Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Kristján Már Unnarsson skrifar 10. mars 2025 21:30 Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur. Sigurjón Ólason Eldfjallafræðingur telur að Sundhnjúksgígaröðin gæti kannski náð einu eldgosi í viðbót en segist þó frekar á því að goshrinunni þar sé lokið. Hann spáir því að Eldvörp og Reykjanestá verði næstu gossvæði. Í fréttum Stöðvar 2 var rifjað upp að síðasta eldgos stóð frá 20. nóvember til 9. desember. Það var næststærsta í röð þeirra sjö eldgosa sem orðið hafa á þessari gossprungu undanfarna fimmtán mánuði. Sjö vikur er núna liðnar frá því Veðurstofan tilkynnti að líkur á nýju kvikuhlaupi eða jafnvel eldgosi færu vaxandi og þann 30. janúar lýstu almannavarnir yfir hættustigi. En eftir því sem vikurnar líða án eldgoss fjölgar eflaust þeim sem spyrja: Kemur kannski ekkert gos? Er goshrinunni á Sundhnjúksgígaröðinni kannski lokið? „Þarna akkúrat þar myndi ég halda kannski eitt eldgos. En ég er kannski frekar á því að þetta sé bara búið,“ svarar Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur en bætir við: „En svo eru náttúrlega Eldvörpin eftir, Reykjanestáin er eftir, Krýsuvík er eftir, Bláfjöllin eru eftir og hver veit nema Hengillinn komi með eitthvað smá líka.“ Frá síðasta eldgosi í nóvember 2024. Hrauneðjan eyðilagði þá bílastæði Bláa lónsins.Vilhelm Ármann segir ljóst að hægt hafi á landrisi og þá hafi hætt að vella upp úr borholu á Vatnsleysuströnd sem hafi verið einn mælikvarðinn. „Hún er ekki að vella og á meðan hún vellur ekki þá þurfum við kannski ekki að hafa miklar áhyggjur. En hvort að þessu sé örugglega lokið það náttúrlega verður tíminn að leiða í ljós,“ segir Ármann. Hann telur allt eins líklegt að umbrotin færist utar og ítrekar það mat sitt að næst í röðinni verði Eldvörp og Reykjanestá en þar gæti gosið í sjó. Hann segir þó ljóst á talsverður fyrirvari yrði á því með skjálftahrinum þegar skorpan væri að brotna upp aftur. Frá Reykjanesi. Eldey í fjarska.Skjáskot/Stöð 2 -En af það kæmi nú eitt gos í viðbót á Sundhnúksgígaröðinni hvenær ættum við að búast við því? „Ég get ómögulega sagt um það. Var ekki Þorvaldur að tala um að það yrði einhverstaðar í kringum vorjafndægur eða eitthvað svoleiðis? En ég get ekkert spáð um það,“ svarar Ármann. Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Reykjanesbær Vogar Vísindi Tengdar fréttir Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Enn eru taldar auknar líkur á kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi á Reykjanesi, en landris heldur áfram. Eldgos gæti hafist með mjög skömmum fyrirvara en líklegast þykir að kvika kæmi fyrst upp á svæðinu milli Sundhnúks og Stóra-Skógfells. Benedikt Ófeigsson náttúruvársérfræðingur telur að nú sé lokakafl eldsumbrota á Sundhnúksgígaröðinni líklega hafinn. 8. mars 2025 14:18 Kvikusöfnun heldur áfram Litlar breytingar hafa orðið á Sundhnúksgígaröðinni. Kvikusöfnun heldur áfram en engir stórir jarðskjálftar hafa mælst undanfarna daga. 2. mars 2025 09:57 Lýsa yfir hættustigi vegna yfirvofandi eldgoss Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir hættustigi vegna vaxandi líkna á eldgosi á Sundhnúksgígaröðinni á Reykjanesi. Síðasta eldgosi lauk þar þann 9. desember en það var sjöunda eldgosið á svæðinu og síðan þá hefur kvika safnast saman aftur undir Svartsengi. 30. janúar 2025 17:11 „Seinni hluta febrúar eða snemma í mars er líklegt“ Búast má við eldgosi á Reykjanesskaga um mánaðamótin febrúar / mars, miðað við núverandi stöðu. Prófessor í jarðeðlisfræði segir vísbendingar um að tekið sé að síga á seinni hluta eldgosahrinu síðustu ára. 29. janúar 2025 12:16 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fleiri fréttir Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var rifjað upp að síðasta eldgos stóð frá 20. nóvember til 9. desember. Það var næststærsta í röð þeirra sjö eldgosa sem orðið hafa á þessari gossprungu undanfarna fimmtán mánuði. Sjö vikur er núna liðnar frá því Veðurstofan tilkynnti að líkur á nýju kvikuhlaupi eða jafnvel eldgosi færu vaxandi og þann 30. janúar lýstu almannavarnir yfir hættustigi. En eftir því sem vikurnar líða án eldgoss fjölgar eflaust þeim sem spyrja: Kemur kannski ekkert gos? Er goshrinunni á Sundhnjúksgígaröðinni kannski lokið? „Þarna akkúrat þar myndi ég halda kannski eitt eldgos. En ég er kannski frekar á því að þetta sé bara búið,“ svarar Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur en bætir við: „En svo eru náttúrlega Eldvörpin eftir, Reykjanestáin er eftir, Krýsuvík er eftir, Bláfjöllin eru eftir og hver veit nema Hengillinn komi með eitthvað smá líka.“ Frá síðasta eldgosi í nóvember 2024. Hrauneðjan eyðilagði þá bílastæði Bláa lónsins.Vilhelm Ármann segir ljóst að hægt hafi á landrisi og þá hafi hætt að vella upp úr borholu á Vatnsleysuströnd sem hafi verið einn mælikvarðinn. „Hún er ekki að vella og á meðan hún vellur ekki þá þurfum við kannski ekki að hafa miklar áhyggjur. En hvort að þessu sé örugglega lokið það náttúrlega verður tíminn að leiða í ljós,“ segir Ármann. Hann telur allt eins líklegt að umbrotin færist utar og ítrekar það mat sitt að næst í röðinni verði Eldvörp og Reykjanestá en þar gæti gosið í sjó. Hann segir þó ljóst á talsverður fyrirvari yrði á því með skjálftahrinum þegar skorpan væri að brotna upp aftur. Frá Reykjanesi. Eldey í fjarska.Skjáskot/Stöð 2 -En af það kæmi nú eitt gos í viðbót á Sundhnúksgígaröðinni hvenær ættum við að búast við því? „Ég get ómögulega sagt um það. Var ekki Þorvaldur að tala um að það yrði einhverstaðar í kringum vorjafndægur eða eitthvað svoleiðis? En ég get ekkert spáð um það,“ svarar Ármann.
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Reykjanesbær Vogar Vísindi Tengdar fréttir Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Enn eru taldar auknar líkur á kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi á Reykjanesi, en landris heldur áfram. Eldgos gæti hafist með mjög skömmum fyrirvara en líklegast þykir að kvika kæmi fyrst upp á svæðinu milli Sundhnúks og Stóra-Skógfells. Benedikt Ófeigsson náttúruvársérfræðingur telur að nú sé lokakafl eldsumbrota á Sundhnúksgígaröðinni líklega hafinn. 8. mars 2025 14:18 Kvikusöfnun heldur áfram Litlar breytingar hafa orðið á Sundhnúksgígaröðinni. Kvikusöfnun heldur áfram en engir stórir jarðskjálftar hafa mælst undanfarna daga. 2. mars 2025 09:57 Lýsa yfir hættustigi vegna yfirvofandi eldgoss Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir hættustigi vegna vaxandi líkna á eldgosi á Sundhnúksgígaröðinni á Reykjanesi. Síðasta eldgosi lauk þar þann 9. desember en það var sjöunda eldgosið á svæðinu og síðan þá hefur kvika safnast saman aftur undir Svartsengi. 30. janúar 2025 17:11 „Seinni hluta febrúar eða snemma í mars er líklegt“ Búast má við eldgosi á Reykjanesskaga um mánaðamótin febrúar / mars, miðað við núverandi stöðu. Prófessor í jarðeðlisfræði segir vísbendingar um að tekið sé að síga á seinni hluta eldgosahrinu síðustu ára. 29. janúar 2025 12:16 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fleiri fréttir Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Sjá meira
Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Enn eru taldar auknar líkur á kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi á Reykjanesi, en landris heldur áfram. Eldgos gæti hafist með mjög skömmum fyrirvara en líklegast þykir að kvika kæmi fyrst upp á svæðinu milli Sundhnúks og Stóra-Skógfells. Benedikt Ófeigsson náttúruvársérfræðingur telur að nú sé lokakafl eldsumbrota á Sundhnúksgígaröðinni líklega hafinn. 8. mars 2025 14:18
Kvikusöfnun heldur áfram Litlar breytingar hafa orðið á Sundhnúksgígaröðinni. Kvikusöfnun heldur áfram en engir stórir jarðskjálftar hafa mælst undanfarna daga. 2. mars 2025 09:57
Lýsa yfir hættustigi vegna yfirvofandi eldgoss Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir hættustigi vegna vaxandi líkna á eldgosi á Sundhnúksgígaröðinni á Reykjanesi. Síðasta eldgosi lauk þar þann 9. desember en það var sjöunda eldgosið á svæðinu og síðan þá hefur kvika safnast saman aftur undir Svartsengi. 30. janúar 2025 17:11
„Seinni hluta febrúar eða snemma í mars er líklegt“ Búast má við eldgosi á Reykjanesskaga um mánaðamótin febrúar / mars, miðað við núverandi stöðu. Prófessor í jarðeðlisfræði segir vísbendingar um að tekið sé að síga á seinni hluta eldgosahrinu síðustu ára. 29. janúar 2025 12:16