Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar 12. mars 2025 10:01 Kosningum í VR lýkur kl. 12 á morgun, fimmtudag. Í framboði mínu til formanns hef ég notið þeirra forréttinda að fá að hitta og heyra í ótal mörgum félögum í VR. Mig langar að þakka fyrir öll þau gefandi og krefjandi samtöl sem ég hef átt á undanförnum vikum, á vinnustöðum, úti í búð, í síma, heita pottinum og hvar sem er. Þau samtöl öll hafa verið mér ómetanleg í að skilja enn betur hvað brennur á félagsfólki VR og um leið hvatning í baráttunni. Ég er sannfærður um að við getum gert félagið okkar sterkara og virkjað félagana betur. Það er rúmur sólarhringur þangað til kosningum til formanns og stjórnar VR lýkur. Við höfum núna frábært tækifæri til að koma á verklagi í VR þar sem við vinnum öll saman fyrir bættum kjörum og hag alls félagsfólks. Við þurfum að sameina félagið og tryggja með styrk okkar og samstöðu að við komum að öllum málum sem varða okkar félagsfólk. Við eigum að stíga enn frekari skref í húsnæðismálum og tryggja að stjórnvöld og aðrir aðilar standi við sín loforð sem gefin voru í tengslum við kjarasamninga. Það hefur verið áhugavert að sjá að eftir því sem líður á þessa kosningabaráttu hafa aðrir formannsframbjóðendur tekið undir með mér um nauðsyn þess að sameina félagið og vinna fyrir allt félagsfólk. Það var ekki endilega þannig í upphafi baráttunnar, en það er fagnaðarefni að þessi hugsun er komin á oddinn og hvernig sem kosningarnar fara er ég stoltur af því að hafa komið þessum áherslumálum að. Við erum svo heppin að í framboði til stjórnar er stór hópur af öflugu fólki sem allt mun sóma sér vel í stjórn VR. Það er dæmi um félagsauðinn í VR sem við þurfum að vera duglegri að nýta á öllum sviðum. Kæru félagar. Ég hef á undangengnum vikum lagt mig allan fram í því að koma því á framfæri hvernig ég vil að VR starfi og sæki fram og af hverju ég yrði góður formaður í öflugum forystuhópi í félaginu. Ég skora á okkur öll að nýta kosningaréttinn, velja kraftmikinn formann og gera þannig félagið okkar ennþá öflugra. Áfram VR. Höfundur er viðskiptafræðingur og í framboði til formanns VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flosi Eiríksson Formannskjör í VR 2025 Stéttarfélög Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Sjá meira
Kosningum í VR lýkur kl. 12 á morgun, fimmtudag. Í framboði mínu til formanns hef ég notið þeirra forréttinda að fá að hitta og heyra í ótal mörgum félögum í VR. Mig langar að þakka fyrir öll þau gefandi og krefjandi samtöl sem ég hef átt á undanförnum vikum, á vinnustöðum, úti í búð, í síma, heita pottinum og hvar sem er. Þau samtöl öll hafa verið mér ómetanleg í að skilja enn betur hvað brennur á félagsfólki VR og um leið hvatning í baráttunni. Ég er sannfærður um að við getum gert félagið okkar sterkara og virkjað félagana betur. Það er rúmur sólarhringur þangað til kosningum til formanns og stjórnar VR lýkur. Við höfum núna frábært tækifæri til að koma á verklagi í VR þar sem við vinnum öll saman fyrir bættum kjörum og hag alls félagsfólks. Við þurfum að sameina félagið og tryggja með styrk okkar og samstöðu að við komum að öllum málum sem varða okkar félagsfólk. Við eigum að stíga enn frekari skref í húsnæðismálum og tryggja að stjórnvöld og aðrir aðilar standi við sín loforð sem gefin voru í tengslum við kjarasamninga. Það hefur verið áhugavert að sjá að eftir því sem líður á þessa kosningabaráttu hafa aðrir formannsframbjóðendur tekið undir með mér um nauðsyn þess að sameina félagið og vinna fyrir allt félagsfólk. Það var ekki endilega þannig í upphafi baráttunnar, en það er fagnaðarefni að þessi hugsun er komin á oddinn og hvernig sem kosningarnar fara er ég stoltur af því að hafa komið þessum áherslumálum að. Við erum svo heppin að í framboði til stjórnar er stór hópur af öflugu fólki sem allt mun sóma sér vel í stjórn VR. Það er dæmi um félagsauðinn í VR sem við þurfum að vera duglegri að nýta á öllum sviðum. Kæru félagar. Ég hef á undangengnum vikum lagt mig allan fram í því að koma því á framfæri hvernig ég vil að VR starfi og sæki fram og af hverju ég yrði góður formaður í öflugum forystuhópi í félaginu. Ég skora á okkur öll að nýta kosningaréttinn, velja kraftmikinn formann og gera þannig félagið okkar ennþá öflugra. Áfram VR. Höfundur er viðskiptafræðingur og í framboði til formanns VR.
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun