti aukið hættu á heilabilun og lungnabólgu. Alma D. Möller heilbrigðisráðherra hvetur fólk til að kynna sér vefinn sofðuvel, þar sem finna má vandaðar gagnreyndar upplýsingar um leiðir til að endurheimta gæðasvefn og hætta á svefnlyfjum.
Svefn Lyf Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Heilbrigðismál Eldri borgarar Tengdar fréttir Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Ríflega þrjú þúsund börn fengu lyfseðilsskyldan skammt af svefnlyfinu melatónín í fyrra. Gera má ráð fyrir að mun fleiri innbyrði efnið þar sem unnt er að kaupa það í minni skömmtum í matvöruverslunum án lyfseðils. Barnalæknir hefur áhyggjur af þróuninni og segir langtímaáhrif efnisins ekki liggja fyrir. 23. febrúar 2025 22:32 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Ríflega þrjú þúsund börn fengu lyfseðilsskyldan skammt af svefnlyfinu melatónín í fyrra. Gera má ráð fyrir að mun fleiri innbyrði efnið þar sem unnt er að kaupa það í minni skömmtum í matvöruverslunum án lyfseðils. Barnalæknir hefur áhyggjur af þróuninni og segir langtímaáhrif efnisins ekki liggja fyrir. 23. febrúar 2025 22:32