Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar 3. mars 2025 13:15 Það er einkar ánægjulegt að greina frá því að innan fárra daga hefst fyrsti áfangi almennrar (lýðgrundaðrar) skimunar fyrir krabbameini í ristli. Þetta er langþráð og stórt skref í lýðheilsumálum á Íslandi. Í febrúar lagði ég fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um aðgerðaáætlun gegn krabbameinsmálum til fimm ára. Innleiðing ristilskimana er áhersluverkefni þeirrar áætlunar, samhliða því meginmarkmiði að hámarka árangur af öðrum lýðgrunduðum skimunum, þ.e. fyrir krabbameinum í leghálsi og brjóstum. Með skimunum er hægt að greina forstig meina og greina fleiri krabbamein á byrjunarstigi sem stóreykur líkur á lækningu. Árangur skimana á lýðheilsu veltur á góðri þátttöku og er í aðgerðaáætluninni sett markmið um að hún verði a.m.k. 75% innan næstu fimm ára. Verndum líf og heilsu okkar með þátttöku Ristil- og endaþarmskrabbamein er þriðja algengasta krabbameinið sem greinist á Íslandi og um tíu prósent allra krabbameina sem greinast. Meðalaldur við greiningu eru 69 ár. Með snemmgreiningu má finna þessi mein á byrjunarstigi og eru þá oftast góðar líkur á lækningu. Það er því til mikils að vinna og mikið gleðiefni að þessum áfanga sé nú náð. Næstu þrír mánuðir verða nýttir til prófunar á ferlinu áður en almenn skimun hefst. Á því tímabili verður 200 einstaklingum sem náð hafa 69 ára aldri boðin þátttaka. Að þeim tíma liðnum hefst almenn boðun í skimun sem innleidd verður í þrepum eftir aldurshópum. Byrjað verður á aldurshópnum 68-69 ára en þegar frá líður er markmiðið að skimunin nái til allra á aldrinum 60 til 74 ára. Boð um þátttöku verða send í gegnum Heilsuveru, ásamt upplýsingum um fyrirkomulag. Ég hvet þau sem fá boð til að taka þátt. Þetta er einföld forvörn sem getur skipt sköpum fyrir líf og heilsu hvers og eins. Sama máli gegnir um þátttöku í legháls- og brjóstskimun. Þar þarf þátttakan að aukast. Árangur af lýðgrunduðum krabbameinsskimunum er ótvíræður. Með snemmgreiningu krabbameina aukast líkur á lækningu og eins er meðferð oft minna íþyngjandi ef mein greinist snemma. Fyrst og síðast hafa skimanir bjargað fjölda mannslífa. Greiður aðgangur að skimun skiptir máli Þátttaka erlendra kvenna hér á landi í krabbameinsskimunum hefur verið mun lakari en íslenskra. Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hefur markvisst reynt að ná betur til þeirra með upplýsingagjöf og gerði einnig tilraun með síðdegisopnun fyrir leghálsskimanir til að kanna hvort þátttaka þeirra yrði betri ef þeim væri kleift að mæta eftir dagvinnutíma. Niðurstaðan bendir eindregið til að svo sé því rúm 60% kvenna sem mættu í síðdegisopnun voru með erlent ríkisfang á móti tæpum 40% kvenna með íslenskt ríkisfang. Á dagvinnutíma var hlutfallið á hinn veginn, tæp 70% íslenskra kvenna mættu á dagvinnutíma á móti 30% erlendra kvenna. Í þessu samhengi vil ég minna atvinnurekendur á að fólk á rétt á því að skreppa úr vinnu til að fara í skimun og hvet þá til að leggja þessari mikilvægu forvörn lið og axla samfélagslega ábyrgð með því að halda þeim rétti á lofti og hvetja starfsfólk sitt til þátttöku í skimunum. Samhæfingarmiðstöð krabbameinsskimana Árið 2021 var stofnuð Samhæfingarmiðstöð krabbameinsskimana. Hún starfar innan Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins en annast samhæfingu allra krabbameinsskimana á landsvísu. Þetta fyrirkomulag hefur gefist vel. Innleiðing ristilskimana er viðamikið verkefni sem kallað hefur á samþættingu margra aðila. Undanfarin misseri hefur farið fram vönduð undirbúningsvinna og ég vil nota tækifærið til að þakka öllu því framúrskarandi fagfólki sem lagt hefur sitt af mörkum til að láta þetta langþráða lýðheilsuverkefni verða að veruleika. Skimað hefur verið fyrir leghálskrabbameini í 60 ár og fyrir brjóstakrabbameini í nærri 40 ár. Að hefja nú skimun fyrir ristilkrabbameini er því sögulegur áfangi og tímabær. Árangur og ávinningur af krabbameinsskimunum er óumdeildur og margsannaður. Það skiptir þó ekki síður máli að draga úr nýgengi krabbameina með því að hafa áhrif á lífsstíls- og umhverfistengda þætti sem eru þekktir áhættuþættir krabbameina. Um það er m.a. fjallað í fyrrnefndri aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum sem ég geri ráð fyrir að fái brautargengi á Alþingi og verði okkur leiðarljós á næstu árum í því stóra verkefni að efla lýðheilsu og sporna við nýgengi, heilsutjóni og dauðsföllum af völdum krabbameina. Höfundur er heilbrigðisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alma D. Möller Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Mest lesið Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Það er einkar ánægjulegt að greina frá því að innan fárra daga hefst fyrsti áfangi almennrar (lýðgrundaðrar) skimunar fyrir krabbameini í ristli. Þetta er langþráð og stórt skref í lýðheilsumálum á Íslandi. Í febrúar lagði ég fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um aðgerðaáætlun gegn krabbameinsmálum til fimm ára. Innleiðing ristilskimana er áhersluverkefni þeirrar áætlunar, samhliða því meginmarkmiði að hámarka árangur af öðrum lýðgrunduðum skimunum, þ.e. fyrir krabbameinum í leghálsi og brjóstum. Með skimunum er hægt að greina forstig meina og greina fleiri krabbamein á byrjunarstigi sem stóreykur líkur á lækningu. Árangur skimana á lýðheilsu veltur á góðri þátttöku og er í aðgerðaáætluninni sett markmið um að hún verði a.m.k. 75% innan næstu fimm ára. Verndum líf og heilsu okkar með þátttöku Ristil- og endaþarmskrabbamein er þriðja algengasta krabbameinið sem greinist á Íslandi og um tíu prósent allra krabbameina sem greinast. Meðalaldur við greiningu eru 69 ár. Með snemmgreiningu má finna þessi mein á byrjunarstigi og eru þá oftast góðar líkur á lækningu. Það er því til mikils að vinna og mikið gleðiefni að þessum áfanga sé nú náð. Næstu þrír mánuðir verða nýttir til prófunar á ferlinu áður en almenn skimun hefst. Á því tímabili verður 200 einstaklingum sem náð hafa 69 ára aldri boðin þátttaka. Að þeim tíma liðnum hefst almenn boðun í skimun sem innleidd verður í þrepum eftir aldurshópum. Byrjað verður á aldurshópnum 68-69 ára en þegar frá líður er markmiðið að skimunin nái til allra á aldrinum 60 til 74 ára. Boð um þátttöku verða send í gegnum Heilsuveru, ásamt upplýsingum um fyrirkomulag. Ég hvet þau sem fá boð til að taka þátt. Þetta er einföld forvörn sem getur skipt sköpum fyrir líf og heilsu hvers og eins. Sama máli gegnir um þátttöku í legháls- og brjóstskimun. Þar þarf þátttakan að aukast. Árangur af lýðgrunduðum krabbameinsskimunum er ótvíræður. Með snemmgreiningu krabbameina aukast líkur á lækningu og eins er meðferð oft minna íþyngjandi ef mein greinist snemma. Fyrst og síðast hafa skimanir bjargað fjölda mannslífa. Greiður aðgangur að skimun skiptir máli Þátttaka erlendra kvenna hér á landi í krabbameinsskimunum hefur verið mun lakari en íslenskra. Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hefur markvisst reynt að ná betur til þeirra með upplýsingagjöf og gerði einnig tilraun með síðdegisopnun fyrir leghálsskimanir til að kanna hvort þátttaka þeirra yrði betri ef þeim væri kleift að mæta eftir dagvinnutíma. Niðurstaðan bendir eindregið til að svo sé því rúm 60% kvenna sem mættu í síðdegisopnun voru með erlent ríkisfang á móti tæpum 40% kvenna með íslenskt ríkisfang. Á dagvinnutíma var hlutfallið á hinn veginn, tæp 70% íslenskra kvenna mættu á dagvinnutíma á móti 30% erlendra kvenna. Í þessu samhengi vil ég minna atvinnurekendur á að fólk á rétt á því að skreppa úr vinnu til að fara í skimun og hvet þá til að leggja þessari mikilvægu forvörn lið og axla samfélagslega ábyrgð með því að halda þeim rétti á lofti og hvetja starfsfólk sitt til þátttöku í skimunum. Samhæfingarmiðstöð krabbameinsskimana Árið 2021 var stofnuð Samhæfingarmiðstöð krabbameinsskimana. Hún starfar innan Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins en annast samhæfingu allra krabbameinsskimana á landsvísu. Þetta fyrirkomulag hefur gefist vel. Innleiðing ristilskimana er viðamikið verkefni sem kallað hefur á samþættingu margra aðila. Undanfarin misseri hefur farið fram vönduð undirbúningsvinna og ég vil nota tækifærið til að þakka öllu því framúrskarandi fagfólki sem lagt hefur sitt af mörkum til að láta þetta langþráða lýðheilsuverkefni verða að veruleika. Skimað hefur verið fyrir leghálskrabbameini í 60 ár og fyrir brjóstakrabbameini í nærri 40 ár. Að hefja nú skimun fyrir ristilkrabbameini er því sögulegur áfangi og tímabær. Árangur og ávinningur af krabbameinsskimunum er óumdeildur og margsannaður. Það skiptir þó ekki síður máli að draga úr nýgengi krabbameina með því að hafa áhrif á lífsstíls- og umhverfistengda þætti sem eru þekktir áhættuþættir krabbameina. Um það er m.a. fjallað í fyrrnefndri aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum sem ég geri ráð fyrir að fái brautargengi á Alþingi og verði okkur leiðarljós á næstu árum í því stóra verkefni að efla lýðheilsu og sporna við nýgengi, heilsutjóni og dauðsföllum af völdum krabbameina. Höfundur er heilbrigðisráðherra.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar