Nanna hneykslast á gervigreindarmyndum í nýjum þáttum RÚV Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 1. mars 2025 21:24 Nanna segist fegin að bera enga ábyrgð á notkun myndanna. Vísir/Samsett Nanna Rögnvaldardóttir rithöfundur segist standandi hissa yfir notkun Ríkisútvarpsins á gervigreindarmyndum í nýjum þáttum um sögu matar og matarmenningar á Íslandi. Í þáttunum eru fleiri viðtöl við Nönnu sem hefur mikið fjallað um matarsögu Íslands. „Ég er svo standandi hissa yfir öllum þessum gervigreindarmyndum, sem eru svo uppfullar af rangfærslum og ranghugmyndum og ganga þvert á staðreyndir um matarsögu, húsakynni, lifnaðarhætti og bara allt saman að ég á ekki orð. Skil ekki tilganginn með þeim, fyrir utan náttúrlega hvað þær eru hallærislegar og klisjukenndar,“ segir hún í færslu sem hún birti á samfélagsmiðlum. Misvísandi myndefni í fræðsluskyni Þættirnir Matarsaga Íslands eru í umsjón Gísla Einarssonar og Sigurlaugar Margrétar Jónasdóttur. Í þáttunum er matarmenningu Íslendinga gerð skil frá landnámi til dagsins í dag. Að þáttunum komu sérfræðingar og fræðimenn og því skýtur ansi skökku við að bersýnilega misvísandi myndefni sé notað í fræðsluskyni. Nanna segir þar að auki ekki neina þörf hafa verið á því að nota slíkt efni þar sem hellingur er til af ljósmyndum og öðru myndefni. „Kaupmannsbúð um 1900 með stóru skilti sem stendur á Kjörbúð - hálfri öld áður en það hugtak varð til? Eða bíddu - það eru bílar þarna, frá sjöunda eða áttunda áratugnum sýnist mér. Hvað er þessi grjóthlaðna „kjörbúð“ þá að gera þarna í umfjöllun um eggjainnflutning? Fyrir utan allt annað á þeirri mynd? Það er til hellingur af fínum ljósmyndum af íslenskum verslunum frá þessum tíma,“ segir hún. Te í leirskál skreyttri að hætti miðameríkumanna til forna Nanna segir jafnframt að hún hafi sérstaklega tekið það fram á einum fyrsta undirbúningsfundinum að þættirnir mættu alls ekki verða til þess að viðhalda ranghugmyndum fólks um mat á fyrri öldum eða skapa nýjar. Það sé einmitt það sem hætt er við að gerist við notkun gervigreindarmyndanna. Myndin að ofan er sú sem Ríkisútvarpið kaus að nota til að sýna innflutning um aldamótin þarsíðustu. Sú að neðan er af gufuskipinu Botníu.Vísir/Samsett Máli sínu til stuðnings ber hún saman tvær myndir, eina af Botníu, gufuskipi sem sigldi með varning á milli Íslands og Danmerkur um aldamótin 1900, og svo myndinni sem Ríkisútvarpið kaus að nota af eggjainnflutningi um svipað leyti. „Innflutningur yfir úfinn sjó til Íslands á opnum smáskipum, með opna eggjakassa á þilfari?“ spyr hún sig kaldhæðnislega. Hipsterinn téði að hella hunangi út í te sem virðist vera framreitt í leirskál skreyttri að hætti miðamerískra frumbyggja til forna.RÚV/Skjáskot Hún tekur annað dæmi. „Á einni myndinni þar situr einhver sögualdarhipster með tagl og er að fá sér hunang út í teið sitt í stóru eldhúsi þar sem allt er alveg verulega óíslenskt, ekki síst stóri fjögurra rúðu glerglugginn við hlið hans. Íslensk eldhús voru gluggalaus fyrstu 1000 ár Íslandssögunnar eða svo,“ segir hún. Ríkisútvarpið Gervigreind Bíó og sjónvarp Fjölmiðlar Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
„Ég er svo standandi hissa yfir öllum þessum gervigreindarmyndum, sem eru svo uppfullar af rangfærslum og ranghugmyndum og ganga þvert á staðreyndir um matarsögu, húsakynni, lifnaðarhætti og bara allt saman að ég á ekki orð. Skil ekki tilganginn með þeim, fyrir utan náttúrlega hvað þær eru hallærislegar og klisjukenndar,“ segir hún í færslu sem hún birti á samfélagsmiðlum. Misvísandi myndefni í fræðsluskyni Þættirnir Matarsaga Íslands eru í umsjón Gísla Einarssonar og Sigurlaugar Margrétar Jónasdóttur. Í þáttunum er matarmenningu Íslendinga gerð skil frá landnámi til dagsins í dag. Að þáttunum komu sérfræðingar og fræðimenn og því skýtur ansi skökku við að bersýnilega misvísandi myndefni sé notað í fræðsluskyni. Nanna segir þar að auki ekki neina þörf hafa verið á því að nota slíkt efni þar sem hellingur er til af ljósmyndum og öðru myndefni. „Kaupmannsbúð um 1900 með stóru skilti sem stendur á Kjörbúð - hálfri öld áður en það hugtak varð til? Eða bíddu - það eru bílar þarna, frá sjöunda eða áttunda áratugnum sýnist mér. Hvað er þessi grjóthlaðna „kjörbúð“ þá að gera þarna í umfjöllun um eggjainnflutning? Fyrir utan allt annað á þeirri mynd? Það er til hellingur af fínum ljósmyndum af íslenskum verslunum frá þessum tíma,“ segir hún. Te í leirskál skreyttri að hætti miðameríkumanna til forna Nanna segir jafnframt að hún hafi sérstaklega tekið það fram á einum fyrsta undirbúningsfundinum að þættirnir mættu alls ekki verða til þess að viðhalda ranghugmyndum fólks um mat á fyrri öldum eða skapa nýjar. Það sé einmitt það sem hætt er við að gerist við notkun gervigreindarmyndanna. Myndin að ofan er sú sem Ríkisútvarpið kaus að nota til að sýna innflutning um aldamótin þarsíðustu. Sú að neðan er af gufuskipinu Botníu.Vísir/Samsett Máli sínu til stuðnings ber hún saman tvær myndir, eina af Botníu, gufuskipi sem sigldi með varning á milli Íslands og Danmerkur um aldamótin 1900, og svo myndinni sem Ríkisútvarpið kaus að nota af eggjainnflutningi um svipað leyti. „Innflutningur yfir úfinn sjó til Íslands á opnum smáskipum, með opna eggjakassa á þilfari?“ spyr hún sig kaldhæðnislega. Hipsterinn téði að hella hunangi út í te sem virðist vera framreitt í leirskál skreyttri að hætti miðamerískra frumbyggja til forna.RÚV/Skjáskot Hún tekur annað dæmi. „Á einni myndinni þar situr einhver sögualdarhipster með tagl og er að fá sér hunang út í teið sitt í stóru eldhúsi þar sem allt er alveg verulega óíslenskt, ekki síst stóri fjögurra rúðu glerglugginn við hlið hans. Íslensk eldhús voru gluggalaus fyrstu 1000 ár Íslandssögunnar eða svo,“ segir hún.
Ríkisútvarpið Gervigreind Bíó og sjónvarp Fjölmiðlar Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira