Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar 8. mars 2025 13:33 Það er ekkert leyndarmál að kynbundið ofbeldi er vandamál á Íslandi. Um 42% kvenna á aldrinum 18-80 ára hafa orðið fyrir einhvers konar ofbeldi á sinni lífsleið samkvæmt rannsókn sem gerð var árið 2010. Þessi tala hefur lítið sem ekkert breyst,15 árum seinna. Það hefur margoft verið skrifað og talað um afleiðingar ofbeldis. Hver þolandinn á fætur öðrum berskjaldar sig fyrir alþjóð í þeirri veiku von um að ráðamenn landsins vakni. Við erum enn að berjast fyrir lágmarks virðingu fyrir brotaþolum í kerfinu og enginn vill taka ábyrgð. Á stjórnvöldum hvílir sú skylda að tryggja öryggi samfélagsins og borgaranna og standa vörð um grundvallarréttindi einstaklinga. Ég spyr þá, hvar er þetta öryggi fyrir þolendur kynbundins ofbeldis? Endalausar afsakanir Mannekla er afsökunin hjá lögreglunni og fyrrum ríkisstjórn bar fyrir sig niðurskurð í fjárlögum. Brotaþolar sitja svo uppi með niðurfelld mál vegna vangetu embætta til að rannsaka málin og gerendur sleppa. Vitandi allt þetta er samt alltaf verið að tala um að við þurfum að taka á þessum málum, að það sé óásættanlegt að réttarkerfið okkar virki ekki sem skyldi og að kynbundið ofbeldi þurfi að uppræta! 20% karla eru ofbeldismenn Hvað með að karlar bara hætti að beita ofbeldi? Er það of mikið? Ef þeir beita ofbeldi, er það galin hugmynd að þeir taki ábyrgðina og fái ekki skilorðsbundna dóma á silfurfati? Öryggi og líf kvenna er í húfi. Ég upplifi stundum að karlmenn séu upp til hópa týndir. Þeim finnst erfitt að 20% þeirra séu ofbeldismenn en finnst þó oft ekkert erfitt að horfa í augu kvenna, vitandi að það séu 42% líkur á að þær hafi eða verði fyrir ofbeldi af hendi karlmanns. Konur eru ekki að hugsa út í hvort þær verði fyrir ofbeldi heldur hver muni beita þær ofbeldi. Verður það vinur? Kærasti? Frændi? Vinnufélagi? Ábyrgðin á kolröngum stað Nýlega las ég í fjölmiðlum að forseti Íslands hefur hrundið af stað verkefni sem hún kallar Riddara kærleikans þar sem hún m.a. leiddi saman ólíka karlmenn í umræðuhóp. Í samtalinu kom fram að karlmenn þyrftu bara meiri kærleika og knús. Á sama tíma fara menn í skóla barnanna okkar og segja þeim að herða sig og hætta að væla. Hvort er það? Eigum við að herða börnin og knúsa karlana ? Ekki knúsa börnin og gera karla ábyrga ? Það sem karlmenn þurfa er að taka sig saman, taka þátt í að uppræta nauðgunarmenningu í sínu daglega lífi og kalla hvern annan út. Það er ekki í verkahring kvenna að sjá til þess að karlmenn beiti ekki ofbeldi. Á meðan Riddarar kærleikans knúsast á Bessastöðum eru konur raunverulega að láta lífið vegna afleiðinga kynbundins ofbeldis. Höfundur er stjórnarformaður Vitundar - Samtaka gegn kynbundnu ofbeldi. Heimildir: https://skemman.is/bitstream/1946/10724/1/26012011_Ofbeldi_a_konum.pdf https://stigamot.is/wp-content/uploads/2023/10/Stigamot_Ofbeldismenn_2023-1.pdf https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/05/22/margir_logreglumenn_eru_i_rauninni_i_tveimur_storfu/ https://www.visir.is/g/20242574201d/nidur-skurdur-skerdir-thjonustu-og-ognar-oryggi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðný S. Bjarnadóttir Kynbundið ofbeldi Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ekki kjósa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Sjá meira
Það er ekkert leyndarmál að kynbundið ofbeldi er vandamál á Íslandi. Um 42% kvenna á aldrinum 18-80 ára hafa orðið fyrir einhvers konar ofbeldi á sinni lífsleið samkvæmt rannsókn sem gerð var árið 2010. Þessi tala hefur lítið sem ekkert breyst,15 árum seinna. Það hefur margoft verið skrifað og talað um afleiðingar ofbeldis. Hver þolandinn á fætur öðrum berskjaldar sig fyrir alþjóð í þeirri veiku von um að ráðamenn landsins vakni. Við erum enn að berjast fyrir lágmarks virðingu fyrir brotaþolum í kerfinu og enginn vill taka ábyrgð. Á stjórnvöldum hvílir sú skylda að tryggja öryggi samfélagsins og borgaranna og standa vörð um grundvallarréttindi einstaklinga. Ég spyr þá, hvar er þetta öryggi fyrir þolendur kynbundins ofbeldis? Endalausar afsakanir Mannekla er afsökunin hjá lögreglunni og fyrrum ríkisstjórn bar fyrir sig niðurskurð í fjárlögum. Brotaþolar sitja svo uppi með niðurfelld mál vegna vangetu embætta til að rannsaka málin og gerendur sleppa. Vitandi allt þetta er samt alltaf verið að tala um að við þurfum að taka á þessum málum, að það sé óásættanlegt að réttarkerfið okkar virki ekki sem skyldi og að kynbundið ofbeldi þurfi að uppræta! 20% karla eru ofbeldismenn Hvað með að karlar bara hætti að beita ofbeldi? Er það of mikið? Ef þeir beita ofbeldi, er það galin hugmynd að þeir taki ábyrgðina og fái ekki skilorðsbundna dóma á silfurfati? Öryggi og líf kvenna er í húfi. Ég upplifi stundum að karlmenn séu upp til hópa týndir. Þeim finnst erfitt að 20% þeirra séu ofbeldismenn en finnst þó oft ekkert erfitt að horfa í augu kvenna, vitandi að það séu 42% líkur á að þær hafi eða verði fyrir ofbeldi af hendi karlmanns. Konur eru ekki að hugsa út í hvort þær verði fyrir ofbeldi heldur hver muni beita þær ofbeldi. Verður það vinur? Kærasti? Frændi? Vinnufélagi? Ábyrgðin á kolröngum stað Nýlega las ég í fjölmiðlum að forseti Íslands hefur hrundið af stað verkefni sem hún kallar Riddara kærleikans þar sem hún m.a. leiddi saman ólíka karlmenn í umræðuhóp. Í samtalinu kom fram að karlmenn þyrftu bara meiri kærleika og knús. Á sama tíma fara menn í skóla barnanna okkar og segja þeim að herða sig og hætta að væla. Hvort er það? Eigum við að herða börnin og knúsa karlana ? Ekki knúsa börnin og gera karla ábyrga ? Það sem karlmenn þurfa er að taka sig saman, taka þátt í að uppræta nauðgunarmenningu í sínu daglega lífi og kalla hvern annan út. Það er ekki í verkahring kvenna að sjá til þess að karlmenn beiti ekki ofbeldi. Á meðan Riddarar kærleikans knúsast á Bessastöðum eru konur raunverulega að láta lífið vegna afleiðinga kynbundins ofbeldis. Höfundur er stjórnarformaður Vitundar - Samtaka gegn kynbundnu ofbeldi. Heimildir: https://skemman.is/bitstream/1946/10724/1/26012011_Ofbeldi_a_konum.pdf https://stigamot.is/wp-content/uploads/2023/10/Stigamot_Ofbeldismenn_2023-1.pdf https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/05/22/margir_logreglumenn_eru_i_rauninni_i_tveimur_storfu/ https://www.visir.is/g/20242574201d/nidur-skurdur-skerdir-thjonustu-og-ognar-oryggi
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar