Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Jakob Bjarnar skrifar 4. mars 2025 15:03 Hermann Nökkvi (th) lét ekki Þorleif komast upp með neitt múður og heilsaði honum að sjómannasið. Þeir gerð svo upp málin í Herragarðinum daginn eftir og eru, að sögn Þorleifs, mestu mátar eftir atvikið. vísir Í kekki kastaðist milli tveggja landsfundargesta Sjálfstæðisflokksins á Petersen-svítunni á föstudagskvöldinu. Þá gerði Hermann Nökkvi Gunnarsson, blaðamaður á Morgunblaðinu sér lítið fyrir og rétti Þorleifi Hallbirni Ingólfssyni einn á lúðurinn. Greinilegt er að talsvert meiri hiti var meðal landsfundargesta en komið hefur fram. Ekki fór formannskjörið eins drengilega fram og látið hefur verið í veðri vaka. Heilsað að sjómannasið Hermann Nökkvi var stuðningsmaður Guðrúnar Hafsteinsdóttur, sem hafði sigur í formannsslag og voru þeir Þorleifur, sem er varaformaður Félags Ungra Sjálfstæðismanna í Ísafjarðarbæ, að ræða þær Guðrúnu og Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur mótframbjóðanda hennar. Þorleifur studdi Áslaugu. Þær samræður voru allt annað en vinsamlegar. Þorleifur talaði þar fjálglega um að Hermann hafi verið undirróðursmaður fyrir Guðrúnu og skipti þá engum togum, Hermann Nökkvi heilsaði Þorleifi að sjómannasið. Keypti skyrtu á Þorleif næsta dag Þorleifur telur þetta ekki fréttaefni, þeir hafi verið mátar fyrir og eftir. En mönnum hafi orðið heitt í hamsi á þessu augnabliki. Þeir gerðu þessar væringar upp á laugardaginn en þá fóru þeir tveir í Herragarðinn og keypti Hermann Nökkvi nýja skyrtu á Þorleif. „Ég vildi ekki þurfa að mæta í rúllukragapeysu á Landsfundinn. Þetta er gæðavandamál hjá okkur og ekkert stórmál. Við Vestfirðingar getum nú tekið á móti einhverjum höggum. En það eru allir léttir og við fengum okkur bjór saman og skáluðum,“ sagði Þorleifur. Ekki náðist í Hermann Nökkva vegna málsins. Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Erlent Keppast við að ákæra Comey Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fleiri fréttir Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Borgarkringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Fimm hundruð börn á biðlista eftir plássi í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Sjá meira
Greinilegt er að talsvert meiri hiti var meðal landsfundargesta en komið hefur fram. Ekki fór formannskjörið eins drengilega fram og látið hefur verið í veðri vaka. Heilsað að sjómannasið Hermann Nökkvi var stuðningsmaður Guðrúnar Hafsteinsdóttur, sem hafði sigur í formannsslag og voru þeir Þorleifur, sem er varaformaður Félags Ungra Sjálfstæðismanna í Ísafjarðarbæ, að ræða þær Guðrúnu og Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur mótframbjóðanda hennar. Þorleifur studdi Áslaugu. Þær samræður voru allt annað en vinsamlegar. Þorleifur talaði þar fjálglega um að Hermann hafi verið undirróðursmaður fyrir Guðrúnu og skipti þá engum togum, Hermann Nökkvi heilsaði Þorleifi að sjómannasið. Keypti skyrtu á Þorleif næsta dag Þorleifur telur þetta ekki fréttaefni, þeir hafi verið mátar fyrir og eftir. En mönnum hafi orðið heitt í hamsi á þessu augnabliki. Þeir gerðu þessar væringar upp á laugardaginn en þá fóru þeir tveir í Herragarðinn og keypti Hermann Nökkvi nýja skyrtu á Þorleif. „Ég vildi ekki þurfa að mæta í rúllukragapeysu á Landsfundinn. Þetta er gæðavandamál hjá okkur og ekkert stórmál. Við Vestfirðingar getum nú tekið á móti einhverjum höggum. En það eru allir léttir og við fengum okkur bjór saman og skáluðum,“ sagði Þorleifur. Ekki náðist í Hermann Nökkva vegna málsins.
Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Erlent Keppast við að ákæra Comey Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fleiri fréttir Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Borgarkringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Fimm hundruð börn á biðlista eftir plássi í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Sjá meira