Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. mars 2025 22:24 Ryan Yates og félagar í Nottingham Forest eru komnir áfram í átta liða úrslit enska bikarsins en hér fagnar hann marki sínu í leiknum á móti Ipswich Town í kvöld. Getty/Michael Regan Nottingham Forest varð í kvöld síðasta liðið til að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum enska bikarsins í fótbolta en þá kláruðust sextán liða úrslitin. Forest menn unnu þá 5-4 sigur á Ipswich Town í vítakeppni og fá að launum leik á móti Brighton & Hove Albion á útivelli í átta liða úrslitunum. Þetta er önnur umferðin í röð í bikarnum þar sem Nottingham Forest fagnar sigri í vítakeppni en liðið vann Exeter City í vítakeppni í 32 liða úrslitunum. Matz Sels, belgíski markvörður Nottingham Forest, var hetjan því hann varði fimmtu og síðustu spyrnu Ipswich en fram að því höfðu allir skorað úr sínum vítaspyrnum. Jack Taylor, miðjumaður Ipswich, var skúrkur kvöldsins en spyrna hans var alls ekki nógu góð og Sels varði hana örugglega. George Hirst kom Ipswich í 1-0 á 53. mínútu með skalla á fjærstöng eftir hornspyrnu frá Ben Johnson. Ipswich var yfir í fimmtán mínútur eða þar til að Ryan Yates skallaði inn fyrirgjöf Anthony Elanga á 68. mínútu. Staðan var því jöfn 1-1 eftir venjulegan leiktíma og því þurfti að framlengja leikinn. Þar var ekkert skorað og úrslitin réðust því í vítakeppni. Vítaspyrnukeppnin: Nottingham Forest 5-4 Ipswich Town 1-0 Chris Wood, Nottingham Forest - mark 1-1 Sam Morsy, Ipswich Town - mark 2-1 Morgan Gibbs-White, Nottingham Forest - mark 2-2 Liam Delap, Ipswich Town - mark 3-2 Elliot Anderson, Nottingham Forest - mark 3-3 Jens-Lys Cajuste, Ipswich Town - mark 4-3 Neco Williams, Nottingham Forest - mark 4-4 Ben Johnson, Ipswich Town - mark 5-4 Callum Hudson-Odoi, Nottingham Forest - mark 5-4 Jack Taylor, Ipswich Town - varið Enski boltinn Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Sjá meira
Forest menn unnu þá 5-4 sigur á Ipswich Town í vítakeppni og fá að launum leik á móti Brighton & Hove Albion á útivelli í átta liða úrslitunum. Þetta er önnur umferðin í röð í bikarnum þar sem Nottingham Forest fagnar sigri í vítakeppni en liðið vann Exeter City í vítakeppni í 32 liða úrslitunum. Matz Sels, belgíski markvörður Nottingham Forest, var hetjan því hann varði fimmtu og síðustu spyrnu Ipswich en fram að því höfðu allir skorað úr sínum vítaspyrnum. Jack Taylor, miðjumaður Ipswich, var skúrkur kvöldsins en spyrna hans var alls ekki nógu góð og Sels varði hana örugglega. George Hirst kom Ipswich í 1-0 á 53. mínútu með skalla á fjærstöng eftir hornspyrnu frá Ben Johnson. Ipswich var yfir í fimmtán mínútur eða þar til að Ryan Yates skallaði inn fyrirgjöf Anthony Elanga á 68. mínútu. Staðan var því jöfn 1-1 eftir venjulegan leiktíma og því þurfti að framlengja leikinn. Þar var ekkert skorað og úrslitin réðust því í vítakeppni. Vítaspyrnukeppnin: Nottingham Forest 5-4 Ipswich Town 1-0 Chris Wood, Nottingham Forest - mark 1-1 Sam Morsy, Ipswich Town - mark 2-1 Morgan Gibbs-White, Nottingham Forest - mark 2-2 Liam Delap, Ipswich Town - mark 3-2 Elliot Anderson, Nottingham Forest - mark 3-3 Jens-Lys Cajuste, Ipswich Town - mark 4-3 Neco Williams, Nottingham Forest - mark 4-4 Ben Johnson, Ipswich Town - mark 5-4 Callum Hudson-Odoi, Nottingham Forest - mark 5-4 Jack Taylor, Ipswich Town - varið
Vítaspyrnukeppnin: Nottingham Forest 5-4 Ipswich Town 1-0 Chris Wood, Nottingham Forest - mark 1-1 Sam Morsy, Ipswich Town - mark 2-1 Morgan Gibbs-White, Nottingham Forest - mark 2-2 Liam Delap, Ipswich Town - mark 3-2 Elliot Anderson, Nottingham Forest - mark 3-3 Jens-Lys Cajuste, Ipswich Town - mark 4-3 Neco Williams, Nottingham Forest - mark 4-4 Ben Johnson, Ipswich Town - mark 5-4 Callum Hudson-Odoi, Nottingham Forest - mark 5-4 Jack Taylor, Ipswich Town - varið
Enski boltinn Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Sjá meira