Daníel stekkur á EM í kvöld: „Legg allt í sölurnar á brautinni“ Aron Guðmundsson skrifar 6. mars 2025 07:30 Daníel Ingi Egilsson, Íslandsmethafi í langstökki Íslandsmethafinn í langstökki, Daníel Ingi Egilsson, sér ekki eftir því að hafa tekið stökkið út til Svíþjóðar í fyrra, þó svo að dvölin þar hafi verið einmanaleg og árangurinn ekki eins og hann vildi. Þolinmæði þrautir vinnur allar og í kvöld hefur hann leika á EM. Síðasta ár var viðburðaríkt fyrir Daníel. Hann stórbætti meðal annars þrjátíu ára gamalt Íslandsmet Jóns Arnars Magnússonar í langstökki og tók síðan metnaðarfullt og spennandi skref út til Svíþjóðar þar sem að hann æfir nú handleiðslu hins reynslumikla Yannick Tregaro sem hefur þjálfað íþróttafólk til gullverðlauna á Ólympíuleikum sem og heims- og Evrópumeistaramótum. „Þetta er búið að vera mjög gaman en er erfiðara sagt en gert,“ segir Daníel í samtali við íþróttadeild. „Maður getur fundið fyrir smá einmanaleika sökum þess að búa einn þarna úti. Þar hefur maður ekki sitt hefðbundna umhverfi og því hefur það tekið smá á og verið erfitt. Maður aðlagast þessu á endanum, þarf að gefa þessu smá tíma. Á heildina litið hefur þetta samt verið skemmtilegt og gaman. Ég sé ekki eftir að hafa gert þessar breytingar en þarf á sama tíma að gefa þessu aðeins lengri tíma og sjá hvað gerist.“ „Ég er búinn að vera í smá lægð árangurslega séð. Það er gott að vera með gott fólk í kringum sig sem segir að maður þurfi að gefa þessu tíma og vera þolinmóður. Sem er alveg rétt því breytingar hafa mikil áhrif á mann þó svo að maður geri sér ekki grein fyrir því. Daníel hefur leika á Evrópumótinu innanhúss í kvöld og er vel stemmdur. „Undirbúningurinn fyrir það er í gangi núna. Markmiðið að gera sitt allra besta. Væri frábært að geta komist í úrslit en ég ætla ekki að svekkja mig þótt ég komist ekki í úrslit því að þetta er bara mitt annað stórmót. Maður er bara rétt að byrja. Maður gerir sitt allra besta úti, leggur allt í sölurnar á brautinni.“ Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Daníel stórbætti þrjátíu ára Íslandsmet Jóns Arnars Daníel Ingi Egilsson varð í dag Norðurlandameistari í langstökki á nýju Íslandsmeti. Hann stórbætti þrjátíu ára gamalt Íslandsmet Jóns Arnars Magnússonar í greininni. 19. maí 2024 14:01 Mest lesið Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Fleiri fréttir Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Snævar setti heimsmet Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Sjá meira
Síðasta ár var viðburðaríkt fyrir Daníel. Hann stórbætti meðal annars þrjátíu ára gamalt Íslandsmet Jóns Arnars Magnússonar í langstökki og tók síðan metnaðarfullt og spennandi skref út til Svíþjóðar þar sem að hann æfir nú handleiðslu hins reynslumikla Yannick Tregaro sem hefur þjálfað íþróttafólk til gullverðlauna á Ólympíuleikum sem og heims- og Evrópumeistaramótum. „Þetta er búið að vera mjög gaman en er erfiðara sagt en gert,“ segir Daníel í samtali við íþróttadeild. „Maður getur fundið fyrir smá einmanaleika sökum þess að búa einn þarna úti. Þar hefur maður ekki sitt hefðbundna umhverfi og því hefur það tekið smá á og verið erfitt. Maður aðlagast þessu á endanum, þarf að gefa þessu smá tíma. Á heildina litið hefur þetta samt verið skemmtilegt og gaman. Ég sé ekki eftir að hafa gert þessar breytingar en þarf á sama tíma að gefa þessu aðeins lengri tíma og sjá hvað gerist.“ „Ég er búinn að vera í smá lægð árangurslega séð. Það er gott að vera með gott fólk í kringum sig sem segir að maður þurfi að gefa þessu tíma og vera þolinmóður. Sem er alveg rétt því breytingar hafa mikil áhrif á mann þó svo að maður geri sér ekki grein fyrir því. Daníel hefur leika á Evrópumótinu innanhúss í kvöld og er vel stemmdur. „Undirbúningurinn fyrir það er í gangi núna. Markmiðið að gera sitt allra besta. Væri frábært að geta komist í úrslit en ég ætla ekki að svekkja mig þótt ég komist ekki í úrslit því að þetta er bara mitt annað stórmót. Maður er bara rétt að byrja. Maður gerir sitt allra besta úti, leggur allt í sölurnar á brautinni.“
Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Daníel stórbætti þrjátíu ára Íslandsmet Jóns Arnars Daníel Ingi Egilsson varð í dag Norðurlandameistari í langstökki á nýju Íslandsmeti. Hann stórbætti þrjátíu ára gamalt Íslandsmet Jóns Arnars Magnússonar í greininni. 19. maí 2024 14:01 Mest lesið Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Fleiri fréttir Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Snævar setti heimsmet Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Sjá meira
Daníel stórbætti þrjátíu ára Íslandsmet Jóns Arnars Daníel Ingi Egilsson varð í dag Norðurlandameistari í langstökki á nýju Íslandsmeti. Hann stórbætti þrjátíu ára gamalt Íslandsmet Jóns Arnars Magnússonar í greininni. 19. maí 2024 14:01