Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Tómas Arnar Þorláksson skrifar 9. mars 2025 21:00 Þórarinn segir Veraldarvini tilbúna í verkefnið. Samsett Ekki liggur fyrir hvort sögufrægt útlit hússins við Sunnutorg verði óbreytt eftir fyrirhugaðar framkvæmdir. Framkvæmdastjóri Veraldarvina segir það heiður að taka við verkefninu á Sunnutorgi þar sem fyrirhugað er að opna kaffihús og fræðslumiðstöð um umhverfismál. Sunnutorg hefur staðið tómt hér við Langholtsveg í um árabil. Reykjavíkurborg auglýsti eftir aðilum til að byggja upp húsnæðið árið 2023 en engin tilboð bárust. Það voru að lokum Veraldarvinir sem komu húsnæðinu til bjargar. Reykjavíkurborg gerir húsaleigu og uppbyggingarsamning við félagsamtökin til fimmtán ára og munu samtökin fjármagna framkvæmdirnar að fullu og gera húsnæðið upp sem verður eign borgarinnar að leigutíma loknum. Þórarinn Ívarsson, framkvæmdastjóri Veraldarvina, segir það heiður að fá að taka við húsnæðinu og að framkvæmdirnar muni glæða götuna lífi. „Síðan viljum við reka hérna lítið kaffihús sem verður svona fræðslumiðstöð fyrir umhverfismál. Ég tel að það sé þörf á því að hafa hús hérna í Reykjavík þar sem fólk getur komið og fengið upplýsingar um sjálfbærni og annað þvíumlíkt. Sjá einnig: Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Hann segir ærið verk fyrir höndum. Það þurfi að rísa húsið nær alveg niður og endurbyggja það. Veraldarvinir séu klárir í það verkefni. Lífrænn markaður og samkomuhús Jafnframt verði svæðinu í kringum húsnæðið umbreytt í lífrænan markað og samkomustað fyrir fólk í hverfinu. Ekki sé búið að taka ákvörðun hvort haldið verði í einkennandi útlit hússins. „Við sjáum til hvernig það fer. Húsið var allt öðruvísi hér áður fyrr. Kannski setjum við það í það horf, ég veit það ekki. Við þurfum bara að taka ákvörðun um það, hvað fólkið í götunni vill gera.“ Átt þú einhverja persónulega tengingu við húsið? „Já, ég á það, ég bjó hérna í Gnoðavogi þegar ég var sex, sjö ára gamall. Þá tók ég strætó í Laugalækjaskóla og skipti um vagn hérna fyrir utan þetta hús. Það eru góðar minningar tengdar því.“ Reykjavík Skipulag Húsavernd Tengdar fréttir Reyna aftur að fá rekstraraðila í Sunnutorg Reykjavíkurborg hefur auglýst eftir samstarfsaðila og leigutaka sem er með hugmynd að rekstri og nýtingu Sunnutorgs, eins helsta kennileitis Laugardalsins. 11. október 2023 09:53 Íbúar ósáttir við stöðu Sunnutorgs: „Þetta er lýti á hverfinu“ Íbúi í Laugardal segir Sunnutorg eitt mesta lýti hverfisins en húsið hefur staðið autt um árabil. Meirihluti íbúa vilji húsið burt í núverandi mynd en aðgerðarleysi borgarinnar sé algjört. 16. október 2022 21:15 Breyta sjoppunni við Sunnutorg í veitinga- og kaffihús Ragnar Kjartansson, borgarlistamaður Reykjavíkur, mun hanna staðinn. 28. apríl 2018 09:50 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Fleiri fréttir Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Sjá meira
Sunnutorg hefur staðið tómt hér við Langholtsveg í um árabil. Reykjavíkurborg auglýsti eftir aðilum til að byggja upp húsnæðið árið 2023 en engin tilboð bárust. Það voru að lokum Veraldarvinir sem komu húsnæðinu til bjargar. Reykjavíkurborg gerir húsaleigu og uppbyggingarsamning við félagsamtökin til fimmtán ára og munu samtökin fjármagna framkvæmdirnar að fullu og gera húsnæðið upp sem verður eign borgarinnar að leigutíma loknum. Þórarinn Ívarsson, framkvæmdastjóri Veraldarvina, segir það heiður að fá að taka við húsnæðinu og að framkvæmdirnar muni glæða götuna lífi. „Síðan viljum við reka hérna lítið kaffihús sem verður svona fræðslumiðstöð fyrir umhverfismál. Ég tel að það sé þörf á því að hafa hús hérna í Reykjavík þar sem fólk getur komið og fengið upplýsingar um sjálfbærni og annað þvíumlíkt. Sjá einnig: Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Hann segir ærið verk fyrir höndum. Það þurfi að rísa húsið nær alveg niður og endurbyggja það. Veraldarvinir séu klárir í það verkefni. Lífrænn markaður og samkomuhús Jafnframt verði svæðinu í kringum húsnæðið umbreytt í lífrænan markað og samkomustað fyrir fólk í hverfinu. Ekki sé búið að taka ákvörðun hvort haldið verði í einkennandi útlit hússins. „Við sjáum til hvernig það fer. Húsið var allt öðruvísi hér áður fyrr. Kannski setjum við það í það horf, ég veit það ekki. Við þurfum bara að taka ákvörðun um það, hvað fólkið í götunni vill gera.“ Átt þú einhverja persónulega tengingu við húsið? „Já, ég á það, ég bjó hérna í Gnoðavogi þegar ég var sex, sjö ára gamall. Þá tók ég strætó í Laugalækjaskóla og skipti um vagn hérna fyrir utan þetta hús. Það eru góðar minningar tengdar því.“
Reykjavík Skipulag Húsavernd Tengdar fréttir Reyna aftur að fá rekstraraðila í Sunnutorg Reykjavíkurborg hefur auglýst eftir samstarfsaðila og leigutaka sem er með hugmynd að rekstri og nýtingu Sunnutorgs, eins helsta kennileitis Laugardalsins. 11. október 2023 09:53 Íbúar ósáttir við stöðu Sunnutorgs: „Þetta er lýti á hverfinu“ Íbúi í Laugardal segir Sunnutorg eitt mesta lýti hverfisins en húsið hefur staðið autt um árabil. Meirihluti íbúa vilji húsið burt í núverandi mynd en aðgerðarleysi borgarinnar sé algjört. 16. október 2022 21:15 Breyta sjoppunni við Sunnutorg í veitinga- og kaffihús Ragnar Kjartansson, borgarlistamaður Reykjavíkur, mun hanna staðinn. 28. apríl 2018 09:50 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Fleiri fréttir Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Sjá meira
Reyna aftur að fá rekstraraðila í Sunnutorg Reykjavíkurborg hefur auglýst eftir samstarfsaðila og leigutaka sem er með hugmynd að rekstri og nýtingu Sunnutorgs, eins helsta kennileitis Laugardalsins. 11. október 2023 09:53
Íbúar ósáttir við stöðu Sunnutorgs: „Þetta er lýti á hverfinu“ Íbúi í Laugardal segir Sunnutorg eitt mesta lýti hverfisins en húsið hefur staðið autt um árabil. Meirihluti íbúa vilji húsið burt í núverandi mynd en aðgerðarleysi borgarinnar sé algjört. 16. október 2022 21:15
Breyta sjoppunni við Sunnutorg í veitinga- og kaffihús Ragnar Kjartansson, borgarlistamaður Reykjavíkur, mun hanna staðinn. 28. apríl 2018 09:50