Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 7. mars 2025 21:02 Katrin Ivanova, Vanya Gaberova og Tihomir Ivanchev voru dæmd sek fyrir njósnir. AP Þrír einstaklingar frá Búlgaríu hafa gerst sekir um njósnir í Bretlandi á vegum Rússa. Þau njósnuðu meðal annars um rannsóknarblaðamenn, fyrrum stjórnmálamenn og bandaríska herstöð í Þýskalandi. Vanya Gaberova, Katrin Ivanova og Tihomir Ivanchev voru hluti af hópi sem ferðaðist um Evrópu árin 2020 til 2023 og stundaði njósnir samkvæmt umfjöllun BBC. Þau bjuggu öll í mismunandi hverfum í Lundúnum og störfuðu undir leiðsögn Orlin Roussev, Búlgara á fimmtugsaldri, þar sem þau fylgdust helst með rannsóknarblaðamönnunum Christo Grozev og Roman Dobrokhotov. Gaberova fékk það hlutverk að vingast við Grozev, sem varð ástfanginn af henni að sögn Roussev. Báðir blaðamennirnir höfðu rannsakað og fjallað um mál Alexei Navalní, þáverandi leiðtoga rússnesku stjórnarandstöðunnar, þegar honum var eitrað með taugaeitri flugvél árið 2020 og einnig um taugaeiturstilræði Sergei Skrípal, fyrrverandi njósnara, árið 2018. Grovez var eltur um alla Evrópu og fylgst var með eignum hans í Austurríki og í Búlgaríu. Hópurinn hafði þá rætt um að ræna tölvu og síma hans og kveikja í húsinu hans. Einnig ræddu þau að ræna manninum sjálfum og fara með hann til Rússlands eða myrða hann. Þau eltu einnig Dobrokhotov víða um heim og ræddi hópurinn hvort þau ættu að ræna honum og koma honum úr landi sjóleiðis. Hópurinn fylgdist einnig með Bergey Ryskaliyev, fyrrum stjórnmálamann frá Kashakstan sem hafði flúið til Bretlands. Markmiðið var að bæta tengsl Rússa við Kashakstan. Þá njósnaði hópurinn einnig um þjálfun úkraínska hermanna í bandarískri herstöð í Þýskalandi þegar Rússar voru að hefja innrás sína inn í landið árið 2022. Meðal búnaðar sem lögreglan fann voru myndavélar sem faldar voru í hálsbindum, gleraugum, Skósveinaböngsum og gervi-steinum. Breska lögreglan segir rannsóknina eina stærstu erlendu leyniþjónustuaðgerð í Bretlandi. Á meðan hópurinn njósnaði störfuðu þau einnig sem til að mynda heilbrigðisstarfsmenn, tæknistjóri hjá fjármálafyrirtæki, förðunarfræðingur og málari í Lundúnum. Þau voru öll dæmd sek um njósnir en Ivanova var einnig dæmd fyrir að vera með mikið af fölskum skilríkjum í sínum fórum. Bretland Búlgaría Rússland Mál Alexei Navalní Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Sjá meira
Vanya Gaberova, Katrin Ivanova og Tihomir Ivanchev voru hluti af hópi sem ferðaðist um Evrópu árin 2020 til 2023 og stundaði njósnir samkvæmt umfjöllun BBC. Þau bjuggu öll í mismunandi hverfum í Lundúnum og störfuðu undir leiðsögn Orlin Roussev, Búlgara á fimmtugsaldri, þar sem þau fylgdust helst með rannsóknarblaðamönnunum Christo Grozev og Roman Dobrokhotov. Gaberova fékk það hlutverk að vingast við Grozev, sem varð ástfanginn af henni að sögn Roussev. Báðir blaðamennirnir höfðu rannsakað og fjallað um mál Alexei Navalní, þáverandi leiðtoga rússnesku stjórnarandstöðunnar, þegar honum var eitrað með taugaeitri flugvél árið 2020 og einnig um taugaeiturstilræði Sergei Skrípal, fyrrverandi njósnara, árið 2018. Grovez var eltur um alla Evrópu og fylgst var með eignum hans í Austurríki og í Búlgaríu. Hópurinn hafði þá rætt um að ræna tölvu og síma hans og kveikja í húsinu hans. Einnig ræddu þau að ræna manninum sjálfum og fara með hann til Rússlands eða myrða hann. Þau eltu einnig Dobrokhotov víða um heim og ræddi hópurinn hvort þau ættu að ræna honum og koma honum úr landi sjóleiðis. Hópurinn fylgdist einnig með Bergey Ryskaliyev, fyrrum stjórnmálamann frá Kashakstan sem hafði flúið til Bretlands. Markmiðið var að bæta tengsl Rússa við Kashakstan. Þá njósnaði hópurinn einnig um þjálfun úkraínska hermanna í bandarískri herstöð í Þýskalandi þegar Rússar voru að hefja innrás sína inn í landið árið 2022. Meðal búnaðar sem lögreglan fann voru myndavélar sem faldar voru í hálsbindum, gleraugum, Skósveinaböngsum og gervi-steinum. Breska lögreglan segir rannsóknina eina stærstu erlendu leyniþjónustuaðgerð í Bretlandi. Á meðan hópurinn njósnaði störfuðu þau einnig sem til að mynda heilbrigðisstarfsmenn, tæknistjóri hjá fjármálafyrirtæki, förðunarfræðingur og málari í Lundúnum. Þau voru öll dæmd sek um njósnir en Ivanova var einnig dæmd fyrir að vera með mikið af fölskum skilríkjum í sínum fórum.
Bretland Búlgaría Rússland Mál Alexei Navalní Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Sjá meira