Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Stefán Árni Pálsson skrifar 27. febrúar 2025 11:31 Íris Hólm er 54 kíló í dag. Sem mest var hún 122. Mosfellingurinn Íris Hólm Jónsdóttir var orðin 122 kíló og var hrædd um eigið líf. Hún tók málin í eigin hendur og hvetur fólk sem tekst á við erfiðleika í lífinu að leita sér hjálpar en Sindri Sindrason ræddi við hana í Íslandi í dag í vikunni. Íris hætti ung í skóla og byrjaði að baka pítsur á pítsastöðum. Söngur átti samt hug hennar allan. Mögulega muna sumir eftir henni úr Idol þar sem hún keppti aðeins sextán ára og ári síðar tók hún þátt í X-Factor og endaði í fjórða sæti. Við tók ágætis ferill og var hún í bakröddum hjá Frostrósum og fleirum. Hana langaði alltaf í nám en það gekk alltaf frekar brösuglega. Seinna átti hún eftir að fá ADHD greiningu sem skýrði margt. Þegar Íris var 24 ára varð hún ófrísk af dóttur sinni. Tveimur árum síðar var hún mætt í söngleikjanám í New York og útskrifaðist 2017. Hún kemur heim og byrjar að kenna leiklist í grunnskóla. „Eftir tvö ár því starfi þá krassa ég eiginlega bara og fæ taugaáfall,“ segir Íris og bætir við að þá hafa tekið við endurhæfingarferli. Tveimur árum síðar greinist hún með geðhvörf tvö. „Sem útskýrir betur allt sem á undan hafði gengið,“ segir hún en við tók eins og gefur að skilja vinna með sjúkdóminn. „Síðan þá er ég búin að vera í góðum bata en gengst síðan undir efnaskiptaaðgerð árið 2021 sem breytti líka bara öllu. Ég held ég hafi byrjað að fitna í kringum sextán, sautján ára aldurinn. Þá var ég með mínum fyrsta kærasta og margt að gerast og maður breytist líkamlega. En þetta var alls ekki að trufla mig og ég taldi þetta bara eðlilegan hluta af lífinu. Ég var alltaf mikið jójó. Fitnaði aðeins og léttist aftur. Þegar ég varð ófrísk 24 ára bæti ég á mig þyngd sem ég á erfitt með að losa mig við,“ segir Íris sem prófaði í kjölfarið alla kúrana. Andleg líðan eftir barnsburð var erfið segir hún og ofþyngdin ýtti undir þunglyndi og þunglyndið ýtti undir ofþyngd. „Ég leitaði í mat með allt. Ef það gekk vel þá keypti ég mér eitthvað gott. Ef það gekk illa þá huggaði ég sjálfan mig með að borða eitthvað þannig að matur var alltaf mitt til að díla við allt. Vanlíðan ýtir undir mataræði sem varð mér ekki til góðs.“ Um þrítugt var hún komin með áhyggjur af sjálfri sér. „Ég var farinn að finna í líkamanum að ég var farin að vantreysta honum. Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttir mín bað um að fara í göngutúra. Ég var 32 ára og hugsaði með mér hvort það væri nú eðlilegt að fá kvíðakast ef dóttir mín vill fara í stuttan göngutúr. Ég var farin að fá kvíða yfir því að fara í flug, hvað er langt þangað til að ég þarf framlengingu á beltið. Hnén voru orðin léleg og ég var alltaf með bakverki. Þetta hélst allt í hendur. Andlega líðanin og líkamlega ástandið.“ Eins og áður segir var Íris orðin 122 kíló þegar hún var sem þyngst en hún er 167 sentímetrar á hæð. Andleg líðan hennar var orðin slæm. „Ég gat ekki gefið af mér það sem ég vildi þegar mér leið svona líkamlega,“ segir Íris en bætir við að þetta snúist alls ekki um útlitið, heldur um heilsuna. „Ég er 54 kíló í dag og var orðin 122. Nú er ég bara að vinna í því að vinna upp vöðvamassa og styrkja mig. Ég geri mér alveg grein fyrir því að þegar ýkjurnar eru 122 kíló þá er auðvelt að fara í ýkjurnar í hina áttina. Ég þarf að minna mig á það að borða en ég sækist líka í öðruvísi mat í dag, hreinni mat. Það er í eðli efnaskiptaaðgerða að efnaskiptin hafa breyst og líkaminn kallar á öðruvísi fæðu og næringu.“ Hér að ofan má sjá innslagið í heild sinin. Ísland í dag Heilsa Heilbrigðismál Mosfellsbær Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Superstore-leikari látinn Lífið Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Sjá meira
Íris hætti ung í skóla og byrjaði að baka pítsur á pítsastöðum. Söngur átti samt hug hennar allan. Mögulega muna sumir eftir henni úr Idol þar sem hún keppti aðeins sextán ára og ári síðar tók hún þátt í X-Factor og endaði í fjórða sæti. Við tók ágætis ferill og var hún í bakröddum hjá Frostrósum og fleirum. Hana langaði alltaf í nám en það gekk alltaf frekar brösuglega. Seinna átti hún eftir að fá ADHD greiningu sem skýrði margt. Þegar Íris var 24 ára varð hún ófrísk af dóttur sinni. Tveimur árum síðar var hún mætt í söngleikjanám í New York og útskrifaðist 2017. Hún kemur heim og byrjar að kenna leiklist í grunnskóla. „Eftir tvö ár því starfi þá krassa ég eiginlega bara og fæ taugaáfall,“ segir Íris og bætir við að þá hafa tekið við endurhæfingarferli. Tveimur árum síðar greinist hún með geðhvörf tvö. „Sem útskýrir betur allt sem á undan hafði gengið,“ segir hún en við tók eins og gefur að skilja vinna með sjúkdóminn. „Síðan þá er ég búin að vera í góðum bata en gengst síðan undir efnaskiptaaðgerð árið 2021 sem breytti líka bara öllu. Ég held ég hafi byrjað að fitna í kringum sextán, sautján ára aldurinn. Þá var ég með mínum fyrsta kærasta og margt að gerast og maður breytist líkamlega. En þetta var alls ekki að trufla mig og ég taldi þetta bara eðlilegan hluta af lífinu. Ég var alltaf mikið jójó. Fitnaði aðeins og léttist aftur. Þegar ég varð ófrísk 24 ára bæti ég á mig þyngd sem ég á erfitt með að losa mig við,“ segir Íris sem prófaði í kjölfarið alla kúrana. Andleg líðan eftir barnsburð var erfið segir hún og ofþyngdin ýtti undir þunglyndi og þunglyndið ýtti undir ofþyngd. „Ég leitaði í mat með allt. Ef það gekk vel þá keypti ég mér eitthvað gott. Ef það gekk illa þá huggaði ég sjálfan mig með að borða eitthvað þannig að matur var alltaf mitt til að díla við allt. Vanlíðan ýtir undir mataræði sem varð mér ekki til góðs.“ Um þrítugt var hún komin með áhyggjur af sjálfri sér. „Ég var farinn að finna í líkamanum að ég var farin að vantreysta honum. Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttir mín bað um að fara í göngutúra. Ég var 32 ára og hugsaði með mér hvort það væri nú eðlilegt að fá kvíðakast ef dóttir mín vill fara í stuttan göngutúr. Ég var farin að fá kvíða yfir því að fara í flug, hvað er langt þangað til að ég þarf framlengingu á beltið. Hnén voru orðin léleg og ég var alltaf með bakverki. Þetta hélst allt í hendur. Andlega líðanin og líkamlega ástandið.“ Eins og áður segir var Íris orðin 122 kíló þegar hún var sem þyngst en hún er 167 sentímetrar á hæð. Andleg líðan hennar var orðin slæm. „Ég gat ekki gefið af mér það sem ég vildi þegar mér leið svona líkamlega,“ segir Íris en bætir við að þetta snúist alls ekki um útlitið, heldur um heilsuna. „Ég er 54 kíló í dag og var orðin 122. Nú er ég bara að vinna í því að vinna upp vöðvamassa og styrkja mig. Ég geri mér alveg grein fyrir því að þegar ýkjurnar eru 122 kíló þá er auðvelt að fara í ýkjurnar í hina áttina. Ég þarf að minna mig á það að borða en ég sækist líka í öðruvísi mat í dag, hreinni mat. Það er í eðli efnaskiptaaðgerða að efnaskiptin hafa breyst og líkaminn kallar á öðruvísi fæðu og næringu.“ Hér að ofan má sjá innslagið í heild sinin.
Ísland í dag Heilsa Heilbrigðismál Mosfellsbær Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Superstore-leikari látinn Lífið Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Sjá meira