Er seinnivélin komin? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar 4. mars 2025 21:32 Þegar tengdadóttir mín flutti vestur á Ísafjörð úr Garðabæ, fannst henni áberandi hvað fólk var upptekið af fluginu, hvort væri flugveður, yrði flogið eða það fellt niður. Jafnvel þótt fólk væri ekki að fara nýta sér þessa þjónustu í það skipti. Á Ísafirði er þetta umræðuefni ágæt opnun á samskipti manna á milli í Nettó, flestir eru meðvitaðir og eru tilbúnir í samtalið. Flugsamgöngur við Vestfirði eru íbúum mjög mikilvægar, líka þótt samgöngur landleiðis hafi farið batnandi síðustu áratug. Þetta er einu almenningssamgöngurnar á norðanverðum Vestfjörðum við aðra landshluta. Samgöngubætur á láði hafa stórbatnað undanfarin áratug þótt eitthvað sé í land þá sjáum við, sem búum á norðanverðum Vestfjörðum fram á að i allra nánustu framtíð að hafa um tvær leiðir að velja þegar við viljum aka uppbyggðan nútímaveg út úr fjórðungnum. Þegar uppbygging leiðarinnar frá Ísafirði yfir Dynjandisheiðina, suður í gegnum Gufudalssveit verður lokið á eru 400 kílómetrar frá Ísafirði niður í Vatnsmýrina í Reykjavík. Það er framför en samt sem áður þurfum við tryggt flug sem almenningssamgöngurvið svæðið. Auk þess er nauðsynlegt að tryggja rekstur flugvallarins á Ísafirði vegna sjúkraflugs, sá kostnaður leggst ekki niður þar sem sjúkraflugi hefur fjölgað verulega síðustu árin og má búast við að þeim fjölgi enn frekar. Alltaf eru einhverjir sem eiga ekki kost á að aka þessa leið. Börn á leið til forsjáraðila, fólk að sækja sér heilbrigðisþjónustu o.s.frv. Þá eru einhverjir dagar á ári sem aðstæður eru þannig að allir leiðar eru ófærar vegna snjóa en hægt að fljúga. Flugvöllurinn á Ísafirði Þeir sem hafa flogið til og frá Ísafirði þekkja vel að aðstæður til lendingar eru viðkvæmar og í raun er flugvöllurinn á Ísafirði á undanþágu vegna öryggis og hvað ef sú undanþága fæst ekki lengur? Guðjón Brjánsson fyrrverandi þingmaður NV kjördæmis lagði fram þingsályktun á Alþingi árið 2018 sem ég studdi um að ráðist yrði í staðarvalskönnun fyrir nýjan flugvöll fyrir Vestfjarðafjórðung, sú tillaga náði því miður ekki í gegn. Með bættum samgöngum innan fjórðungsins er fyrir löngu komin tími til að ráðast í slíka framkvæmd. Það er staðreynd að til að finna öruggasta flugvallarstæðið þarf að fara út úr þröngum fjörðum Vestfjarða til að tryggja bestu lendingaaðstæður. Fólki er tíðrætt um Þingeyrarflugvöll en staðreyndin er að þar eru ekki nægjanlega góð skilyrði fremur en á Ísafirði. Flugvöllurinn á Þingeyri er sjónflugsvöllurinn og ekki hægt að fljúga blindaðflug vegna fjalla í grennd. Enn fremur er brautin í vestanverðum Dýrafirði, nærri hæsta og krappasta fjallgarði á Vestfjörðum. Höldum fluginu á lofti Það er ekkert heilagt að Icelandair fljúgi hingað vestur heldur er það mikilvægt að flugið sé tryggt. Náði seinni vélin að lenda? Þegar spurt er að þessu ertu orðin Ísfirðingur, tengdadóttir mín er nú í fæðingarorlofi á Seljalandsveginum á Ísafirði með gott útsýni yfir flugvöllinn og þegar ég renni við þá er það fastur liður að fara yfir hvernig flugið hafi gengið þann daginn. Jú hún á orðið lögheimili þar ásamt logninu á Ísafirði. Höfundur er Vestfirðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fréttir af flugi Ísafjarðarbær Samgöngur Halla Signý Kristjánsdóttir Reykjavíkurflugvöllur Mest lesið Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Sjá meira
Þegar tengdadóttir mín flutti vestur á Ísafjörð úr Garðabæ, fannst henni áberandi hvað fólk var upptekið af fluginu, hvort væri flugveður, yrði flogið eða það fellt niður. Jafnvel þótt fólk væri ekki að fara nýta sér þessa þjónustu í það skipti. Á Ísafirði er þetta umræðuefni ágæt opnun á samskipti manna á milli í Nettó, flestir eru meðvitaðir og eru tilbúnir í samtalið. Flugsamgöngur við Vestfirði eru íbúum mjög mikilvægar, líka þótt samgöngur landleiðis hafi farið batnandi síðustu áratug. Þetta er einu almenningssamgöngurnar á norðanverðum Vestfjörðum við aðra landshluta. Samgöngubætur á láði hafa stórbatnað undanfarin áratug þótt eitthvað sé í land þá sjáum við, sem búum á norðanverðum Vestfjörðum fram á að i allra nánustu framtíð að hafa um tvær leiðir að velja þegar við viljum aka uppbyggðan nútímaveg út úr fjórðungnum. Þegar uppbygging leiðarinnar frá Ísafirði yfir Dynjandisheiðina, suður í gegnum Gufudalssveit verður lokið á eru 400 kílómetrar frá Ísafirði niður í Vatnsmýrina í Reykjavík. Það er framför en samt sem áður þurfum við tryggt flug sem almenningssamgöngurvið svæðið. Auk þess er nauðsynlegt að tryggja rekstur flugvallarins á Ísafirði vegna sjúkraflugs, sá kostnaður leggst ekki niður þar sem sjúkraflugi hefur fjölgað verulega síðustu árin og má búast við að þeim fjölgi enn frekar. Alltaf eru einhverjir sem eiga ekki kost á að aka þessa leið. Börn á leið til forsjáraðila, fólk að sækja sér heilbrigðisþjónustu o.s.frv. Þá eru einhverjir dagar á ári sem aðstæður eru þannig að allir leiðar eru ófærar vegna snjóa en hægt að fljúga. Flugvöllurinn á Ísafirði Þeir sem hafa flogið til og frá Ísafirði þekkja vel að aðstæður til lendingar eru viðkvæmar og í raun er flugvöllurinn á Ísafirði á undanþágu vegna öryggis og hvað ef sú undanþága fæst ekki lengur? Guðjón Brjánsson fyrrverandi þingmaður NV kjördæmis lagði fram þingsályktun á Alþingi árið 2018 sem ég studdi um að ráðist yrði í staðarvalskönnun fyrir nýjan flugvöll fyrir Vestfjarðafjórðung, sú tillaga náði því miður ekki í gegn. Með bættum samgöngum innan fjórðungsins er fyrir löngu komin tími til að ráðast í slíka framkvæmd. Það er staðreynd að til að finna öruggasta flugvallarstæðið þarf að fara út úr þröngum fjörðum Vestfjarða til að tryggja bestu lendingaaðstæður. Fólki er tíðrætt um Þingeyrarflugvöll en staðreyndin er að þar eru ekki nægjanlega góð skilyrði fremur en á Ísafirði. Flugvöllurinn á Þingeyri er sjónflugsvöllurinn og ekki hægt að fljúga blindaðflug vegna fjalla í grennd. Enn fremur er brautin í vestanverðum Dýrafirði, nærri hæsta og krappasta fjallgarði á Vestfjörðum. Höldum fluginu á lofti Það er ekkert heilagt að Icelandair fljúgi hingað vestur heldur er það mikilvægt að flugið sé tryggt. Náði seinni vélin að lenda? Þegar spurt er að þessu ertu orðin Ísfirðingur, tengdadóttir mín er nú í fæðingarorlofi á Seljalandsveginum á Ísafirði með gott útsýni yfir flugvöllinn og þegar ég renni við þá er það fastur liður að fara yfir hvernig flugið hafi gengið þann daginn. Jú hún á orðið lögheimili þar ásamt logninu á Ísafirði. Höfundur er Vestfirðingur
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun