Skjálftar á Reykjanesi ekkert til að kippa sér upp við Auðun Georg Ólafsson skrifar 7. mars 2025 11:59 Smáskjálftar í morgun við Krýsuvík eru ekki endilega taldir tengjast atburðum við Sundhnúkagíga. Vísir/Vilhelm Steinunn Helgadóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir skjálftana í Krýsuvík sem urðu um klukkan níu í morgun ekki endilega tengjast atburðarrásinni við Sundhnúkagígaröðina. Sjö jarðskjálftar mældust í morgun norðvestur af Krýsuvík. Sá stærsti var 0,9 stig að stærð. Svæðið er mjög virkt en ekki endilega meira núna en venjulega, að sögn Steinunnar. „Þetta er svipuð staða núna og hefur verið undanfarna daga. Við erum að sjá ágæta aukningu á skjálftum við Sundhnúkagíga. Það hefur verið smá virkni við Kleifarvatn en ekkert til að kippa sér upp við,“ segir Steinunn. Í tilkynningu Veðurstofu á þriðjudag kom fram að auknar líkur væru taldar á kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi. Landris heldur áfram á svipuðum hraða og gera þarf ráð fyrir að eldgos geti hafist með skömmum fyrirvara. Líklegt er talið að kvikan komi fyrst upp á svæðinu milil Sundhnúks og Stóra-Skógfells. Síðasta gosi lauk 9. desember en Steinunn segir ekki hægt að draga sérstakar ályktanir af svo löngu hléi milli gosa. „Þetta er líklega lengsta tímabil sem hefur liðið á milli gosa en landris heldur áfram þannig að kvika heldur áfram að safnast undir Svartsengi og við erum bara að bíða og sjá hvað gerist.“ Er hægt að draga einhverjar ályktarnir af þessu og magni kvikunnar undir Svartsengi? „Nei, það er bara meiri kvika búin að safnast þar fyrir heldur en fyrir síðasta gos. Það er í raun bara það sem við erum að horfa á núna.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Skjálftavirkni fer vaxandi Skjálftavirkni við Sundhnúksgíga fer hægt vaxandi og gert er ráð fyrir að eldgos geti hafist með skömmum fyrirvara. Samkvæmt Veðurstofunni sýna mælingar að hægt hefur á landrisi á undanförnum vikum. 25. febrúar 2025 18:16 Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira
„Þetta er svipuð staða núna og hefur verið undanfarna daga. Við erum að sjá ágæta aukningu á skjálftum við Sundhnúkagíga. Það hefur verið smá virkni við Kleifarvatn en ekkert til að kippa sér upp við,“ segir Steinunn. Í tilkynningu Veðurstofu á þriðjudag kom fram að auknar líkur væru taldar á kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi. Landris heldur áfram á svipuðum hraða og gera þarf ráð fyrir að eldgos geti hafist með skömmum fyrirvara. Líklegt er talið að kvikan komi fyrst upp á svæðinu milil Sundhnúks og Stóra-Skógfells. Síðasta gosi lauk 9. desember en Steinunn segir ekki hægt að draga sérstakar ályktanir af svo löngu hléi milli gosa. „Þetta er líklega lengsta tímabil sem hefur liðið á milli gosa en landris heldur áfram þannig að kvika heldur áfram að safnast undir Svartsengi og við erum bara að bíða og sjá hvað gerist.“ Er hægt að draga einhverjar ályktarnir af þessu og magni kvikunnar undir Svartsengi? „Nei, það er bara meiri kvika búin að safnast þar fyrir heldur en fyrir síðasta gos. Það er í raun bara það sem við erum að horfa á núna.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Skjálftavirkni fer vaxandi Skjálftavirkni við Sundhnúksgíga fer hægt vaxandi og gert er ráð fyrir að eldgos geti hafist með skömmum fyrirvara. Samkvæmt Veðurstofunni sýna mælingar að hægt hefur á landrisi á undanförnum vikum. 25. febrúar 2025 18:16 Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira
Skjálftavirkni fer vaxandi Skjálftavirkni við Sundhnúksgíga fer hægt vaxandi og gert er ráð fyrir að eldgos geti hafist með skömmum fyrirvara. Samkvæmt Veðurstofunni sýna mælingar að hægt hefur á landrisi á undanförnum vikum. 25. febrúar 2025 18:16