Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Jakob Bjarnar skrifar 3. mars 2025 15:16 Ragnar Þór telur fyrirhugað bann Ásthildar Lóu Þórsdóttur við farsímanotkun grunnskólabarna algjörlega út í hött, hann mun ekki hlýða. vísir/Sigurjón/Vilhelm Ragnar Þór Pétursson, kennari og fyrrverandi formaður Kennarasambands Íslands, fordæmir fortakslaust áform Ásthildar Lóu Þórsdóttur, barna- og menntamálaráðherra, um bann við snjallsímum í grunnskólum landsins. „Fari svo að þú komir í gegn um Alþingi banni við að 13-16 ára ungmenni í grunnskólum hafi með sér snjallsíma í skólann mun ég ekki framfylgja því,“ segir Ragnar Þór í færslu sem hefur vakið þó nokkra athygli á Facebook. Ljóst er að Ragnar telur þetta bann vanhugsað og í raun glórulaust. Hann veit ekki hvernig á að framfylgja þessu banni: Mun ekki reyna að grípa nemendur góðvolga „Ég mun ekki krefjast þess að nemendur afhendi mér eða öðrum eigur sínar. Ég mun ekki krefjast þess að þeir taki af sér snjallúr. Ég mun ekki kíkja inn í eyrun á þeim og fjarlægja þaðan heyrnartól sem þeir geta notað til að hlusta á og tala við símann sinn þótt hann sé í töskunni. Ég mun ekki reyna að grípa nemendur glóðvolga í símanum í frímínútum eða í skúmaskotum. Ég mun ekki hlýða.“ Ragnar Þór segir að það megi hóta sér áminningum og brottrekstri, hann muni samt ekki hlýða. Þó sé hann löghlýðinn maður. „Ég mun ekki hlýða þér vegna þess að þú hefur lýst því yfir að þú sért tilbúin að fara yfir strik. Strik sem enginn hér á landi hefur stigið yfir, nema hafa nánast um leið lýst yfir fyrirlitningu á kennurum og þeirra störfum.“ Huglausasta leiðin valin Ragnar segir börn ekki bjána. Og þó bönn geti virkar á sumt, stundum, þá virki þau ekki á allt alltaf. Bann geti gengið sér til húðar allt eins og er með frelsi. Leitað hafi verið til ráðuneytisins og fólk alltaf til í að finna lausnir. „Í stjórnarsáttmála lofuðuð þið að gefa leiðsögn. Í stað þess virðist eiga að velja einföldustu og huglausustu leiðina. Skilgreina vandann sem ofvaxinn skólum. Smætta kennara niður í það að þeir ráði ekki við hlutverk sitt. Grafa undan starfinu og draga úr lýðræðislegu uppeldishlutverki skóla.“ Færsla Ragnars er löng og ítarleg. Hann segir skóla stofnun þar sem nemandi eigi að fá að ástunda lýðræði og njóta virðingar og þeirri skulbindindingu ætli hann sér að reynast trúr. Símanotkun barna Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Grunnskólar Börn og uppeldi Alþingi Skóla- og menntamál Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Sjá meira
„Fari svo að þú komir í gegn um Alþingi banni við að 13-16 ára ungmenni í grunnskólum hafi með sér snjallsíma í skólann mun ég ekki framfylgja því,“ segir Ragnar Þór í færslu sem hefur vakið þó nokkra athygli á Facebook. Ljóst er að Ragnar telur þetta bann vanhugsað og í raun glórulaust. Hann veit ekki hvernig á að framfylgja þessu banni: Mun ekki reyna að grípa nemendur góðvolga „Ég mun ekki krefjast þess að nemendur afhendi mér eða öðrum eigur sínar. Ég mun ekki krefjast þess að þeir taki af sér snjallúr. Ég mun ekki kíkja inn í eyrun á þeim og fjarlægja þaðan heyrnartól sem þeir geta notað til að hlusta á og tala við símann sinn þótt hann sé í töskunni. Ég mun ekki reyna að grípa nemendur glóðvolga í símanum í frímínútum eða í skúmaskotum. Ég mun ekki hlýða.“ Ragnar Þór segir að það megi hóta sér áminningum og brottrekstri, hann muni samt ekki hlýða. Þó sé hann löghlýðinn maður. „Ég mun ekki hlýða þér vegna þess að þú hefur lýst því yfir að þú sért tilbúin að fara yfir strik. Strik sem enginn hér á landi hefur stigið yfir, nema hafa nánast um leið lýst yfir fyrirlitningu á kennurum og þeirra störfum.“ Huglausasta leiðin valin Ragnar segir börn ekki bjána. Og þó bönn geti virkar á sumt, stundum, þá virki þau ekki á allt alltaf. Bann geti gengið sér til húðar allt eins og er með frelsi. Leitað hafi verið til ráðuneytisins og fólk alltaf til í að finna lausnir. „Í stjórnarsáttmála lofuðuð þið að gefa leiðsögn. Í stað þess virðist eiga að velja einföldustu og huglausustu leiðina. Skilgreina vandann sem ofvaxinn skólum. Smætta kennara niður í það að þeir ráði ekki við hlutverk sitt. Grafa undan starfinu og draga úr lýðræðislegu uppeldishlutverki skóla.“ Færsla Ragnars er löng og ítarleg. Hann segir skóla stofnun þar sem nemandi eigi að fá að ástunda lýðræði og njóta virðingar og þeirri skulbindindingu ætli hann sér að reynast trúr.
Símanotkun barna Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Grunnskólar Börn og uppeldi Alþingi Skóla- og menntamál Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Sjá meira