Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Bjarki Sigurðsson skrifar 8. mars 2025 19:31 Sólveig Anna Jónsdóttir er formaður Eflingar. Vísir/Lýður Laun fyrir formennsku hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga hafa hækkað um 170 prósent á tveimur árum. Formaður Eflingar segir hækkunina óskiljanlega og að ekki sé hægt að réttlæta hana með neinu móti. Í Morgunblaðinu var vakin athygli á því að laun Heiðu Bjargar Hilmisdóttur borgarstjóra fyrir formennsku í Sambandi íslenskra sveitarfélaga hafi hækkað um 170 prósent á einungis tveimur árum. Á sama tíma hafi orðið litlar breytingar á störfum formanns. Stjórnin fundi einu sinni í mánuði á staðfundi en nýlega bættist við styttri fjarfundur til að einfalda afgreiðslu mála og auka skilvirkni. Í byrjun árs 2023 voru laun fyrir formennsku 285 þúsund krónur á mánuði. Í upphafi þessa árs voru launin orðin 763 þúsund á mánuði. Tæplega þreföldun á tveimur árum. Ofan á þetta fær hún svo rúmar hundrað þúsund krónur vegna aksturs. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir launahækkunina óskiljanlega. „Ég skil ekki hvernig pólitísk yfirstétt getur skammtað sjálfri sér þessi launakjör. Nú eru bæði Reykjavíkurborg og sveitarfélögin viðsemjendur Eflingar og þar erum við að gera kjarasamninga við ómissandi fólk, í umönnunarstörfum, hjá leikskólunum. Þar þurfum við að berjast fyrir hverjum einasta þúsund kalli. Viðkvæðið er alltaf að það sé ekkert til, allir séu svo skuldsettir og svo framvegis. Svo les maður fréttir af þessu,“ segir Sólveig. Það myndi engum detta í hug að nefna 170 prósent launahækkun á öðrum vettvangi. „Ef mér myndi detta það í hug að biðja um þetta fyrir fólk sem á það svo sannarlega skilið, yrði allt vitlaust og ég hlegin burt,“ segir Sólveig. Heiða Björg fær föst mánaðarlaun sem borgarstjóri, formaður stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga og stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.Vísir/Vilhelm Fréttastofu hefur ekki tekist að ná í Heiðu Björgu þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir í dag og illa hefur gengið að fá skýringar á hækkuninni. Sólveig segir ekki vera hægt að réttlæta hana. „Það er ekki hægt og það mun enginn geta gert það. Hún mun ekki geta gert það, hennar fulltrúar munu ekki geta gert það. Ef einhver reynir það er það bara annað hvort einhver pólitísk örvænting eða meðvirkni sem á ekki að líðast í lýðræðissamfélagi,“ segir Sólveig. Sveitarstjórnarmál Kjaramál Stéttarfélög Vinnumarkaður Reykjavík Borgarstjórn Tengdar fréttir „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Formaður Eflingar segir borgarstjóra vera með sexföld laun láglaunakvenna hjá borginni. Opinber yfirstétt virðist hafa meiri áhuga á að greiða sér „brjálæðislega há laun“ en að vinna að stöðugleika. Hið opinbera hafi tekið upp nýja launastefnu með kjarasamningi við kennara sem Efling ætli sér að miða við í viðræðum. 6. mars 2025 09:46 Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri er með um 3,8 milljónir í laun á mánuði. Ráðningarsamningur Heiðu Bjargar var samþykktur á fundi borgarstjórnar í gær. Sem borgarstjóri fær hún greitt mánaðarlega 2.628.812 milljónir. Samkvæmt samningnum eru launin föst og er ekki greitt sérstaklega fyrir vinnu utan hefðbundins dagvinnutíma. 5. mars 2025 09:07 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Sjá meira
Í Morgunblaðinu var vakin athygli á því að laun Heiðu Bjargar Hilmisdóttur borgarstjóra fyrir formennsku í Sambandi íslenskra sveitarfélaga hafi hækkað um 170 prósent á einungis tveimur árum. Á sama tíma hafi orðið litlar breytingar á störfum formanns. Stjórnin fundi einu sinni í mánuði á staðfundi en nýlega bættist við styttri fjarfundur til að einfalda afgreiðslu mála og auka skilvirkni. Í byrjun árs 2023 voru laun fyrir formennsku 285 þúsund krónur á mánuði. Í upphafi þessa árs voru launin orðin 763 þúsund á mánuði. Tæplega þreföldun á tveimur árum. Ofan á þetta fær hún svo rúmar hundrað þúsund krónur vegna aksturs. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir launahækkunina óskiljanlega. „Ég skil ekki hvernig pólitísk yfirstétt getur skammtað sjálfri sér þessi launakjör. Nú eru bæði Reykjavíkurborg og sveitarfélögin viðsemjendur Eflingar og þar erum við að gera kjarasamninga við ómissandi fólk, í umönnunarstörfum, hjá leikskólunum. Þar þurfum við að berjast fyrir hverjum einasta þúsund kalli. Viðkvæðið er alltaf að það sé ekkert til, allir séu svo skuldsettir og svo framvegis. Svo les maður fréttir af þessu,“ segir Sólveig. Það myndi engum detta í hug að nefna 170 prósent launahækkun á öðrum vettvangi. „Ef mér myndi detta það í hug að biðja um þetta fyrir fólk sem á það svo sannarlega skilið, yrði allt vitlaust og ég hlegin burt,“ segir Sólveig. Heiða Björg fær föst mánaðarlaun sem borgarstjóri, formaður stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga og stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.Vísir/Vilhelm Fréttastofu hefur ekki tekist að ná í Heiðu Björgu þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir í dag og illa hefur gengið að fá skýringar á hækkuninni. Sólveig segir ekki vera hægt að réttlæta hana. „Það er ekki hægt og það mun enginn geta gert það. Hún mun ekki geta gert það, hennar fulltrúar munu ekki geta gert það. Ef einhver reynir það er það bara annað hvort einhver pólitísk örvænting eða meðvirkni sem á ekki að líðast í lýðræðissamfélagi,“ segir Sólveig.
Sveitarstjórnarmál Kjaramál Stéttarfélög Vinnumarkaður Reykjavík Borgarstjórn Tengdar fréttir „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Formaður Eflingar segir borgarstjóra vera með sexföld laun láglaunakvenna hjá borginni. Opinber yfirstétt virðist hafa meiri áhuga á að greiða sér „brjálæðislega há laun“ en að vinna að stöðugleika. Hið opinbera hafi tekið upp nýja launastefnu með kjarasamningi við kennara sem Efling ætli sér að miða við í viðræðum. 6. mars 2025 09:46 Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri er með um 3,8 milljónir í laun á mánuði. Ráðningarsamningur Heiðu Bjargar var samþykktur á fundi borgarstjórnar í gær. Sem borgarstjóri fær hún greitt mánaðarlega 2.628.812 milljónir. Samkvæmt samningnum eru launin föst og er ekki greitt sérstaklega fyrir vinnu utan hefðbundins dagvinnutíma. 5. mars 2025 09:07 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Sjá meira
„Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Formaður Eflingar segir borgarstjóra vera með sexföld laun láglaunakvenna hjá borginni. Opinber yfirstétt virðist hafa meiri áhuga á að greiða sér „brjálæðislega há laun“ en að vinna að stöðugleika. Hið opinbera hafi tekið upp nýja launastefnu með kjarasamningi við kennara sem Efling ætli sér að miða við í viðræðum. 6. mars 2025 09:46
Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri er með um 3,8 milljónir í laun á mánuði. Ráðningarsamningur Heiðu Bjargar var samþykktur á fundi borgarstjórnar í gær. Sem borgarstjóri fær hún greitt mánaðarlega 2.628.812 milljónir. Samkvæmt samningnum eru launin föst og er ekki greitt sérstaklega fyrir vinnu utan hefðbundins dagvinnutíma. 5. mars 2025 09:07
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent