Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir og Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir skrifa 1. mars 2025 08:02 Góðir kennarar skilja eftir sig spor – ekki bara í námsbókum heldur í því hvernig þau hvetja nemendur sína til að hugsa, eflast og þroskast. Þannig reyndist Silja Bára Ómarsdóttir okkur einmitt. Hún kenndi okkur ekki bara efnið heldur hvernig á að nálgast stjórnmálafræði af metnaði og gagnrýni. Fyrir okkur – og svo marga aðra nemendur í stjórnmálafræði – var hún fyrirmynd sem sýndi að það er hægt að láta rödd sína heyrast í fræðasamfélaginu. Við höfum báðar verið í doktorsnámi síðustu ár og sinnt kennslu í stjórnmálafræði. Með þeirri reynslu höfum við skilið enn betur hversu mikilvægt er að hafa leiðtoga sem stendur með akademísku samfélagi og hlustar á þau sem þar starfa. Silja Bára hefur lengi talað fyrir því að kennarar og fræðafólk fái betra starfsumhverfi, að háskólinn fái alvöru fjárframlög til að standa undir hlutverki sínu og að álag í kennslu og rannsóknum sé viðráðanlegt og sjálfbært. Hún veit hversu mikilvægt er að skapa umhverfi þar sem bæði nemendur og kennarar geta vaxið og notið sín. Hún hefur líka alltaf talað fyrir því að háskólasamfélagið þurfi að vera aðgengilegt og fjölbreytt. Þekkingin sem við byggjum upp innan HÍ á ekki að vera lokuð inni í akademískum turni – hún á að nýtast samfélaginu. Silja Bára hefur sjálf verið einstaklega öflug í að koma fram í fjölmiðlum og miðla akademískri þekkingu sinni á fræðandi og skemmtilegan hátt. Hún hefur þannig sýnt að fræðasamfélagið á ekki að vera einangrað heldur lifandi hluti af þjóðfélagsumræðunni. Háskóli Íslands þarf rektor sem hefur skýra sýn á framtíðina, en um leið einhvern sem þekkir vel til grasrótarinnar – hvernig er raunverulega að vera nemandi, kennari eða rannsakandi innan háskólans. Það gerir Silja Bára. Hún veit hvað þarf til að byggja upp sterkara og réttlátara háskólasamfélag, og þess vegna styðjum við hana af heilum hug. Höfundar eru doktorsnemar við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Háskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Góðir kennarar skilja eftir sig spor – ekki bara í námsbókum heldur í því hvernig þau hvetja nemendur sína til að hugsa, eflast og þroskast. Þannig reyndist Silja Bára Ómarsdóttir okkur einmitt. Hún kenndi okkur ekki bara efnið heldur hvernig á að nálgast stjórnmálafræði af metnaði og gagnrýni. Fyrir okkur – og svo marga aðra nemendur í stjórnmálafræði – var hún fyrirmynd sem sýndi að það er hægt að láta rödd sína heyrast í fræðasamfélaginu. Við höfum báðar verið í doktorsnámi síðustu ár og sinnt kennslu í stjórnmálafræði. Með þeirri reynslu höfum við skilið enn betur hversu mikilvægt er að hafa leiðtoga sem stendur með akademísku samfélagi og hlustar á þau sem þar starfa. Silja Bára hefur lengi talað fyrir því að kennarar og fræðafólk fái betra starfsumhverfi, að háskólinn fái alvöru fjárframlög til að standa undir hlutverki sínu og að álag í kennslu og rannsóknum sé viðráðanlegt og sjálfbært. Hún veit hversu mikilvægt er að skapa umhverfi þar sem bæði nemendur og kennarar geta vaxið og notið sín. Hún hefur líka alltaf talað fyrir því að háskólasamfélagið þurfi að vera aðgengilegt og fjölbreytt. Þekkingin sem við byggjum upp innan HÍ á ekki að vera lokuð inni í akademískum turni – hún á að nýtast samfélaginu. Silja Bára hefur sjálf verið einstaklega öflug í að koma fram í fjölmiðlum og miðla akademískri þekkingu sinni á fræðandi og skemmtilegan hátt. Hún hefur þannig sýnt að fræðasamfélagið á ekki að vera einangrað heldur lifandi hluti af þjóðfélagsumræðunni. Háskóli Íslands þarf rektor sem hefur skýra sýn á framtíðina, en um leið einhvern sem þekkir vel til grasrótarinnar – hvernig er raunverulega að vera nemandi, kennari eða rannsakandi innan háskólans. Það gerir Silja Bára. Hún veit hvað þarf til að byggja upp sterkara og réttlátara háskólasamfélag, og þess vegna styðjum við hana af heilum hug. Höfundar eru doktorsnemar við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands.
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun