Óseldir flugeldar geymdir í vel vöktuðu húsi Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 6. mars 2025 22:30 Jón Þór Víglundsson talsmaður Landsbjargar segir flugeldana geymda á öruggum stað fram að næstu áramótum. Vísir/Bjarni Hátt í þrjú hundruð vörubrettum af óseldum flugeldum björgunarsveitanna hefur verið safnað saman í nærri í tvö þúsund fermetra rammgirtu húsi þar sem þeir bíða næstu áramóta. Jón Þór Víglundsson talsmaður Landsbjargar segir allt kapp lagt á að öryggi á svæðinu sé tryggt. Á síðasta ári voru flutt inn til landsins ríflega 630 tonn af flugeldum. Stóran hluta af þeim flutti Slysavarnafélagið Landsbjörg inn. Aðeins er leyfilegt að selja og skjóta upp flugeldum nokkra daga á ári og því þarf að geyma það sem ekki selst á öruggum stað. Landsbjörg geymir flugeldana sem ekki seldust um áramótin í sérstöku húsi á höfuðborgarsvæðinu. Staðsetningu þess má ekki gefa upp en mikið eftirlit er í kringum það. Sérstakt leyfi þarf til að koma nálægt því og inn í það. „Þetta hús er sérhannað til þess að geyma flugelda. Hér er hita- og rakastýring. Við vöktum það tuttugu og fjóra sjö. Hér er aðgengi mjög skert og fáir vita af tilvist þessa húss. Við viljum geyma þetta við bestu mögulegar aðstæður því þetta er viðkvæm vara þannig sé og hún þolir ekki að vera hvar sem er,“ segir Jón Þór Víglundsson talsmaður Landsbjargar. Í húsinu eru núna hátt í þrjú hundruð bretti af flugeldum. „Flugeldasalan er okkar stærsta fjáröflun og við viljum ekki vera uppiskroppa með vöru þessa örfáu daga sem við seljum á ári. Þannig það gefur augaleið að við viljum eiga borð fyrir báru og smá lager og þá þurfum við að geyma hann einhvers staðar. Jón Þór segir allt kapp lagt á að tryggja öryggi á svæðinu. „Við notum hér lyftara sem er sérhannaður til að gefa ekki frá sér neista. Þarna inn á ekkert að fara sem gæti hugsanlega valdið eldsvoða.“ Flugeldar Björgunarsveitir Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sjá meira
Á síðasta ári voru flutt inn til landsins ríflega 630 tonn af flugeldum. Stóran hluta af þeim flutti Slysavarnafélagið Landsbjörg inn. Aðeins er leyfilegt að selja og skjóta upp flugeldum nokkra daga á ári og því þarf að geyma það sem ekki selst á öruggum stað. Landsbjörg geymir flugeldana sem ekki seldust um áramótin í sérstöku húsi á höfuðborgarsvæðinu. Staðsetningu þess má ekki gefa upp en mikið eftirlit er í kringum það. Sérstakt leyfi þarf til að koma nálægt því og inn í það. „Þetta hús er sérhannað til þess að geyma flugelda. Hér er hita- og rakastýring. Við vöktum það tuttugu og fjóra sjö. Hér er aðgengi mjög skert og fáir vita af tilvist þessa húss. Við viljum geyma þetta við bestu mögulegar aðstæður því þetta er viðkvæm vara þannig sé og hún þolir ekki að vera hvar sem er,“ segir Jón Þór Víglundsson talsmaður Landsbjargar. Í húsinu eru núna hátt í þrjú hundruð bretti af flugeldum. „Flugeldasalan er okkar stærsta fjáröflun og við viljum ekki vera uppiskroppa með vöru þessa örfáu daga sem við seljum á ári. Þannig það gefur augaleið að við viljum eiga borð fyrir báru og smá lager og þá þurfum við að geyma hann einhvers staðar. Jón Þór segir allt kapp lagt á að tryggja öryggi á svæðinu. „Við notum hér lyftara sem er sérhannaður til að gefa ekki frá sér neista. Þarna inn á ekkert að fara sem gæti hugsanlega valdið eldsvoða.“
Flugeldar Björgunarsveitir Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sjá meira