Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 6. mars 2025 20:50 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur hótað Evrópuríkjunum með háum tollum. AP/Evan Vucci Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur frestað tollum á vörur frá Kanada og Mexíkó en einungis tveir dagar eru síðan þeir tóku gildi. Nágrannaríkin svöruðu fyrir sig með sínum eigin tollgjöldum. Tveimur sólarhringum eftir að Trump lagði háa tolla á samstarfsríkin sín tilkynnti hann, eftir símtal við Claudia Shenbaum, forseta Mexíkó, að tollgjöldum á vörur frá Mexíkó sem falla undir USMCA samninginn yrði frestað. USMCA viðskiptasamningurinn er á milli Mexíkó, Bandaríkjanna og Kanada. Klukkustundum síðar tilkynnti Trump að tollgjöldum á vörur frá Kanada yrði einnig frestað þar til í apríl. Í þessa tvo sólarhringa sem tollgjöldin voru í gildi 25 prósent tollur á allar vörur frá Mexíkó og Kanada ásamt 10 prósenta tolli á orku frá Kanada. Einnig setti hann tuttugu prósenta tollgjöld á vörur frá Kína sem er enn í gildi samkvæmt umfjöllun The Guardian. Ráðamenn í löndunum brugðust ekki vel við. Stjórnvöld í Kína sögðust meðal annars ætla „berjast til hins síðasta.“ Claudia Sheinbaum, forseti Mexíkó sagði vandamálin ekki leyst með tollum heldur með samtali. Þá kallaði Justin Trudeau tollgjöldin heimskuleg. „Það er ekki minn vani að vera sammála The Wall Street Journal. En Donald, þau benda á að jafnvel þótt að þú sért mjög klár maður er þetta mjög heimskulegur hlutur til að gera,“ sagði Trudeau á blaðamannafundi á þriðjudag sem CNN fjallaði um. Kínverjar gripu strax til gagnaðgerða og var fimmtán eða tíu prósenta tollur lagður á ýmsar vörur frá Bandaríkjunum. Trudeau sagði þá einnig að Kanada myndi bregðast við með 25 prósent tollum á fjölda vara. Tollgjöld yrðu sett á enn fleiri vörur ef að tollarnir væru enn í gildi eftir 21 dag. Hlutabréfavísitölur um allan heim fundu fyrir áhrifum ákvörðunar Trumps og Ísland þar með talið. Úrvalsvísitala Kauphallarinnar lækkaði um tæp fjögur prósent á þriðjudag. Trump hefur áður tilkynnt að hann ætlaði að setja 25 prósenta tolla á vörur sem fluttar eru frá ríkjum Evrópusambandsins. Skattar og tollar Bandaríkin Kanada Mexíkó Kína Donald Trump Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Fleiri fréttir Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Sjá meira
Tveimur sólarhringum eftir að Trump lagði háa tolla á samstarfsríkin sín tilkynnti hann, eftir símtal við Claudia Shenbaum, forseta Mexíkó, að tollgjöldum á vörur frá Mexíkó sem falla undir USMCA samninginn yrði frestað. USMCA viðskiptasamningurinn er á milli Mexíkó, Bandaríkjanna og Kanada. Klukkustundum síðar tilkynnti Trump að tollgjöldum á vörur frá Kanada yrði einnig frestað þar til í apríl. Í þessa tvo sólarhringa sem tollgjöldin voru í gildi 25 prósent tollur á allar vörur frá Mexíkó og Kanada ásamt 10 prósenta tolli á orku frá Kanada. Einnig setti hann tuttugu prósenta tollgjöld á vörur frá Kína sem er enn í gildi samkvæmt umfjöllun The Guardian. Ráðamenn í löndunum brugðust ekki vel við. Stjórnvöld í Kína sögðust meðal annars ætla „berjast til hins síðasta.“ Claudia Sheinbaum, forseti Mexíkó sagði vandamálin ekki leyst með tollum heldur með samtali. Þá kallaði Justin Trudeau tollgjöldin heimskuleg. „Það er ekki minn vani að vera sammála The Wall Street Journal. En Donald, þau benda á að jafnvel þótt að þú sért mjög klár maður er þetta mjög heimskulegur hlutur til að gera,“ sagði Trudeau á blaðamannafundi á þriðjudag sem CNN fjallaði um. Kínverjar gripu strax til gagnaðgerða og var fimmtán eða tíu prósenta tollur lagður á ýmsar vörur frá Bandaríkjunum. Trudeau sagði þá einnig að Kanada myndi bregðast við með 25 prósent tollum á fjölda vara. Tollgjöld yrðu sett á enn fleiri vörur ef að tollarnir væru enn í gildi eftir 21 dag. Hlutabréfavísitölur um allan heim fundu fyrir áhrifum ákvörðunar Trumps og Ísland þar með talið. Úrvalsvísitala Kauphallarinnar lækkaði um tæp fjögur prósent á þriðjudag. Trump hefur áður tilkynnt að hann ætlaði að setja 25 prósenta tolla á vörur sem fluttar eru frá ríkjum Evrópusambandsins.
Skattar og tollar Bandaríkin Kanada Mexíkó Kína Donald Trump Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Fleiri fréttir Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Sjá meira