Gulli hafi loksins unnið formannsslag Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. mars 2025 12:19 Guðlaugur Þór á landsfundinum ásamt eiginkonu sinni Ágústu Johnson og Áslaugu Friðriksdóttur, fyrrverandi aðstoðarmanni Bjarna Benediktssonar. vísir/Vilhelm Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra Samfylkingarinnar, segir eindregin stuðning Guðlaugs Þórs Þórðarsonar og hans hóps við framboð Guðrúnar Hafsteinsdóttur hafa tryggt henni sigur á nýliðnum landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Tap Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, sem hafi mislesið salinn í Laugardalshöll, sé um leið tap flokkseigendafélagsins og „hrútakofans“ á Mogganum. Þetta kemur fram í greiningu Össurar á Facebook undir yfirskriftinni „Gulli á bak við tjöldin“ sem vísar til Guðlaugs Þórs. Guðrún hafði betur gegn Áslaugu með aðeins nítján atkvæða mun auk þess sem tveimur atkvæðum munaði á því að endurtaka þyrfti kosninguna. „Flokkseigendafélagið og „hrútakofinn“ á Mogganum töpuðu formannskosningunni í Sjálfstæðisflokknum. Á bak við tjöldin réði eindreginn stuðningur Guðlaugs Þórs við Guðrúnu Hafsteinsdóttur úrslitum,“ segir í færslu Össurar. Stuðningsfólks Guðlaugs Þórs árum saman lagði hönd á plóg og gott betur í kosningabaráttunni. Vísir rýndi í stuðningsmenn frambjóðandanna fyrir helgi. Össur segir Guðlaug hafa fært Guðrúnu meirihluta atkvæða úr Reykjavík, og ekki skirrst við að beita hvaða brögðum sem var til að tryggja að fulltrúar úr hans armi yrðu kosnir á landsfundinn í hverju hverfafélaginu á fætur öðru, „Nóg er að minna á slagsmálin á fundi Heimdallar þar sem erfðaprins Guðlaugs í borginni – maðurinn með sögufræga nafnið, Albert Guðmundsson – keyrði í gegn kosningu á mettíma þar sem samþykktur var listi yfir landsfundarfulltrúa. Yfirgnæfandi meirihluti þeirra var úr stuðningsliði Guðlaugs Þórs og dagskipanin var vitaskuld að kjósa Guðrúnu. Sigur hennar var mjög naumur, aðeins 19 atkvæði, og því deginum ljósara að þau hundruð atkvæða sem Guðlaugur Þór og hans lið færði í kjörkassana réði algerum úrslitum,“ segir Össur. Hann segir flokkinn þó hafa hitt á besta kandídatin í stöðunni. „Guðrún Hafsteinsdóttir virðist miklum kostum búin. Hún er glæsileg og frambærilegur stjórnmálamaður, virkar traustvekjandi og flutti á landsfundinum fyrir sinn hatt (sem vissulega er alltof langt til hægri) ansi góða og persónulega framboðsræðu. Hún þarf þó að vara sig, yfir hverju spori hennar verður vakað, og í óeiginlegri merkingu glitrar víða á rýtinga í ermum.“ Ómenguð og skýrt útfærð hægri stefna Guðrúnar sé líkleg til að laða til flokksins talsverðan hluta þeirra flökkukinda sem runnið hafi yfir á beitarhús Miðflokksins. „Af sömu ástæðum er hins vegar ólíklegt að hún geri stór strandhögg í fylgi Viðreisnar eða flokkum lengra til vinstri. Til þess er hugmyndafræði hennar einfaldlega of langt til hægri.“ Össur vill meina að Áslaug Arna, sem hafði undirbúið framboð sitt leynt og ljóst í lengri tíma, hafi misst niður vísan sigur á lokametrunum. „Hún mislas salinn og hélt að hún væri stödd á fundi í Heimdalli, þar sem klappað er fyrir aulabröndurum, og nóg er að ráðast á andstæðingana. En það hefur holan hljóm að berja á ríkisstjórn, sem ekki er búin að sitja nema örfáar vikur. Það var veikleikamerki að hún virtist með Kristrúnu Frostadóttur á heilanum og nánast skilgreina stefnu sína – það litla sem af henni birtist - út frá henni.“ Össur hefur ekki farið leynt með aðdáun sína á Kristrúnu, forsætisráðherra og formanni Samfylkingarinnar. Þá segir hann Guðlaug Þór líklega aldrei hafa haft eins sterka stöðu í flokknum. Hann er þrálátlega orðaður við framboð í borgarstjórnarkosningum eftir rúmt ár. Össur Skarphéðinsson skrifar reglulega um pólitík á Facebook og hefur ekki síst áhuga á stöðu mála hjá Sjálfstæðisflokknum. „Á sínum tíma urðu fræg ummæli Jónasar frá Hriflu þegar Gunnar Thoroddsen, tengdasonur Ásgeirs forseta beið lægri hlut fyrir Kristjáni Eldjárn í forsetakosningunum 1968. Jónas sagði þá með sínum sérstaka talsmáta: „Hö, hö, það fór þó aldrei svo að Ásgeir tapaði ekki kosningu!“ Þessum orðum má vel snúa yfir á Guðlaug Þór: Það fór þó aldrei svo að hann ynni ekki formannskosningu á landsfundi....“ Guðlaugur Þór bauð fram krafta sína til formanns árið 2022 og þá gegn Bjarna Benediktssyni, sitjandi formanni. Hann fékk tæplega fjörutíu prósent atkvæða og beið lægri hlut. Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Þetta kemur fram í greiningu Össurar á Facebook undir yfirskriftinni „Gulli á bak við tjöldin“ sem vísar til Guðlaugs Þórs. Guðrún hafði betur gegn Áslaugu með aðeins nítján atkvæða mun auk þess sem tveimur atkvæðum munaði á því að endurtaka þyrfti kosninguna. „Flokkseigendafélagið og „hrútakofinn“ á Mogganum töpuðu formannskosningunni í Sjálfstæðisflokknum. Á bak við tjöldin réði eindreginn stuðningur Guðlaugs Þórs við Guðrúnu Hafsteinsdóttur úrslitum,“ segir í færslu Össurar. Stuðningsfólks Guðlaugs Þórs árum saman lagði hönd á plóg og gott betur í kosningabaráttunni. Vísir rýndi í stuðningsmenn frambjóðandanna fyrir helgi. Össur segir Guðlaug hafa fært Guðrúnu meirihluta atkvæða úr Reykjavík, og ekki skirrst við að beita hvaða brögðum sem var til að tryggja að fulltrúar úr hans armi yrðu kosnir á landsfundinn í hverju hverfafélaginu á fætur öðru, „Nóg er að minna á slagsmálin á fundi Heimdallar þar sem erfðaprins Guðlaugs í borginni – maðurinn með sögufræga nafnið, Albert Guðmundsson – keyrði í gegn kosningu á mettíma þar sem samþykktur var listi yfir landsfundarfulltrúa. Yfirgnæfandi meirihluti þeirra var úr stuðningsliði Guðlaugs Þórs og dagskipanin var vitaskuld að kjósa Guðrúnu. Sigur hennar var mjög naumur, aðeins 19 atkvæði, og því deginum ljósara að þau hundruð atkvæða sem Guðlaugur Þór og hans lið færði í kjörkassana réði algerum úrslitum,“ segir Össur. Hann segir flokkinn þó hafa hitt á besta kandídatin í stöðunni. „Guðrún Hafsteinsdóttir virðist miklum kostum búin. Hún er glæsileg og frambærilegur stjórnmálamaður, virkar traustvekjandi og flutti á landsfundinum fyrir sinn hatt (sem vissulega er alltof langt til hægri) ansi góða og persónulega framboðsræðu. Hún þarf þó að vara sig, yfir hverju spori hennar verður vakað, og í óeiginlegri merkingu glitrar víða á rýtinga í ermum.“ Ómenguð og skýrt útfærð hægri stefna Guðrúnar sé líkleg til að laða til flokksins talsverðan hluta þeirra flökkukinda sem runnið hafi yfir á beitarhús Miðflokksins. „Af sömu ástæðum er hins vegar ólíklegt að hún geri stór strandhögg í fylgi Viðreisnar eða flokkum lengra til vinstri. Til þess er hugmyndafræði hennar einfaldlega of langt til hægri.“ Össur vill meina að Áslaug Arna, sem hafði undirbúið framboð sitt leynt og ljóst í lengri tíma, hafi misst niður vísan sigur á lokametrunum. „Hún mislas salinn og hélt að hún væri stödd á fundi í Heimdalli, þar sem klappað er fyrir aulabröndurum, og nóg er að ráðast á andstæðingana. En það hefur holan hljóm að berja á ríkisstjórn, sem ekki er búin að sitja nema örfáar vikur. Það var veikleikamerki að hún virtist með Kristrúnu Frostadóttur á heilanum og nánast skilgreina stefnu sína – það litla sem af henni birtist - út frá henni.“ Össur hefur ekki farið leynt með aðdáun sína á Kristrúnu, forsætisráðherra og formanni Samfylkingarinnar. Þá segir hann Guðlaug Þór líklega aldrei hafa haft eins sterka stöðu í flokknum. Hann er þrálátlega orðaður við framboð í borgarstjórnarkosningum eftir rúmt ár. Össur Skarphéðinsson skrifar reglulega um pólitík á Facebook og hefur ekki síst áhuga á stöðu mála hjá Sjálfstæðisflokknum. „Á sínum tíma urðu fræg ummæli Jónasar frá Hriflu þegar Gunnar Thoroddsen, tengdasonur Ásgeirs forseta beið lægri hlut fyrir Kristjáni Eldjárn í forsetakosningunum 1968. Jónas sagði þá með sínum sérstaka talsmáta: „Hö, hö, það fór þó aldrei svo að Ásgeir tapaði ekki kosningu!“ Þessum orðum má vel snúa yfir á Guðlaug Þór: Það fór þó aldrei svo að hann ynni ekki formannskosningu á landsfundi....“ Guðlaugur Þór bauð fram krafta sína til formanns árið 2022 og þá gegn Bjarna Benediktssyni, sitjandi formanni. Hann fékk tæplega fjörutíu prósent atkvæða og beið lægri hlut.
Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira