Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Tómas Arnar Þorláksson skrifar 27. febrúar 2025 19:02 Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri Mosfellsbæjar, og Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka. vísir/vilhelm Nýr kjarasamningur kennara gæti leitt til aukinnar verðbólgu og vaxtahækkunar að mati aðalhagfræðings Íslandsbanka sem óttast launaskrið vegna samninganna. Bæjarstjóri Mosfellsbæjar segir ríkið þurfa að koma til móts við sveitarfélög til að standa undir auknum kostnaði. Finnbjörn Hermannsson, forseti ASÍ, hefur sagt nýgerðan kjarasamning Kennarasambands Íslands skjóta skökku við og vísað til þeirrar hófsemi sem önnur félög sýndu á sínum tíma til að stemma stigu við verðbólgu og vöxtum. Á þriðjudag var tólf þúsund félagsmönnum KÍ tryggð launahækkun upp á 20 til 25 prósent á næstu fjórum árum. Finnbjörn varaði í hádegisfréttum við uppgjörsdögum þegar núverandi samningar renna út. Áhyggjuefni er varðar verðbólgu og vexti Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, óttast að umrædd launahækkun geti komið til með að auka verðbólgu. „Hún hefur aðeins aukið óvissu og er pínu áhyggjuefni í sambandi við horfurnar um verðbólgu og vexti. Ég var mjög sáttur og fannst það jákvætt skref þegar að stöðugleikasamningarnir voru gerðir fyrir ári.“ Einnig sé aukin hætta á launaskriði og vísar hann til þess þegar kjarasamningar annarra félaga við ríki og sveitarfélög renna út. „Aðalhættan í þessu er að 2028 förum við af þessari braut sem var mörkuð í fyrra að ná fram stöðugu verðlagi, lágum vöxtum og batnandi lífskjörum án þess að vera með mjög brattar launahækkanir. Það verða væntanlega rök þeirra inn í næstu kjarasamninga að sá mögulegi munur verði jafnaður.“ Vonast til að ekki þurfi að draga saman eða hækka útsvar Það liggi fyrir að fjárhagur sveitarfélaga og ríkis muni taka á sig högg. Þeir sveitarstjórar sem ræddu við fréttastofu í dag sögðu það ekki ljóst að svo stöddu hvernig launahækkun kennara verði fjármögnuð. Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri Mosfellsbæjar, segir að um töluvert hærri útgjöld sé að ræða en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun sem muni hafa áhrif á rekstur sveitarfélagsins. Endurmeta þurfi þau verkefni sem sveitarélagið sé að sinna. „Við erum að tala um svona um það bil 300 milljónum króna hærra framlag inn í skólanna. Auðvitað fögnum við því að það hafi náðst samningar, við verðum bara að forgangsraða.“ Hún vonar að hagræðingar og ríkisaðstoð komi í veg fyrir að draga þurfi saman í þjónustu eða hækka útsvar. „Við auðvitað höfum ákveðnar væntingar. Núna erum við að búa svo um hnútanna til að gera kennarastarfið betra og eftirsóknarverðara. Við viljum auðvitað fá ríkið með okkur í þá vegferð. Það er gríðarlega mikilvægt að ríkið komi í þessa vegferð með okkur til að styrkja starfsumhverfi og stöðu kennara í íslensku samfélagi.“ Efnahagsmál Verðlag Kennaraverkfall 2024-25 Kjaraviðræður 2023-25 Kjaramál Sveitarstjórnarmál Mosfellsbær Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira
Finnbjörn Hermannsson, forseti ASÍ, hefur sagt nýgerðan kjarasamning Kennarasambands Íslands skjóta skökku við og vísað til þeirrar hófsemi sem önnur félög sýndu á sínum tíma til að stemma stigu við verðbólgu og vöxtum. Á þriðjudag var tólf þúsund félagsmönnum KÍ tryggð launahækkun upp á 20 til 25 prósent á næstu fjórum árum. Finnbjörn varaði í hádegisfréttum við uppgjörsdögum þegar núverandi samningar renna út. Áhyggjuefni er varðar verðbólgu og vexti Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, óttast að umrædd launahækkun geti komið til með að auka verðbólgu. „Hún hefur aðeins aukið óvissu og er pínu áhyggjuefni í sambandi við horfurnar um verðbólgu og vexti. Ég var mjög sáttur og fannst það jákvætt skref þegar að stöðugleikasamningarnir voru gerðir fyrir ári.“ Einnig sé aukin hætta á launaskriði og vísar hann til þess þegar kjarasamningar annarra félaga við ríki og sveitarfélög renna út. „Aðalhættan í þessu er að 2028 förum við af þessari braut sem var mörkuð í fyrra að ná fram stöðugu verðlagi, lágum vöxtum og batnandi lífskjörum án þess að vera með mjög brattar launahækkanir. Það verða væntanlega rök þeirra inn í næstu kjarasamninga að sá mögulegi munur verði jafnaður.“ Vonast til að ekki þurfi að draga saman eða hækka útsvar Það liggi fyrir að fjárhagur sveitarfélaga og ríkis muni taka á sig högg. Þeir sveitarstjórar sem ræddu við fréttastofu í dag sögðu það ekki ljóst að svo stöddu hvernig launahækkun kennara verði fjármögnuð. Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri Mosfellsbæjar, segir að um töluvert hærri útgjöld sé að ræða en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun sem muni hafa áhrif á rekstur sveitarfélagsins. Endurmeta þurfi þau verkefni sem sveitarélagið sé að sinna. „Við erum að tala um svona um það bil 300 milljónum króna hærra framlag inn í skólanna. Auðvitað fögnum við því að það hafi náðst samningar, við verðum bara að forgangsraða.“ Hún vonar að hagræðingar og ríkisaðstoð komi í veg fyrir að draga þurfi saman í þjónustu eða hækka útsvar. „Við auðvitað höfum ákveðnar væntingar. Núna erum við að búa svo um hnútanna til að gera kennarastarfið betra og eftirsóknarverðara. Við viljum auðvitað fá ríkið með okkur í þá vegferð. Það er gríðarlega mikilvægt að ríkið komi í þessa vegferð með okkur til að styrkja starfsumhverfi og stöðu kennara í íslensku samfélagi.“
Efnahagsmál Verðlag Kennaraverkfall 2024-25 Kjaraviðræður 2023-25 Kjaramál Sveitarstjórnarmál Mosfellsbær Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira