Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Atli Ísleifsson skrifar 5. mars 2025 08:56 Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir margar tillögurnar hljóma mjög kunnuglega í sín eyru. Vísir/Vilhelm Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, segist munu styðja allar þær hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar sem miði að því að minnka ríkisrekstur hér á landi og draga úr ríkisbákninu. Þó spyr hún hvort að tillögurnar feli í sér raunverulega hagræðingu eða tilfærslu á útgjöldum. Tillögur hagræðingarhóps ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra voru kynntar í gær og kom fram að hægt væri að spara að minnsta kosti sjötíu milljarða króna í ríkisrekstrinum næstu fjögur árin. Kynntar voru sextíu hagræðingartillögur, en forsætisráðherra skipaði hagræðingarhópinn í lok janúar til að fara yfir um tíu þúsund hagræðingartillögur sem sendar voru inn í samráðsgátt stjórnvalda. Kunnuglegar tillögur Guðrún sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að hún væri búin að renna yfir tillögurnar og fylgdist sömuleiðis með blaðamannafundinum. „Ég auðvitað fagna öllum þeim tillögum sem koma fram um það að minnka ríkisrekstur og minnka báknið hér á landi. En maður getur auðvitað líka spurt sig að því: Er þetta raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum,“ spyr Guðrún. Hún segir að þarna séu margar tillögur sem að hljómi mjög kunnuglega í sín eyru. „Þarna eru til dæmis hagræðingartillögur sem ég var með á þingmálaskrá hjá mér fyrir áramót eins og til dæmis sameining héraðsdómstólanna. Þarna er verið að tala um sameiningu háskóla, sameiningu lögregluembætta og margt annað sem Sjálfstæðismenn hafa talað fyrir í mjög mörg ár. Eins og til dæmis að minnka gullhúðun.“ Ríkisreksturinn þjóni borgurunum en ekki kerfinu Guðrún segist sömuleiðis benda á að þetta séu enn sem komið er bara tillögur. „Það er talað um sjötíu milljarða á fjórum eða fimm árum. Það á algerlega eftir að taka þessar tillögur, fara með þær inn í vinnuhóp og verðmeta þær. Þannig að þessi tala er nú ekki meitluð í stein.“ En munið þið styðja tillögur sem koma þarna fram, tillögur sem þið Sjálfstæðismenn hafi áður lagt fram? „Við Sjálfstæðismenn munum að sjálfsögðu styðja allar góðar tillögur í þá veruna að minnka ríkisrekstur, ná fram hagræðingu. Ég vil líka fá að nefna í blálokin að þessar tillögur þær eiga ekki að miða að því bara að hagræðingu heldur eiga þær að miða að því að ríkisrekstur á Íslandi sé minni, hann sé skilvirkur og hann þjóni borgurunum fyrst og síðast en ekki kerfinu,“ segir Guðrún. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Rekstur hins opinbera Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Hægt væri að spara að minnsta kosti sjötíu milljarða króna í rekstri ríkissjóðs næstu fjögur ár samkvæmt tillögum hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar. Forsætisráðherra segir hægt að byrja strax á að sameina lögregluembætti. Þá hefur hún ákveðið að afnema handhafalaun vegna forsetavalds. 4. mars 2025 20:02 Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Forsætisráðherra, fjármálaráðherra og formaður hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar kynntu sextíu hagræðingartillögur hópsins á blaðamannafundi rétt í þessu. Ráðgert er að tillögurnar geti falið í sér sparnað upp á 71 milljarð króna á árunum 2026 til 2030. 4. mars 2025 15:27 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Tillögur hagræðingarhóps ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra voru kynntar í gær og kom fram að hægt væri að spara að minnsta kosti sjötíu milljarða króna í ríkisrekstrinum næstu fjögur árin. Kynntar voru sextíu hagræðingartillögur, en forsætisráðherra skipaði hagræðingarhópinn í lok janúar til að fara yfir um tíu þúsund hagræðingartillögur sem sendar voru inn í samráðsgátt stjórnvalda. Kunnuglegar tillögur Guðrún sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að hún væri búin að renna yfir tillögurnar og fylgdist sömuleiðis með blaðamannafundinum. „Ég auðvitað fagna öllum þeim tillögum sem koma fram um það að minnka ríkisrekstur og minnka báknið hér á landi. En maður getur auðvitað líka spurt sig að því: Er þetta raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum,“ spyr Guðrún. Hún segir að þarna séu margar tillögur sem að hljómi mjög kunnuglega í sín eyru. „Þarna eru til dæmis hagræðingartillögur sem ég var með á þingmálaskrá hjá mér fyrir áramót eins og til dæmis sameining héraðsdómstólanna. Þarna er verið að tala um sameiningu háskóla, sameiningu lögregluembætta og margt annað sem Sjálfstæðismenn hafa talað fyrir í mjög mörg ár. Eins og til dæmis að minnka gullhúðun.“ Ríkisreksturinn þjóni borgurunum en ekki kerfinu Guðrún segist sömuleiðis benda á að þetta séu enn sem komið er bara tillögur. „Það er talað um sjötíu milljarða á fjórum eða fimm árum. Það á algerlega eftir að taka þessar tillögur, fara með þær inn í vinnuhóp og verðmeta þær. Þannig að þessi tala er nú ekki meitluð í stein.“ En munið þið styðja tillögur sem koma þarna fram, tillögur sem þið Sjálfstæðismenn hafi áður lagt fram? „Við Sjálfstæðismenn munum að sjálfsögðu styðja allar góðar tillögur í þá veruna að minnka ríkisrekstur, ná fram hagræðingu. Ég vil líka fá að nefna í blálokin að þessar tillögur þær eiga ekki að miða að því bara að hagræðingu heldur eiga þær að miða að því að ríkisrekstur á Íslandi sé minni, hann sé skilvirkur og hann þjóni borgurunum fyrst og síðast en ekki kerfinu,“ segir Guðrún.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Rekstur hins opinbera Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Hægt væri að spara að minnsta kosti sjötíu milljarða króna í rekstri ríkissjóðs næstu fjögur ár samkvæmt tillögum hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar. Forsætisráðherra segir hægt að byrja strax á að sameina lögregluembætti. Þá hefur hún ákveðið að afnema handhafalaun vegna forsetavalds. 4. mars 2025 20:02 Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Forsætisráðherra, fjármálaráðherra og formaður hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar kynntu sextíu hagræðingartillögur hópsins á blaðamannafundi rétt í þessu. Ráðgert er að tillögurnar geti falið í sér sparnað upp á 71 milljarð króna á árunum 2026 til 2030. 4. mars 2025 15:27 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Hægt væri að spara að minnsta kosti sjötíu milljarða króna í rekstri ríkissjóðs næstu fjögur ár samkvæmt tillögum hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar. Forsætisráðherra segir hægt að byrja strax á að sameina lögregluembætti. Þá hefur hún ákveðið að afnema handhafalaun vegna forsetavalds. 4. mars 2025 20:02
Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Forsætisráðherra, fjármálaráðherra og formaður hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar kynntu sextíu hagræðingartillögur hópsins á blaðamannafundi rétt í þessu. Ráðgert er að tillögurnar geti falið í sér sparnað upp á 71 milljarð króna á árunum 2026 til 2030. 4. mars 2025 15:27