Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar 3. mars 2025 11:02 Þegar Donald Trump var kosinn forseti í annað skiptið í nóvember síðastliðnum, fór hann mikinn með yfirlýsingagleði eins og oft áður. Þá var gjarnan sagt í fréttum að Trump kæmi á óvart með nýjustu yfirlýsingu sinni. Þær komu líka í löngum röðum. Að koma á óvart er eitt sem hann gerir ekki, búinn að vera í fréttum í næstum hálfa öld og hefur ekkert breyst. Það kemur ekki á óvart að hann skuli sífellt tala niður þau sem standa lakar í samfélaginu, og hefja til valda ríkustu tæknibræðurna. Sífelldar yfirlýsingar um að ganga í skrokk á þessum eða hinum sem standa höllum fæti koma svo sannarlega ekki á óvart. Það kemur ekki á óvart að Trump láti reka það fólk frá herjum Bandaríkjanna sem hefur hafist upp af eigin verðleikum, og það kemur ekki á óvart að hann snúi því einmitt við og ásaki þau um að komist áfram í krafti kyns eða húðlitar. Það vita öll sem vilja vita að hann vill koma hvítum miðaldra körlum að í staðinn. Þar hefur enginn lærdómur verið dreginn og engri hegðan breytt síðan 1950, þegar Roy Cohn, lærifaðir Trumps og Joseph McCarthy hömuðust gegn hernum. Erfitt er að segja hver haldi að þessi framkoma Trumps verði Bandaríkjunum til góðs. Það var þó nógu stór hluti kjósenda til að koma honum að í annað skiptið. Það hefur komið í ljós, og kom engum hagfræðingum á óvart, að tollastefna Trumps á fyrra kjörtímabili skaðaði hag Bandaríkjanna. Það er ekkert sem bendir til annars en að tollastefnan verði harðari á þessu kjörtímabili og skaði Bandaríkin enn meira. Það mun ekki koma á óvart. Þá er komin upp leikur sem verður sífellt ógeðfelldari fyrir önnur efnahagsveldi, sem er að hóta tollum og refsingum, og segja síðan að sérstakir vinir geti fengið að sleppa við refsingarnar. Það vill enginn búa í þannig ofbeldissambandi og þjóðir munu svara Bandaríkjunum með þeirra eigin meðulum. Það kemur ekki á óvart að Trump tekur upp hanskann fyrir Pútín á næsta ófyrirleitinn hátt og vandséð hvernig það styrki stöðu Bandaríkjanna. Ruddaleg framkoma stjórnar hans í garð vinveittra ríkja mun eyðileggja viðskipti við Bandaríkin og grafa undan stöðu þeirra. Trump-liðar segja gjarnan að Evrópa og Japan séu efnahagsleg stórveldi en standi herfræðilega illa. Þetta tvennt hefur þó yfirleitt farið saman, að lönd með mikið svigrúm í efnahag geta orðið öflug herveldi. Það sem hefur haldið aftur af Evrópu og Japan er heimsskipan eftir 1945. Eftir síðustu framgöngu Trumps er fátt sem stendur í vegi fyrir miklum breytingum hjá þeim. Það er ekki lengur bara að þau ætli að leggja meira til varnarmála, þau hreinlega verða að leggja meira til þeirra. Margir telja að hervæðing þessara þjóða muni þýða högg á efnahag þeirra. Það er ekkert samasemmerki þar á milli, heldur fer alfarið eftir hvernig verður haldið á stjórn þessara mála. Stærsta efnahagsveldi heimsins, Bandaríkin, hafa vaxið með miklum útgjöldum til hermála. Smærri ríki eins og Ísrael hafa gert það sömuleiðis. Önnur ríki, eins og Sovétríkin/Rússland hafa farið illa út úr mikilli hervæðingu á friðartímum. Flest stærri Evrópuríki hafa langa reynslu af stríðum, mun lengri og meiri en Bandaríkin. Ríki Evrópusambandsins hafa um 1,3 milljónir hermanna, mun meira en Rússland eða Bandaríkin hafa hvort um sig. Það er ljóst að Bretar munu taka afstöðu í varnarmálum með andstæðingum Rússa og bætast við þessa tölu. Þó að ekki verði um neinn einn Evrópuher að ræða, þá munu bandamenn í Vestur-Evrópu sameinast undir merkjum Joint Expeditionary Force, endurvekja Western European Union eða mynda annað varnarbandalag þegar þörfin krefur. Á næsta ári fagna Bandaríkin 250 ára afmæli sínu og Donald Trump 80 árum, eða um þriðjungi af ævi föðurlands síns, sem hefur fóstrað hann vel. Því miður mun það ekki koma á óvart að hann fagni þessum tímamótum með því að krefjast enn meiri hörku gegn þeim sem hann er ósammála, og að hann hefji hagsmuni stærstu fyrirtækjanna enn hærra. Þá verður viðkvæðið að það sem er gott fyrir stórfyrirtækin sé gott fyrir Bandaríkin. Það verður ekki hugað að eigum smárra fyrirtækja eða fjölskyldna. Það verður ekki hugað að hagsmunum millistórra fyrirtækja. Svo reynir hann að breiða yfir allt sem hann segir með því að skjóta inn nokkrum sinnum: „Sagði ég það? Ég trúi ekki að ég hafi sagt það. Næsta spurning.“ Þá er stærsta efnahags- og herveldi heimsins komið á þann stað að leiðtogi þess gerir í því að ekkert sé að marka orð hans. Ekkert sem kemur þar á óvart. Þjóðir heims hafa slæma reynslu af undanlátssemi við uppivöðslusama þjóðarleiðtoga. Þannig tilraunir til friðþægingar hafa verið merktar sem heigulskapur og þeir sem það stunda í versta falli samverkamenn þeirra sem seilast eftir annarra landi. Höfundur er upplýsinga- og stjórnsýlufræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Donald Trump Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska Skoðun Skoðun Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Sjá meira
Þegar Donald Trump var kosinn forseti í annað skiptið í nóvember síðastliðnum, fór hann mikinn með yfirlýsingagleði eins og oft áður. Þá var gjarnan sagt í fréttum að Trump kæmi á óvart með nýjustu yfirlýsingu sinni. Þær komu líka í löngum röðum. Að koma á óvart er eitt sem hann gerir ekki, búinn að vera í fréttum í næstum hálfa öld og hefur ekkert breyst. Það kemur ekki á óvart að hann skuli sífellt tala niður þau sem standa lakar í samfélaginu, og hefja til valda ríkustu tæknibræðurna. Sífelldar yfirlýsingar um að ganga í skrokk á þessum eða hinum sem standa höllum fæti koma svo sannarlega ekki á óvart. Það kemur ekki á óvart að Trump láti reka það fólk frá herjum Bandaríkjanna sem hefur hafist upp af eigin verðleikum, og það kemur ekki á óvart að hann snúi því einmitt við og ásaki þau um að komist áfram í krafti kyns eða húðlitar. Það vita öll sem vilja vita að hann vill koma hvítum miðaldra körlum að í staðinn. Þar hefur enginn lærdómur verið dreginn og engri hegðan breytt síðan 1950, þegar Roy Cohn, lærifaðir Trumps og Joseph McCarthy hömuðust gegn hernum. Erfitt er að segja hver haldi að þessi framkoma Trumps verði Bandaríkjunum til góðs. Það var þó nógu stór hluti kjósenda til að koma honum að í annað skiptið. Það hefur komið í ljós, og kom engum hagfræðingum á óvart, að tollastefna Trumps á fyrra kjörtímabili skaðaði hag Bandaríkjanna. Það er ekkert sem bendir til annars en að tollastefnan verði harðari á þessu kjörtímabili og skaði Bandaríkin enn meira. Það mun ekki koma á óvart. Þá er komin upp leikur sem verður sífellt ógeðfelldari fyrir önnur efnahagsveldi, sem er að hóta tollum og refsingum, og segja síðan að sérstakir vinir geti fengið að sleppa við refsingarnar. Það vill enginn búa í þannig ofbeldissambandi og þjóðir munu svara Bandaríkjunum með þeirra eigin meðulum. Það kemur ekki á óvart að Trump tekur upp hanskann fyrir Pútín á næsta ófyrirleitinn hátt og vandséð hvernig það styrki stöðu Bandaríkjanna. Ruddaleg framkoma stjórnar hans í garð vinveittra ríkja mun eyðileggja viðskipti við Bandaríkin og grafa undan stöðu þeirra. Trump-liðar segja gjarnan að Evrópa og Japan séu efnahagsleg stórveldi en standi herfræðilega illa. Þetta tvennt hefur þó yfirleitt farið saman, að lönd með mikið svigrúm í efnahag geta orðið öflug herveldi. Það sem hefur haldið aftur af Evrópu og Japan er heimsskipan eftir 1945. Eftir síðustu framgöngu Trumps er fátt sem stendur í vegi fyrir miklum breytingum hjá þeim. Það er ekki lengur bara að þau ætli að leggja meira til varnarmála, þau hreinlega verða að leggja meira til þeirra. Margir telja að hervæðing þessara þjóða muni þýða högg á efnahag þeirra. Það er ekkert samasemmerki þar á milli, heldur fer alfarið eftir hvernig verður haldið á stjórn þessara mála. Stærsta efnahagsveldi heimsins, Bandaríkin, hafa vaxið með miklum útgjöldum til hermála. Smærri ríki eins og Ísrael hafa gert það sömuleiðis. Önnur ríki, eins og Sovétríkin/Rússland hafa farið illa út úr mikilli hervæðingu á friðartímum. Flest stærri Evrópuríki hafa langa reynslu af stríðum, mun lengri og meiri en Bandaríkin. Ríki Evrópusambandsins hafa um 1,3 milljónir hermanna, mun meira en Rússland eða Bandaríkin hafa hvort um sig. Það er ljóst að Bretar munu taka afstöðu í varnarmálum með andstæðingum Rússa og bætast við þessa tölu. Þó að ekki verði um neinn einn Evrópuher að ræða, þá munu bandamenn í Vestur-Evrópu sameinast undir merkjum Joint Expeditionary Force, endurvekja Western European Union eða mynda annað varnarbandalag þegar þörfin krefur. Á næsta ári fagna Bandaríkin 250 ára afmæli sínu og Donald Trump 80 árum, eða um þriðjungi af ævi föðurlands síns, sem hefur fóstrað hann vel. Því miður mun það ekki koma á óvart að hann fagni þessum tímamótum með því að krefjast enn meiri hörku gegn þeim sem hann er ósammála, og að hann hefji hagsmuni stærstu fyrirtækjanna enn hærra. Þá verður viðkvæðið að það sem er gott fyrir stórfyrirtækin sé gott fyrir Bandaríkin. Það verður ekki hugað að eigum smárra fyrirtækja eða fjölskyldna. Það verður ekki hugað að hagsmunum millistórra fyrirtækja. Svo reynir hann að breiða yfir allt sem hann segir með því að skjóta inn nokkrum sinnum: „Sagði ég það? Ég trúi ekki að ég hafi sagt það. Næsta spurning.“ Þá er stærsta efnahags- og herveldi heimsins komið á þann stað að leiðtogi þess gerir í því að ekkert sé að marka orð hans. Ekkert sem kemur þar á óvart. Þjóðir heims hafa slæma reynslu af undanlátssemi við uppivöðslusama þjóðarleiðtoga. Þannig tilraunir til friðþægingar hafa verið merktar sem heigulskapur og þeir sem það stunda í versta falli samverkamenn þeirra sem seilast eftir annarra landi. Höfundur er upplýsinga- og stjórnsýlufræðingur.
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun