Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar 1. mars 2025 06:01 Skattar á áfengi er óskilvirk leið til að draga úr skaðlegri neyslu á vörunni samkvæmt úttekt Viðskiptaráðs. visir/Vilhelm Álagning á áfengi er mest á Íslandi miðað við Norðurlöndin og ríki Evrópusambandsins. Þetta sýnir ný úttekt viðskiptaráðs sem hvetur ríkið til að láta af óhóflegri skattlagningu á áfengi. Ráðið telur slíka neyslustýringu koma verst niður á þeim sem misnota áfengi og að tímabært sé að leggja ÁTVR niður. 36 ár frá því að bjórinn var leyfður Samkvæmt nýrri úttekt Viðskiptaráðs á álögum ríkisins á bjór tekur ríkið tvo þriðju af söluverði. Áfengis- og skilagjald er 43 prósent, virðisaukaskattur tíu prósent og álagning ÁTVR fjórtán prósent. Álögur reiknast í hlutfalli við rúmmál vínandi í drykkjum. Árið 1989 var bjórinn leyfður á Íslandi eftir að hafa verið bannaður í 74 ár. Enn tekur hið opinbera til sín tvo þriðju af söluverði mjöðsins í formi opinberra gjalda, skatta og álagningar þrátt fyrir að 36 ár séu liðin frá því að banninu var aflétt. Vegna þessa er áfengisverð á Íslandi það hæsta á Norðurlöndum. Samkvæmt útreikningum Viðskiptaráðs myndi bjór án álagna ríkisins kosta 125 krónur en kostar í staðinn 379 krónur. Eftir því sem áfengið verður sterkara hækkar hlutfall ríkisins af söluverði en af léttvínsflösku er hlutur ríkisins 70% og af sterku víni tekur ríkið 90% af söluverði. Áfengisgjald ríkisins reiknast út frá rúmmáli vínanda í drykkjum. Viðskiptaráð Af opinberum gjöldum er áfengisgjaldið þyngst og hlutfall ríkisins hæst á sterku áfengi. Reiknast það út frá rúmmáli vínanda í drykkjum sem útskýrir mismunandi álagningu á bjór, léttvíni og sterku áfengi. Þá leggst skilagjald á umbúðir og virðisaukaskattur sem hækkar einnig verðið auk álagningar ÁTVR á áfengi í verslunum þeirra. „Álagningin er lögbundin og nemur 18% á vörur sem innihalda 22% vínanda eða minna og 12% á vörur sem innihalda meiri vínanda en það“. Munur á álagningu á áfengum og óáfengum drykkjum Samkvæmt úttektinni er meðalverð á óáfengum drykkjum aðeins 40 prósent hærra á Íslandi miðað við lönd í Evrópusambandinu. Á áfengum drykkjum er meðalverðið þrefalt og er skattlagningin hérlendis fimmfalt hærri en tíðkast innan Evrópusambandsins. Þá kemur einnig fram að meðalneysla áfengis á Íslandi hefur aukist undanfarin ár ólíkt öðrum Norðurlöndum. Ofdrykkja sé einnig mest hér af Norðurlöndunum og með því mesta sem tíðkist í Evrópu. Há skattlagning og opinber gjöld valda því að allt að 90% af söluverði renni til ríkisins. Viðskiptaráð Vilja leggja ÁTVR niður „Skattar á áfengi gera ekki greinarmun á þeim sem nota vöruna með ábyrgum hætti og þeim sem misnota hana. Óhófleg skattlagning er því óskilvirk leið til að draga úr misnotkun áfengis, þar sem að verðbreytingar hafa minnst áhrif á neyslu þeirra sem misnota vöruna. Skattlagning á áfengi er því fyrst og fremst tekjuöflunartæki en ekki lýðheilsutæki“. Viðskiptaráð hvetur stjórnvöld til að láta af óhóflegri skattlagningu á áfengi. Þá leggja þau til að ÁTVR verði lagt niður og að einokunarverslun ríkisins með áfengi verði hætt. „Ríkiseinokunarsala er tímaskekkja sem fer illa með almannafé og þjónar ekki hagsmunum neytenda“. Áfengi Neytendur Skattar og tollar Netverslun með áfengi Tengdar fréttir Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Ívar Jónsson Arndal forstjóri ÁTVR sækist ekki eftir endurráðningu og lætur af störfum þann 1. september. Hann hefur verið forstjóri í tuttugu ár og starfað hjá stofnuninni frá 1990. Ívar verður 67 ára í maí. 27. febrúar 2025 17:13 ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lögmaður innflutningsfyrirtækisins Dista, sem lagði Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins í Hæstarétti á dögunum, segir ÁTVR hafa haldið dýrari og mögulega sterkari vörum að neytendum með ólögmætum viðmiðum um hvað rataði í hillur verslunarinnar og hvað ekki. Hann gerir ráð fyrir að Ríkið sé bótaskylt gagnvart umbjóðanda sínum. 6. desember 2024 08:37 Mest lesið Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Viðskipti innlent Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Bein útsending: Framsýn forysta Viðskipti innlent Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Sjá meira
36 ár frá því að bjórinn var leyfður Samkvæmt nýrri úttekt Viðskiptaráðs á álögum ríkisins á bjór tekur ríkið tvo þriðju af söluverði. Áfengis- og skilagjald er 43 prósent, virðisaukaskattur tíu prósent og álagning ÁTVR fjórtán prósent. Álögur reiknast í hlutfalli við rúmmál vínandi í drykkjum. Árið 1989 var bjórinn leyfður á Íslandi eftir að hafa verið bannaður í 74 ár. Enn tekur hið opinbera til sín tvo þriðju af söluverði mjöðsins í formi opinberra gjalda, skatta og álagningar þrátt fyrir að 36 ár séu liðin frá því að banninu var aflétt. Vegna þessa er áfengisverð á Íslandi það hæsta á Norðurlöndum. Samkvæmt útreikningum Viðskiptaráðs myndi bjór án álagna ríkisins kosta 125 krónur en kostar í staðinn 379 krónur. Eftir því sem áfengið verður sterkara hækkar hlutfall ríkisins af söluverði en af léttvínsflösku er hlutur ríkisins 70% og af sterku víni tekur ríkið 90% af söluverði. Áfengisgjald ríkisins reiknast út frá rúmmáli vínanda í drykkjum. Viðskiptaráð Af opinberum gjöldum er áfengisgjaldið þyngst og hlutfall ríkisins hæst á sterku áfengi. Reiknast það út frá rúmmáli vínanda í drykkjum sem útskýrir mismunandi álagningu á bjór, léttvíni og sterku áfengi. Þá leggst skilagjald á umbúðir og virðisaukaskattur sem hækkar einnig verðið auk álagningar ÁTVR á áfengi í verslunum þeirra. „Álagningin er lögbundin og nemur 18% á vörur sem innihalda 22% vínanda eða minna og 12% á vörur sem innihalda meiri vínanda en það“. Munur á álagningu á áfengum og óáfengum drykkjum Samkvæmt úttektinni er meðalverð á óáfengum drykkjum aðeins 40 prósent hærra á Íslandi miðað við lönd í Evrópusambandinu. Á áfengum drykkjum er meðalverðið þrefalt og er skattlagningin hérlendis fimmfalt hærri en tíðkast innan Evrópusambandsins. Þá kemur einnig fram að meðalneysla áfengis á Íslandi hefur aukist undanfarin ár ólíkt öðrum Norðurlöndum. Ofdrykkja sé einnig mest hér af Norðurlöndunum og með því mesta sem tíðkist í Evrópu. Há skattlagning og opinber gjöld valda því að allt að 90% af söluverði renni til ríkisins. Viðskiptaráð Vilja leggja ÁTVR niður „Skattar á áfengi gera ekki greinarmun á þeim sem nota vöruna með ábyrgum hætti og þeim sem misnota hana. Óhófleg skattlagning er því óskilvirk leið til að draga úr misnotkun áfengis, þar sem að verðbreytingar hafa minnst áhrif á neyslu þeirra sem misnota vöruna. Skattlagning á áfengi er því fyrst og fremst tekjuöflunartæki en ekki lýðheilsutæki“. Viðskiptaráð hvetur stjórnvöld til að láta af óhóflegri skattlagningu á áfengi. Þá leggja þau til að ÁTVR verði lagt niður og að einokunarverslun ríkisins með áfengi verði hætt. „Ríkiseinokunarsala er tímaskekkja sem fer illa með almannafé og þjónar ekki hagsmunum neytenda“.
Áfengi Neytendur Skattar og tollar Netverslun með áfengi Tengdar fréttir Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Ívar Jónsson Arndal forstjóri ÁTVR sækist ekki eftir endurráðningu og lætur af störfum þann 1. september. Hann hefur verið forstjóri í tuttugu ár og starfað hjá stofnuninni frá 1990. Ívar verður 67 ára í maí. 27. febrúar 2025 17:13 ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lögmaður innflutningsfyrirtækisins Dista, sem lagði Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins í Hæstarétti á dögunum, segir ÁTVR hafa haldið dýrari og mögulega sterkari vörum að neytendum með ólögmætum viðmiðum um hvað rataði í hillur verslunarinnar og hvað ekki. Hann gerir ráð fyrir að Ríkið sé bótaskylt gagnvart umbjóðanda sínum. 6. desember 2024 08:37 Mest lesið Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Viðskipti innlent Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Bein útsending: Framsýn forysta Viðskipti innlent Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Sjá meira
Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Ívar Jónsson Arndal forstjóri ÁTVR sækist ekki eftir endurráðningu og lætur af störfum þann 1. september. Hann hefur verið forstjóri í tuttugu ár og starfað hjá stofnuninni frá 1990. Ívar verður 67 ára í maí. 27. febrúar 2025 17:13
ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lögmaður innflutningsfyrirtækisins Dista, sem lagði Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins í Hæstarétti á dögunum, segir ÁTVR hafa haldið dýrari og mögulega sterkari vörum að neytendum með ólögmætum viðmiðum um hvað rataði í hillur verslunarinnar og hvað ekki. Hann gerir ráð fyrir að Ríkið sé bótaskylt gagnvart umbjóðanda sínum. 6. desember 2024 08:37