Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Jón Þór Stefánsson skrifar 5. mars 2025 21:20 Anna Kristín skilur eftir sig eiginmann og þrjú börn. Leikkonan Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin 76 ára að aldri. Anna Kristín fæddist þann 16. júlí 1948 á Böggvistöðum í Svarfaðardal og var hún dóttir Kristjönu Margrétar Sigurpálsdóttur og Arngríms Stefánssonar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðstandendum hennar. Anna Kristín ólst upp á Dalvík en flutti suður til Reykjavíkur og fór í Leiklistarskóla Leikfélags Reykjavíkur eftir landspróf 1965, nýorðin sautján ára, og lauk þaðan prófi 1968. Hún hóf í raun leiklistarferilinn áður en hún útskrifaðist þegar hún lék í fyrsta íslenska sjónvarpsleikritinu, Romm handa Rósalind eftir Jökul Jakobsson. Eftir námið lék hún hjá Leikfélagi Reykjavíkur til ársins 1973 þegar hún réðst til Þjóðleikhússins. Þar starfaði hún allt til ársins 2011. Anna Kristín tók þátt í fjölda leiksýninga á ferlinum. Þar má meðal annars nefna: Ímyndunarveikina, Með vífið í lúkunum, Amadeus, Vesalingana, Náttbólið, Lé konung, Stór og smár, Silfurtunglið, Oresteia Æskýlosar, Mávinn og Kæru Jelenu. Um frammistöðu Önnu Kristínar í Stóru og Smáu sagði í DV árið 1988 að trúlega væri um að ræða stærsta kvenhlutverk sem flutt hefði verið á íslensku leiksviði. Umfjöllun DV um Stórt og smátt laugardaginn 10. desember 1988.Tímarit.is Af leikverkum utan Þjóðleikhússins má nefna Master Class - María Callas á sviði Íslensku óperunnar, Ferjan í Borgarleikhúsinu, Róðarí og Ég lifi enn í Tjarnarbíói. Hún var einnig virkur meðlimur 50+ leikhópsins. „Hin miðlæga persóna er leikin af Önnu Kristínu; flókið hlutverk en hún er horfin á innri svið, þar sem ótti og ofsóknaræði ræður ríkjum. Anna Kristín tók þetta hlutverk alla leið – og það gekk upp. Persónan holdgerðist í henni, hugur og líkami sameinaðist í túlkun og magnað að sjá það birtast í líkama og texta,“ skrifaði Jakob Bjarnar um frammistöðu Önnu Kristínar í Róðarí árið 2014. Á leikferlinum lék Anna Kristín í meira en hundrað útvarpsverkum auk kvikmynda- og sjónvarpsverkefna. Anna Kristín var tilnefnd til menningarverðlauna DV og hlaut Stefaníustjakann fyrir störf sín í leiklist. Sambýlismaður Önnu Kristínar er Úlfar Þormóðsson. Börn hennar eru Garðar Svavar Gíslason, Brynja Valdís Gísladóttir og Matthildur Anna Gísladóttir. Andlát Leikhús Menning Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðstandendum hennar. Anna Kristín ólst upp á Dalvík en flutti suður til Reykjavíkur og fór í Leiklistarskóla Leikfélags Reykjavíkur eftir landspróf 1965, nýorðin sautján ára, og lauk þaðan prófi 1968. Hún hóf í raun leiklistarferilinn áður en hún útskrifaðist þegar hún lék í fyrsta íslenska sjónvarpsleikritinu, Romm handa Rósalind eftir Jökul Jakobsson. Eftir námið lék hún hjá Leikfélagi Reykjavíkur til ársins 1973 þegar hún réðst til Þjóðleikhússins. Þar starfaði hún allt til ársins 2011. Anna Kristín tók þátt í fjölda leiksýninga á ferlinum. Þar má meðal annars nefna: Ímyndunarveikina, Með vífið í lúkunum, Amadeus, Vesalingana, Náttbólið, Lé konung, Stór og smár, Silfurtunglið, Oresteia Æskýlosar, Mávinn og Kæru Jelenu. Um frammistöðu Önnu Kristínar í Stóru og Smáu sagði í DV árið 1988 að trúlega væri um að ræða stærsta kvenhlutverk sem flutt hefði verið á íslensku leiksviði. Umfjöllun DV um Stórt og smátt laugardaginn 10. desember 1988.Tímarit.is Af leikverkum utan Þjóðleikhússins má nefna Master Class - María Callas á sviði Íslensku óperunnar, Ferjan í Borgarleikhúsinu, Róðarí og Ég lifi enn í Tjarnarbíói. Hún var einnig virkur meðlimur 50+ leikhópsins. „Hin miðlæga persóna er leikin af Önnu Kristínu; flókið hlutverk en hún er horfin á innri svið, þar sem ótti og ofsóknaræði ræður ríkjum. Anna Kristín tók þetta hlutverk alla leið – og það gekk upp. Persónan holdgerðist í henni, hugur og líkami sameinaðist í túlkun og magnað að sjá það birtast í líkama og texta,“ skrifaði Jakob Bjarnar um frammistöðu Önnu Kristínar í Róðarí árið 2014. Á leikferlinum lék Anna Kristín í meira en hundrað útvarpsverkum auk kvikmynda- og sjónvarpsverkefna. Anna Kristín var tilnefnd til menningarverðlauna DV og hlaut Stefaníustjakann fyrir störf sín í leiklist. Sambýlismaður Önnu Kristínar er Úlfar Þormóðsson. Börn hennar eru Garðar Svavar Gíslason, Brynja Valdís Gísladóttir og Matthildur Anna Gísladóttir.
Andlát Leikhús Menning Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Sjá meira