Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar 6. mars 2025 06:01 Það er eiginlega illskiljanlegt, þegar góðir menn og gegnir, skynsamir menn, tjá sig með þeim hætti, að Atlantshafsbandalagið, NATO, full aðild og þáttaka í starfi þess, sé flott mál og fínt, en full aðild að ESB slæmt eða ómögulegt áform, sem hafna beri. Það er nefnilega svo, að í grundvallaratriðum eru það nákvæmlega sömu bræðra- og vinaþjóðirnar okkar, sem standa að báðum þessum bandalögum. Í þeim skilningi er hér um nákvæmlega sama vina- og samstarfshópinn að ræða. Sömu vinirnir, sömu samherjarnir. Í báðum tilvikum eru skuldbindingar okkar miklar, við verðum um margt að fylgja sameiginlegri stefnu - m.a. leggja landið okkar til, ef þörf krefur - stefnu, sem við eigum þó fullan þátt í að móta hjá NATO, gætum líka átt hjá ESB, ef við værum þar inni, en á móti koma öryggi og margvíslegir kostir - fríðindi, tækifæri, gífurlegur markaðsaðgangur og réttindi - sem bæta hag okkar og velferð og vega miklu þyngra. Í NATO eru meðlimsríkin 32, og þau 4 evrópsku ríki, sem þar eru, en ekki í ESB, Albania, Svartfjallaland, Norður Makedónía og Tyrkland, eru með öllum krafti og öllum ráðum að reyna að komast inn í ESB líka. Í ESB eru nú 27 ríki, þar af 23 í NATO, og EES-ríkin Ísland og Noregur eru auðvitað líka í NATO. 25. Þetta er þessvegna mest sami félagsskapurinn. Hvert er svo hlutverk þessara tveggja bandalaga og hverjir eru kostirnir við aðild: - NATO gætir í stöðunni sameiginlegra varna, öryggis, sjálfstæðis og frelsis aðildarríkjanna - ESB gætir sameiginlegra mannréttinda í aðildarríkjunum - ESB gætir líka sameiginlegra efnahagsmála og velferðar þeirra - ESB gætir ennfremur öryggis fyrirtækja aðildarríkja, atvinnustarfsemi og almennings - ESB tryggir samkeppni, neytendarétt og neytendavernd í aðildarríkjunum (það hefur knúið fram sanngjörn símakjör fyrir alla ESB- og EES símanotendur, styrkt réttindi ferðamanna gagnvart flugfélögum og annarri ferðaþjónustu, tryggt neytendum sanngjörn þjónustugjöld banka, tryggt sameiginlega sjúkraþjónustu allra ESB og EES borgara o.s.frv.) - ESB gegnir forystuhlutverki í því, að tryggja þegnum aðildarríkjanna frelsi til orðs og æðis og mest mögulegt lýðræði í álfunni - ESB ver þegna aðildarríka gegn einokun og markaðsmisnotkun stórfyrirtækja og alþjóðlegra auðhringja - ESB er leiðandi afl í uppbyggingu menntunar og menningar í aðildarríkjunum - ESB leiðir tæknilega framþróun, innleiðingu stafrænna lausna og fjármögnun framtíðartækni í aðildarríkjunum - ESB gegnir algjöru forystuhlutverkir meðal aðildarríkjanna, hvað varðar umhverfisvernd og minnkun mengunar og eiturefna, spillingu lofts, láðs og lagar, eyðingu dýra, náttúru og skóglendis, ekki bara í Evrópu, heldur um allan heim. Nú er það auðvitað svo, að Bandaríkin og Kanada eru líka í NATO, án þess að vera í ESB. Náinn viðskipta- og samvinnusamningur, fríverzlunarsamningur, er hins vegar kominn á milli ESB og Kanada, sem tók 7 ár að fullgera. Þar eru tengsl orðin mjög náin, þó að haf sé á milli. Má nánast líta á Kanada sem auka-ESB-aðildarríki. Svipaður viðskipta- og samstarfssamningur var í burðaliðunum milli ESB og USA, með Obama sat þar við stjórnvölinn. Í því gerðist fátt í tíð Bidens, og nú er kominn þar annar maður við stjórnvölinn, sem ekki mun tengja og sameina, heildur rjúfa, kljúfa og spilla. Setja allt, sem var gott, í algjört uppnám. Í augum undirritaðs er hér á ferðinni makalaust fífl. Í raun er líklegt, að NATO muni standa uppi án BNA, áður en langt um líður. Þessi þróun og staða er endanleg staðfesting á þeirri þörf, að Evrópa, nú ESB og NATO, bæði bandalögin með höfuðstöðvar í Brüssel, verði að tryggja eigin evrópskar lausnir og framtíðarvelferð, hagsmuni og öryggi, þar sem augljóst er, að valdataka manns, eins og Donalds Trump, getur aftur átt sér stað í USA. Það er ekkert lengur á BNA að treysta! Þessi uppbygging evrópskrar varnar- og hernaðargetu er nú þegar hafin, og verður það ESB, sem mun leiða hana, ekki NATO. ESB hefur eigin fjárhag, eigin getu til fjármögnunar og uppbyggingu stórra framkvæmdasjóða, sem efnahagsbandalag, en NATO ekki. NATO hefur ekki eigin fjárhag, nema til síns stjórnunar/reksturs, en er að öðru leyti háð framlagi aðildarríkjanna með vopn, verjur, herafla varnarfjármuni. Von der Leyen var á dögunum að lýsa yfir því áformi framkvæmdastjórnar ESB, að byggja upp gífurlega sterkan sjóð, 500 milljarða Evra, til að efla og styrkja varnar- og hernaðargetu ESB-ríkjanna. Nýtt kanslaraefni í Þýzklandi, Friedrich Merz, og ný ríkisstjórn Þýzkalands ætla líka að taka risaskref, m.a. með því að fjárfesta 300 milljörðum Evra í uppbyggingu og styrkingu þýzka hersins. Til hliðar við það, er svo stefnt á að innleiða herskyldu í Þýzkalandi aftur. Það má minna á það hér, að lengi vel eftir seinni heimsstyrjöld var Þjóðverjum meinað, að byggja upp herstyrk. BNA, Bretland og Frakkar höfðu þar allir sínar eigin herstöðvar, um áratuga skeið, einmitt til að halda Þóðverjum niðri, og eru BNA enn með 4 herstöðvar þar. Þær munu væntanlega hverfa, verða lagðar niður, og er það vel. ESB verður því vaxandi kjarni Evrópu, hryggjarstykkið, í öllu tilliti, menningarlegu, viðskipta- og efnahagslegu og varnar- og hernaðarlegu, á komandi árum. NATO kynni að hverfa. T.a.m. Írland virðist skilja þetta nú þegar; er bara aðili að ESB, ekki að NATO. Það er mikilvægt, að allir hér, sem með þessi mál fara og þykjast nokkuð um þau vita, þó það sé ekki einhlítt, skilji þetta! Allir þeir, sem hafa verið hlynntir aðild okkar að NATO, þar sem við höfum fullan aðgang að umræðu og ákvörðunum, getum látið rödd okkar heyrast, ættu nú að styðja fulla aðild okkar að ESB, með sama hætti, en ávinningur okkar af fullri aðild þar er í raun ennþá eða langtum meiri og mikilvægari. Með fullri aðild, fengjum við 6 menn á Evrópuþingið og okkar eigin kommissar, ráðherra, af þá 28 í framkvæmdastjórninni, en allar aðildarþjóðirnar hafa bara einn ráðherra hver, líka Þjóðverjar, Frakkar og Ítalir. Ef við sendum svo góðan mann, eða konu (þó að þær séu auðvitað líka menn), til Brüssel, er ekki loku fyrir það skotið, að okkar fulltrúi gæti orðið forseti framkvæmdastjórnarinnar, á sama hátt og Jean-Claude Juncker, frá öðru smáríki, Lúxembúrg, var um langt árabil forseti og með honum á valdastóli Donald Tusk, frá Pólandi, sem heldur ekki er eitt af stærstu ESB-ríkjunum. Þar áður var José Manuel Barroso, frá Portugal, 10 milljón manna landi, forseti framkvæmdastjórnarinnar, og nú er forseti Evrópuþingsins frá smáríkinu Möltu, Roberta Metsola, en ESB velur ekki menn í valdastöður eftir stærð eða fjölmenni landanna, sem þeir koma frá, heldur eftir hæfileikum, kostum og getu einstaklingsins. Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt NATO Evrópusambandið Öryggis- og varnarmál Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Það er eiginlega illskiljanlegt, þegar góðir menn og gegnir, skynsamir menn, tjá sig með þeim hætti, að Atlantshafsbandalagið, NATO, full aðild og þáttaka í starfi þess, sé flott mál og fínt, en full aðild að ESB slæmt eða ómögulegt áform, sem hafna beri. Það er nefnilega svo, að í grundvallaratriðum eru það nákvæmlega sömu bræðra- og vinaþjóðirnar okkar, sem standa að báðum þessum bandalögum. Í þeim skilningi er hér um nákvæmlega sama vina- og samstarfshópinn að ræða. Sömu vinirnir, sömu samherjarnir. Í báðum tilvikum eru skuldbindingar okkar miklar, við verðum um margt að fylgja sameiginlegri stefnu - m.a. leggja landið okkar til, ef þörf krefur - stefnu, sem við eigum þó fullan þátt í að móta hjá NATO, gætum líka átt hjá ESB, ef við værum þar inni, en á móti koma öryggi og margvíslegir kostir - fríðindi, tækifæri, gífurlegur markaðsaðgangur og réttindi - sem bæta hag okkar og velferð og vega miklu þyngra. Í NATO eru meðlimsríkin 32, og þau 4 evrópsku ríki, sem þar eru, en ekki í ESB, Albania, Svartfjallaland, Norður Makedónía og Tyrkland, eru með öllum krafti og öllum ráðum að reyna að komast inn í ESB líka. Í ESB eru nú 27 ríki, þar af 23 í NATO, og EES-ríkin Ísland og Noregur eru auðvitað líka í NATO. 25. Þetta er þessvegna mest sami félagsskapurinn. Hvert er svo hlutverk þessara tveggja bandalaga og hverjir eru kostirnir við aðild: - NATO gætir í stöðunni sameiginlegra varna, öryggis, sjálfstæðis og frelsis aðildarríkjanna - ESB gætir sameiginlegra mannréttinda í aðildarríkjunum - ESB gætir líka sameiginlegra efnahagsmála og velferðar þeirra - ESB gætir ennfremur öryggis fyrirtækja aðildarríkja, atvinnustarfsemi og almennings - ESB tryggir samkeppni, neytendarétt og neytendavernd í aðildarríkjunum (það hefur knúið fram sanngjörn símakjör fyrir alla ESB- og EES símanotendur, styrkt réttindi ferðamanna gagnvart flugfélögum og annarri ferðaþjónustu, tryggt neytendum sanngjörn þjónustugjöld banka, tryggt sameiginlega sjúkraþjónustu allra ESB og EES borgara o.s.frv.) - ESB gegnir forystuhlutverki í því, að tryggja þegnum aðildarríkjanna frelsi til orðs og æðis og mest mögulegt lýðræði í álfunni - ESB ver þegna aðildarríka gegn einokun og markaðsmisnotkun stórfyrirtækja og alþjóðlegra auðhringja - ESB er leiðandi afl í uppbyggingu menntunar og menningar í aðildarríkjunum - ESB leiðir tæknilega framþróun, innleiðingu stafrænna lausna og fjármögnun framtíðartækni í aðildarríkjunum - ESB gegnir algjöru forystuhlutverkir meðal aðildarríkjanna, hvað varðar umhverfisvernd og minnkun mengunar og eiturefna, spillingu lofts, láðs og lagar, eyðingu dýra, náttúru og skóglendis, ekki bara í Evrópu, heldur um allan heim. Nú er það auðvitað svo, að Bandaríkin og Kanada eru líka í NATO, án þess að vera í ESB. Náinn viðskipta- og samvinnusamningur, fríverzlunarsamningur, er hins vegar kominn á milli ESB og Kanada, sem tók 7 ár að fullgera. Þar eru tengsl orðin mjög náin, þó að haf sé á milli. Má nánast líta á Kanada sem auka-ESB-aðildarríki. Svipaður viðskipta- og samstarfssamningur var í burðaliðunum milli ESB og USA, með Obama sat þar við stjórnvölinn. Í því gerðist fátt í tíð Bidens, og nú er kominn þar annar maður við stjórnvölinn, sem ekki mun tengja og sameina, heildur rjúfa, kljúfa og spilla. Setja allt, sem var gott, í algjört uppnám. Í augum undirritaðs er hér á ferðinni makalaust fífl. Í raun er líklegt, að NATO muni standa uppi án BNA, áður en langt um líður. Þessi þróun og staða er endanleg staðfesting á þeirri þörf, að Evrópa, nú ESB og NATO, bæði bandalögin með höfuðstöðvar í Brüssel, verði að tryggja eigin evrópskar lausnir og framtíðarvelferð, hagsmuni og öryggi, þar sem augljóst er, að valdataka manns, eins og Donalds Trump, getur aftur átt sér stað í USA. Það er ekkert lengur á BNA að treysta! Þessi uppbygging evrópskrar varnar- og hernaðargetu er nú þegar hafin, og verður það ESB, sem mun leiða hana, ekki NATO. ESB hefur eigin fjárhag, eigin getu til fjármögnunar og uppbyggingu stórra framkvæmdasjóða, sem efnahagsbandalag, en NATO ekki. NATO hefur ekki eigin fjárhag, nema til síns stjórnunar/reksturs, en er að öðru leyti háð framlagi aðildarríkjanna með vopn, verjur, herafla varnarfjármuni. Von der Leyen var á dögunum að lýsa yfir því áformi framkvæmdastjórnar ESB, að byggja upp gífurlega sterkan sjóð, 500 milljarða Evra, til að efla og styrkja varnar- og hernaðargetu ESB-ríkjanna. Nýtt kanslaraefni í Þýzklandi, Friedrich Merz, og ný ríkisstjórn Þýzkalands ætla líka að taka risaskref, m.a. með því að fjárfesta 300 milljörðum Evra í uppbyggingu og styrkingu þýzka hersins. Til hliðar við það, er svo stefnt á að innleiða herskyldu í Þýzkalandi aftur. Það má minna á það hér, að lengi vel eftir seinni heimsstyrjöld var Þjóðverjum meinað, að byggja upp herstyrk. BNA, Bretland og Frakkar höfðu þar allir sínar eigin herstöðvar, um áratuga skeið, einmitt til að halda Þóðverjum niðri, og eru BNA enn með 4 herstöðvar þar. Þær munu væntanlega hverfa, verða lagðar niður, og er það vel. ESB verður því vaxandi kjarni Evrópu, hryggjarstykkið, í öllu tilliti, menningarlegu, viðskipta- og efnahagslegu og varnar- og hernaðarlegu, á komandi árum. NATO kynni að hverfa. T.a.m. Írland virðist skilja þetta nú þegar; er bara aðili að ESB, ekki að NATO. Það er mikilvægt, að allir hér, sem með þessi mál fara og þykjast nokkuð um þau vita, þó það sé ekki einhlítt, skilji þetta! Allir þeir, sem hafa verið hlynntir aðild okkar að NATO, þar sem við höfum fullan aðgang að umræðu og ákvörðunum, getum látið rödd okkar heyrast, ættu nú að styðja fulla aðild okkar að ESB, með sama hætti, en ávinningur okkar af fullri aðild þar er í raun ennþá eða langtum meiri og mikilvægari. Með fullri aðild, fengjum við 6 menn á Evrópuþingið og okkar eigin kommissar, ráðherra, af þá 28 í framkvæmdastjórninni, en allar aðildarþjóðirnar hafa bara einn ráðherra hver, líka Þjóðverjar, Frakkar og Ítalir. Ef við sendum svo góðan mann, eða konu (þó að þær séu auðvitað líka menn), til Brüssel, er ekki loku fyrir það skotið, að okkar fulltrúi gæti orðið forseti framkvæmdastjórnarinnar, á sama hátt og Jean-Claude Juncker, frá öðru smáríki, Lúxembúrg, var um langt árabil forseti og með honum á valdastóli Donald Tusk, frá Pólandi, sem heldur ekki er eitt af stærstu ESB-ríkjunum. Þar áður var José Manuel Barroso, frá Portugal, 10 milljón manna landi, forseti framkvæmdastjórnarinnar, og nú er forseti Evrópuþingsins frá smáríkinu Möltu, Roberta Metsola, en ESB velur ekki menn í valdastöður eftir stærð eða fjölmenni landanna, sem þeir koma frá, heldur eftir hæfileikum, kostum og getu einstaklingsins. Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun