Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 27. febrúar 2025 21:00 Ásthildur Lóa Þórsdóttir barna- og menntamálaráðherra ætlar að banna snjallsíma í grunnskólum frá og með næsta hausti. Vísir/Vilhelm Barna- og menntamálaráðherra ætlar að banna snjallsíma í grunnskólum landsins frá og með næsta hausti og undirbýr frumvarp þess efnis. Ráðherrann segir mikilvægt að grípa inn í og verja börn gegn ágangi samfélagsmiðla. Dönsk stjórnvöld tilkynntu í vikunni að til standi að banna snjallsíma og önnur snjalltæki í eigu nemenda í skólum og frístundaheimilum þar í landi. Með lagabreytingu á að tryggja að Danir verði í hópi þeirra þjóða sem hvað lengst hafa gengið til að halda snjalltækjunum fyrir utan skólana. Ásthildur Lóa Þórsdóttir barna- og menntamálaráðherra segir unnið að svipuðu snjallsímabanni í skólum hér á landi. „Það stendur náttúrulega í stjórnarsáttmálanum að það eigi að banna síma í skólum og ég er þegar byrjuð að vinna að því innan ráðuneytisins. Ég var að vonast til að við gætum lagt fram lagabreytingu um þetta núna á þessu þingi. Það er óvíst að það takist alla leið en kannski þannig að það gefi mér heimild til reglugerðarbreytingar en ég myndi gjarnan vilja koma þessu á fyrir næsta skólaár.“ Hún segir ríkisstjórnina samstíga í málinu. „Það er einhugur um þetta í ríkisstjórninni. Ég get líka sagt það að ég nefndi þetta fyrir allsherjar- og menntamálanefnd um daginn og það var algjör einhugur þar líka um að þetta væri eitthvað sem væri nauðsynlegt að gera.“ Vel hafi gefist að draga úr snjallsímanotkun þar sem það hafi verið reynt. Mikilvægt sé að grípa inn í því margt geti afvegaleitt börn, ekki síst óheft aðgengi að samfélagsmiðlum í símunum. „Við þurfum að verja börnin okkar gegn þessum ágangi samfélagsmiðla. Það er fólk úti í heimi sem er, hvað á ég að segja, sérmenntað í að halda athygli barna og kann að gera þetta og ætlum við bara að láta þetta allt saman bara í hendurnar á þessu fólki. Ég er ekki sammála því. Ég tel að við verðum að grípa inn í til dæmis bara fyrir félagsþroska barna, þó ekki væri annað, en það eru margir þættir sem koma þarna inn.“ Börn og uppeldi Grunnskólar Alþingi Símanotkun barna Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira
Dönsk stjórnvöld tilkynntu í vikunni að til standi að banna snjallsíma og önnur snjalltæki í eigu nemenda í skólum og frístundaheimilum þar í landi. Með lagabreytingu á að tryggja að Danir verði í hópi þeirra þjóða sem hvað lengst hafa gengið til að halda snjalltækjunum fyrir utan skólana. Ásthildur Lóa Þórsdóttir barna- og menntamálaráðherra segir unnið að svipuðu snjallsímabanni í skólum hér á landi. „Það stendur náttúrulega í stjórnarsáttmálanum að það eigi að banna síma í skólum og ég er þegar byrjuð að vinna að því innan ráðuneytisins. Ég var að vonast til að við gætum lagt fram lagabreytingu um þetta núna á þessu þingi. Það er óvíst að það takist alla leið en kannski þannig að það gefi mér heimild til reglugerðarbreytingar en ég myndi gjarnan vilja koma þessu á fyrir næsta skólaár.“ Hún segir ríkisstjórnina samstíga í málinu. „Það er einhugur um þetta í ríkisstjórninni. Ég get líka sagt það að ég nefndi þetta fyrir allsherjar- og menntamálanefnd um daginn og það var algjör einhugur þar líka um að þetta væri eitthvað sem væri nauðsynlegt að gera.“ Vel hafi gefist að draga úr snjallsímanotkun þar sem það hafi verið reynt. Mikilvægt sé að grípa inn í því margt geti afvegaleitt börn, ekki síst óheft aðgengi að samfélagsmiðlum í símunum. „Við þurfum að verja börnin okkar gegn þessum ágangi samfélagsmiðla. Það er fólk úti í heimi sem er, hvað á ég að segja, sérmenntað í að halda athygli barna og kann að gera þetta og ætlum við bara að láta þetta allt saman bara í hendurnar á þessu fólki. Ég er ekki sammála því. Ég tel að við verðum að grípa inn í til dæmis bara fyrir félagsþroska barna, þó ekki væri annað, en það eru margir þættir sem koma þarna inn.“
Börn og uppeldi Grunnskólar Alþingi Símanotkun barna Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira