Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. mars 2025 10:32 Sir Jim Ratcliffe í stúkunni á Old Trafford á leik Manchester United og Arsenal um helgina. afp/Paul ELLIS Sir Jim Ratcliffe, minnihlutaeigandi í Manchester United, segir að félagið hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í og ráðist í niðurskurð. Ratcliffe hefur verið með niðurskurðarhnífinn á lofti hjá United undanfarin misseri. Fjölda fólks hefur til að mynda verið sagt upp hjá United og ýmis fríðindi starfsfólks afnumin. Í viðtali við BBC segist Ratcliffe vera meðvitaður um að hann sé óvinsæll vegna hagræðingaraðgerðanna en þær séu nauðsynlegar. Fjárhagur United hafi einfaldlega verið ein rjúkandi rúst. „Manchester United hefði orðið fjárvana í lok ársins 2025 þrátt fyrir að ég hafði lagt til 233 milljónir punda og við hefðum ekki keypt neina leikmenn í sumar,“ sagði Ratcliffe. „Við erum í breytingaferli. Það er óþægilegt og ég hef samúð með stuðningsmönnunum. Einfalda svarið er að félagið hefði klárað peningana um áramótin ef við hefðum ekki gert þetta.“ Leiðin til glötunar Ratcliffe sagði að United hefði eytt meiri pening en það hafi aflað undanfarin sjö ár. „Ef þú eyðir meira en þú aflar er það leiðin til glötunar,“ sagði Ratcliffe en United borgaði til að mynda 37 milljónir í vexti á síðasta ári. „Vextir eru einn kostnaðarliður en ekki sá hæsti. Félagið verður að koma á reglu svo það geti staðið á traustum fjárhagslegum fæti í framtíðinni. Flest félög á Englandi, flest fyrirtæki, er með einhvers konar skuldir. En ef félagið er mjög arðbært, sem ég held að það geti verið á næstu árum, geturðu gert hið þveröfuga. Þú getur byrjað að greiða niður skuldir. Þar ætti Manchester United að vera,“ sagði Ratcliffe. Betri leikmenn frekar en frír hádegismatur Hann segir að vega þurfi og meta í hvað peningurinn hjá United fari. „Þegar þú horfir á rekstur félags eins og Manchester United með tekjur upp á 650 milljónir punda og þú eyðir hluta af því í að reka félagið og hluta í leikmannahópinn. Hvar viltu eyða peningunum? Viltu eyða þeim í að reka félagið eða í hópinn?“ sagði Ratcliffe. „Því ef þú eyðir peningum í hópinn nærðu betri úrslitum. Og fyrir hvað er Manchester United annað en að vinna titla? Við viljum kaupa bestu leikmenn í heimi ef við getum í staðinn fyrir að eyða peningum í frían hádegismat er ég hræddur um. Mitt eina markmið er að koma Manchester United aftur á sinn stall.“ Ratcliffe talaði tæpitungulaust í viðtalinu og sagði meðal annars að nokkrir leikmenn United væru ekki nógu góðir og væru með of há laun. Nefndi hann til að mynda Jadon Sancho, André Onana, Rasmus Højlund og Casemiro í því samhengi. United er í 14. sæti ensku úrvalsdeildarinnar sem stendur. Liðið hefur aldrei endað neðar en í 8. sæti síðan úrvalsdeildin var sett á laggirnar tímabilið 1992-93. Enski boltinn Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Íslenski boltinn EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Körfubolti „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Sjá meira
Ratcliffe hefur verið með niðurskurðarhnífinn á lofti hjá United undanfarin misseri. Fjölda fólks hefur til að mynda verið sagt upp hjá United og ýmis fríðindi starfsfólks afnumin. Í viðtali við BBC segist Ratcliffe vera meðvitaður um að hann sé óvinsæll vegna hagræðingaraðgerðanna en þær séu nauðsynlegar. Fjárhagur United hafi einfaldlega verið ein rjúkandi rúst. „Manchester United hefði orðið fjárvana í lok ársins 2025 þrátt fyrir að ég hafði lagt til 233 milljónir punda og við hefðum ekki keypt neina leikmenn í sumar,“ sagði Ratcliffe. „Við erum í breytingaferli. Það er óþægilegt og ég hef samúð með stuðningsmönnunum. Einfalda svarið er að félagið hefði klárað peningana um áramótin ef við hefðum ekki gert þetta.“ Leiðin til glötunar Ratcliffe sagði að United hefði eytt meiri pening en það hafi aflað undanfarin sjö ár. „Ef þú eyðir meira en þú aflar er það leiðin til glötunar,“ sagði Ratcliffe en United borgaði til að mynda 37 milljónir í vexti á síðasta ári. „Vextir eru einn kostnaðarliður en ekki sá hæsti. Félagið verður að koma á reglu svo það geti staðið á traustum fjárhagslegum fæti í framtíðinni. Flest félög á Englandi, flest fyrirtæki, er með einhvers konar skuldir. En ef félagið er mjög arðbært, sem ég held að það geti verið á næstu árum, geturðu gert hið þveröfuga. Þú getur byrjað að greiða niður skuldir. Þar ætti Manchester United að vera,“ sagði Ratcliffe. Betri leikmenn frekar en frír hádegismatur Hann segir að vega þurfi og meta í hvað peningurinn hjá United fari. „Þegar þú horfir á rekstur félags eins og Manchester United með tekjur upp á 650 milljónir punda og þú eyðir hluta af því í að reka félagið og hluta í leikmannahópinn. Hvar viltu eyða peningunum? Viltu eyða þeim í að reka félagið eða í hópinn?“ sagði Ratcliffe. „Því ef þú eyðir peningum í hópinn nærðu betri úrslitum. Og fyrir hvað er Manchester United annað en að vinna titla? Við viljum kaupa bestu leikmenn í heimi ef við getum í staðinn fyrir að eyða peningum í frían hádegismat er ég hræddur um. Mitt eina markmið er að koma Manchester United aftur á sinn stall.“ Ratcliffe talaði tæpitungulaust í viðtalinu og sagði meðal annars að nokkrir leikmenn United væru ekki nógu góðir og væru með of há laun. Nefndi hann til að mynda Jadon Sancho, André Onana, Rasmus Højlund og Casemiro í því samhengi. United er í 14. sæti ensku úrvalsdeildarinnar sem stendur. Liðið hefur aldrei endað neðar en í 8. sæti síðan úrvalsdeildin var sett á laggirnar tímabilið 1992-93.
Enski boltinn Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Íslenski boltinn EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Körfubolti „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Sjá meira