Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Árni Sæberg skrifar 27. febrúar 2025 13:50 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra. Vísir/Einar Drög að frumvarpi dómsmálaráðherra til að auka skilvirkni og efla getu yfirvalda til að endurheimta ávinnings af glæpum hafa verið lögð inn í Samráðsgátt. Meðal þess sem lagt er til er að við rannsókn hafi lögregla heimild til að óska eftir upplýsingum hjá fjármálafyrirtækjum án dómsúrskurðar. Í tilkynningu á vef Stjórnarráðs Íslands segir að í frumvarpi Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur dómsmálaráðherra sé meðal annars lagt til að stofnuð verði sérstök eining hjá embætti Héraðssaksóknara sem muni hafa leiðandi hlutverki að gegna á landsvísu við endurheimt ávinnings, til dæmis með aðstoð við lögregluembætti og með umsjón yfir haldlögðum og kyrrsettum eignum. Hægt verði að leggja hald á ólögmætan ávinning látins manns Þá séu einnig lagðar til breytingar sem fela meðal annars í sér eftirfarandi: Að við rannsókn hafi lögregla heimild til að óska eftir upplýsingum hjá fjármálafyrirtækjum án dómsúrskurðar. Núverandi fyrirkomulag hafi sætt gagnrýni af hálfu FATF, breytingin sé einnig í samræmi við það sem gildir á hinum Norðurlöndunum. Að unnt verði að haldleggja eignir til tryggingar greiðslu sekta og sakarkostnaðar, sem og að tryggja réttindi ríkisins í eignum sem lögregla hefur kyrrsett. Að heimilt verði að dæma einstaklinga til að greiða fjárhæð sem nemur ávinningi af broti, ef haldlögð verðmæti duga ekki til. Ef ekki vitað hver hefur gerst brotlegur, hver er eigandi eða handhafi eigna eða réttinda eða viðkomandi er látinn eða hefur ekki þekktan dvalarstað hér á landi megi beita upptöku ávinnings án þess að nokkur sé ákærður með úrskurði. Stefnan að takast á við skipulagða glæpastarfsemi „Þetta frumvarp er nýtt og mikilvægt skref í baráttunni við skipulagða glæpastarfsemi sem er áherslumál þessarar ríkisstjórnar. Með frumvarpinu aukum við skilvirkni og eflum löggæsluyfirvöld til að sinna því nauðsynlega hlutverki sem felst í endurheimt illa fengins ágóða. Það er stefna okkar að taka fast á skipulagðri glæpastarfsemi,“ er haft eftir Þorbjörgu Sigríði. Í frumvarpinu felist breytingar á meðal annars lögum um meðferð sakamála, almennum hegningarlögum og lögreglulögum og frumvarpið sé liður í að uppfylla alþjóðlegar skuldbindingar sem leiða má af þátttöku Íslands í alþjóðlega fjármálaaðgerðahópum um varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, FATF (e. Financial Action Task Force). Með frumvarpinu sé regluverk einnig fært til betra samræmis við það sem gildir á hinum Norðurlöndunum. Lögreglan Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Fjármálafyrirtæki Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Fréttir Píratar kjósa formann í lok mánaðar Innlent Fleiri fréttir Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Sjá meira
Í tilkynningu á vef Stjórnarráðs Íslands segir að í frumvarpi Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur dómsmálaráðherra sé meðal annars lagt til að stofnuð verði sérstök eining hjá embætti Héraðssaksóknara sem muni hafa leiðandi hlutverki að gegna á landsvísu við endurheimt ávinnings, til dæmis með aðstoð við lögregluembætti og með umsjón yfir haldlögðum og kyrrsettum eignum. Hægt verði að leggja hald á ólögmætan ávinning látins manns Þá séu einnig lagðar til breytingar sem fela meðal annars í sér eftirfarandi: Að við rannsókn hafi lögregla heimild til að óska eftir upplýsingum hjá fjármálafyrirtækjum án dómsúrskurðar. Núverandi fyrirkomulag hafi sætt gagnrýni af hálfu FATF, breytingin sé einnig í samræmi við það sem gildir á hinum Norðurlöndunum. Að unnt verði að haldleggja eignir til tryggingar greiðslu sekta og sakarkostnaðar, sem og að tryggja réttindi ríkisins í eignum sem lögregla hefur kyrrsett. Að heimilt verði að dæma einstaklinga til að greiða fjárhæð sem nemur ávinningi af broti, ef haldlögð verðmæti duga ekki til. Ef ekki vitað hver hefur gerst brotlegur, hver er eigandi eða handhafi eigna eða réttinda eða viðkomandi er látinn eða hefur ekki þekktan dvalarstað hér á landi megi beita upptöku ávinnings án þess að nokkur sé ákærður með úrskurði. Stefnan að takast á við skipulagða glæpastarfsemi „Þetta frumvarp er nýtt og mikilvægt skref í baráttunni við skipulagða glæpastarfsemi sem er áherslumál þessarar ríkisstjórnar. Með frumvarpinu aukum við skilvirkni og eflum löggæsluyfirvöld til að sinna því nauðsynlega hlutverki sem felst í endurheimt illa fengins ágóða. Það er stefna okkar að taka fast á skipulagðri glæpastarfsemi,“ er haft eftir Þorbjörgu Sigríði. Í frumvarpinu felist breytingar á meðal annars lögum um meðferð sakamála, almennum hegningarlögum og lögreglulögum og frumvarpið sé liður í að uppfylla alþjóðlegar skuldbindingar sem leiða má af þátttöku Íslands í alþjóðlega fjármálaaðgerðahópum um varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, FATF (e. Financial Action Task Force). Með frumvarpinu sé regluverk einnig fært til betra samræmis við það sem gildir á hinum Norðurlöndunum.
Lögreglan Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Fjármálafyrirtæki Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Fréttir Píratar kjósa formann í lok mánaðar Innlent Fleiri fréttir Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Sjá meira