Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Auðun Georg Ólafsson skrifar 6. mars 2025 12:32 Ásthildur Lóa Þórsdóttir, mennta- og barnarmálaráðherra. Vísir/Sigurjón „Stærsti vandi leikskólanna í dag er skortur á leikskólakennurum. Og hvernig ætla einkafyrirtækin að fá leikskólakennara? Þau ætla að hækka launin þeirra. Er þetta ekki sama fólk og kvartar yfir því oft á tíðum ef laun kennara eru hækkuð,“ sagði Ásthildur Lóa Þórsdóttir, mennta- og barnamálaráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. „Er það sanngjarnt að sumir og sum börn fái menntaða leikskólakennara af því að það er fyrirtæki sem er tilbúið að borga fyrir bara þessi börn? Mér finnst það í rauninni ekki. Þarna erum við náttúrlega líka komin að því sem kennarar hafa verið að biðja um sem er jöfnun launa á milli markaða. Svo má velta fyrir sér bara gagnvart barninu: ef barn er í skóla sem er rekinn af viðkomandi fyrirtæki og foreldri missir vinnuna, hættir eða hvernig það er, er þá barnið líka rekið af leikskólanum? Það eru alls konar álitamál í þessu. Það er ekki að þetta gangi bara eins og látið er líta út fyrir,“ bætti Ásthildur Lóa við. Einar Þorsteinsson, fyrrverandi borgarstjóri, ræddi leikskólamálin á Bylgjunni í Bítinu í morgun og sagði sorglegt að ekki verði af vinnustaða-leikskólum eins og stefnt hefur verið að. Einar segir Alvotech enn geta byggt leikskóla en með yfirlýsingum nýs meirihluta væri ljóst að ekki yrði greitt með hverju barni með þjónustusamningi. Kostnaðurinn yrði því miklu meiri. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins hóf umræðuna á Alþingi í dag og minnti á að samkvæmt tölum frá skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar þá voru þann 2. júní 2024 nærri 700 börn eldri en 12 mánaða að bíða eftir plássi á leikskólum borgarinnar. Vandamálið væri til staðar víða um land og til að mæta þörfum samfélagsins þyrfti að byggja fleiri leikskóla, fjölga leikskólakennurum og öðru starfsfólki. Hún sagði meirihlutanum ekki hugnast lausnir einkaframtaksins og sú afstaða kæmi í veg fyrir að byggður yrði nýr leikskóli þar sem ætla mætti að leikskólakennarar gætu fengið betri laun. Ráðherra minnti á að hún væri ekki í borgarstjórn en ýmis álitamál væru uppi um fyrirtækjaleikskóla. „Samkvæmt þeim fregnum sem ég hef heyrt þá er það bara ekki rétt að þau ætli að banna þennan leikskóla hjá borginni. Þau ætla hins vegar ekki skilst mér að greiða með þessum börnum. Lausnir einkaframtaksins geta verið og eru gríðarlega mikilvægar en þetta þarf að skoða út frá öllum þáttum og að hér skapist ekki tvöfalt kerfi,“ sagði Ásthildur Lóa og bætti síðar við: „Leikskólar eru ekki fyrst og fremst fyrir foreldra, þeir eru fyrst og fremst fyrir börn og það eru hagsmunir barna sem við þurfum að hafa í huga.“ Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skóla- og menntamál Leikskólar Tengdar fréttir Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Nýr borgarstjórnarmeirihluti hyggst ekki veita Alvotech leyfi til að byggja leikskóla fyrir börn starfsmanna fyrirtækisins, og segir fyrirtækjaleikskóla brjóta gegn jafnræðisreglu. Oddviti Framsóknarflokksins og fyrrverandi borgarstjóri segir „afar leitt“ að ný borgarstjórn hafi ákveðið að láta „kreddustjórnmál vinstri vængsins“ ráða för í leikskólamálum. 4. mars 2025 19:25 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Fleiri fréttir Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Sjá meira
„Er það sanngjarnt að sumir og sum börn fái menntaða leikskólakennara af því að það er fyrirtæki sem er tilbúið að borga fyrir bara þessi börn? Mér finnst það í rauninni ekki. Þarna erum við náttúrlega líka komin að því sem kennarar hafa verið að biðja um sem er jöfnun launa á milli markaða. Svo má velta fyrir sér bara gagnvart barninu: ef barn er í skóla sem er rekinn af viðkomandi fyrirtæki og foreldri missir vinnuna, hættir eða hvernig það er, er þá barnið líka rekið af leikskólanum? Það eru alls konar álitamál í þessu. Það er ekki að þetta gangi bara eins og látið er líta út fyrir,“ bætti Ásthildur Lóa við. Einar Þorsteinsson, fyrrverandi borgarstjóri, ræddi leikskólamálin á Bylgjunni í Bítinu í morgun og sagði sorglegt að ekki verði af vinnustaða-leikskólum eins og stefnt hefur verið að. Einar segir Alvotech enn geta byggt leikskóla en með yfirlýsingum nýs meirihluta væri ljóst að ekki yrði greitt með hverju barni með þjónustusamningi. Kostnaðurinn yrði því miklu meiri. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins hóf umræðuna á Alþingi í dag og minnti á að samkvæmt tölum frá skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar þá voru þann 2. júní 2024 nærri 700 börn eldri en 12 mánaða að bíða eftir plássi á leikskólum borgarinnar. Vandamálið væri til staðar víða um land og til að mæta þörfum samfélagsins þyrfti að byggja fleiri leikskóla, fjölga leikskólakennurum og öðru starfsfólki. Hún sagði meirihlutanum ekki hugnast lausnir einkaframtaksins og sú afstaða kæmi í veg fyrir að byggður yrði nýr leikskóli þar sem ætla mætti að leikskólakennarar gætu fengið betri laun. Ráðherra minnti á að hún væri ekki í borgarstjórn en ýmis álitamál væru uppi um fyrirtækjaleikskóla. „Samkvæmt þeim fregnum sem ég hef heyrt þá er það bara ekki rétt að þau ætli að banna þennan leikskóla hjá borginni. Þau ætla hins vegar ekki skilst mér að greiða með þessum börnum. Lausnir einkaframtaksins geta verið og eru gríðarlega mikilvægar en þetta þarf að skoða út frá öllum þáttum og að hér skapist ekki tvöfalt kerfi,“ sagði Ásthildur Lóa og bætti síðar við: „Leikskólar eru ekki fyrst og fremst fyrir foreldra, þeir eru fyrst og fremst fyrir börn og það eru hagsmunir barna sem við þurfum að hafa í huga.“
Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skóla- og menntamál Leikskólar Tengdar fréttir Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Nýr borgarstjórnarmeirihluti hyggst ekki veita Alvotech leyfi til að byggja leikskóla fyrir börn starfsmanna fyrirtækisins, og segir fyrirtækjaleikskóla brjóta gegn jafnræðisreglu. Oddviti Framsóknarflokksins og fyrrverandi borgarstjóri segir „afar leitt“ að ný borgarstjórn hafi ákveðið að láta „kreddustjórnmál vinstri vængsins“ ráða för í leikskólamálum. 4. mars 2025 19:25 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Fleiri fréttir Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Sjá meira
Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Nýr borgarstjórnarmeirihluti hyggst ekki veita Alvotech leyfi til að byggja leikskóla fyrir börn starfsmanna fyrirtækisins, og segir fyrirtækjaleikskóla brjóta gegn jafnræðisreglu. Oddviti Framsóknarflokksins og fyrrverandi borgarstjóri segir „afar leitt“ að ný borgarstjórn hafi ákveðið að láta „kreddustjórnmál vinstri vængsins“ ráða för í leikskólamálum. 4. mars 2025 19:25