Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Atli Ísleifsson skrifar 26. febrúar 2025 13:07 Ásdís Kristjánsdóttir hefur gegnt embætti bæjarstjóra Kópavogsbæjar frá árinu 2022. Vísir/Vilhelm Ráðist hefur verið í breytingar á stjórnkerfi og skipuriti Kópavogsbæjar sem ætlað er að bæta þjónustu við íbúa, auka skilvirkni og skýra hlutverk og ábyrgð stjórnsýslunnar. Samkvæmt upplýsingum frá Kópavogsbæ hefur þremur verið sagt upp í tengslum við breytingarnar sem samþykktar voru á fundi bæjarstjórnar Kópavogs í gær. Auglýst verður eftir þremur nýjum skrifstofustjórum á næstu dögum. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ kemur fram að í breytingunum felist að stjórnsýslusvið og fjármálasvið bæjarins eru lögð niður og í stað þeirra verði til fjórar skrifstofur um verkefni sviðanna; Skrifstofa umbóta og þróunar, skrifstofa þjónustu, skrifstofa mannauðs og kjaramála og skrifstofa áhættu- og fjárstýringar. Þar segir að bæjarritari verði í skipuriti næstráðanda bæjarstjóra og verði yfirmaður lögfræðiþjónustu, skjalaþjónustu og þjónustu við bæjarstjóra og fastanefndir. Skrifstofustjórar heyri beint undir bæjarstjóra eins og sviðsstjórar fagsviða. Haft er eftir Ásdísi Kristjánsdóttur bæjarstjóra að Kópavogsbær sé stækkandi sveitarfélag og það hafi verið orðið tímabært að endurskoða stjórnsýslu bæjarins í takt við breyttar þarfir. „Meginmarkmið breytinganna er að skýra og skerpa hlutverk miðlægrar stjórnsýslu. Við ætlum að efla þjónustu við íbúa bæjarins meðal annars með aukinni stafrænni þjónustu. Þá munum við áfram standa vörð um góðan rekstur og ábyrga áhættu- og fjárstýringu með því að efla greiningar á rekstri einstakra málaflokka, þvert á svið og skrifstofur hjá Kópavogsbæ,“ er haft eftir Ásdísi. Um helstu verkefni nýrra skrifstofa segir: Skrifstofa umbóta og þróunar: Þverlæg verkefni sem snúa að umbótum og þróun innan sveitarfélagsins, stafræn þjónusta, stuðningur við innleiðingu þeirra stefna sem markaðar hafa verið hjá Kópavogsbæ, þróun stjórnendaupplýsinga og mælaborða, menningarmál, markaðs- og samskiptamál og menningarmál. Skrifstofa þjónustu: Sameinað þjónustuver velferðar- og stjórnsýslusviðs, síma og netmál, kerfis-, rekstrar- og notendaþjónusta og samskipti við ytri birgja varðandi upplýsingatæknimál, mötuneyti, fasteignaumsjón og innkaupamál. Skrifstofa mannauðs- og kjaramála: Verkefni mannauðsdeildar, launabókhald sem og launavinnsla. Skrifstofa áhættu- og fjárstýringar: Stefnumótun og greining á áhættu og fjárfestingum, mörkun áhættustefnu og virkrar áhættustýringar í starfsemi og rekstri Kópavogsbæjar, fasteignastefna og stefna vegna eignarhalds í félögum og skipulega greiningarvinnu þvert á svið, ásamt gerð fjárfestingaráætlana. Í tilkynningu segir ennfremur að auglýst verði á næstu dögum eftir skrifstofustjórum þriggja af fjórum nýrra skrifstofa: Þjónustustjóra, umbóta- og þróunarstjóra og áhættu- og fjárstýringarstjóra. Núverandi mannauðsstjóri verði yfir skrifstofu mannauðs- og kjaramála. „Framkvæmdastjórn sveitarfélagsins verður í kjölfar breytinganna auk bæjarstjóra skipuð bæjarritara, mannauðsstjóra, þjónustustjóra, áhættu- og fjárstýringarstjóra, umbóta og þróunarstjóra, sviðsstjóra velferðarsviðs, sviðsstjóra menntasviðs og sviðsstjóra umhverfissviðs. Breytingarnar taka gildi um mánaðamót,“ segir í tilkynningunni. Kópavogur Vinnumarkaður Stjórnsýsla Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fleiri fréttir Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Sjá meira
Í tilkynningu frá Kópavogsbæ kemur fram að í breytingunum felist að stjórnsýslusvið og fjármálasvið bæjarins eru lögð niður og í stað þeirra verði til fjórar skrifstofur um verkefni sviðanna; Skrifstofa umbóta og þróunar, skrifstofa þjónustu, skrifstofa mannauðs og kjaramála og skrifstofa áhættu- og fjárstýringar. Þar segir að bæjarritari verði í skipuriti næstráðanda bæjarstjóra og verði yfirmaður lögfræðiþjónustu, skjalaþjónustu og þjónustu við bæjarstjóra og fastanefndir. Skrifstofustjórar heyri beint undir bæjarstjóra eins og sviðsstjórar fagsviða. Haft er eftir Ásdísi Kristjánsdóttur bæjarstjóra að Kópavogsbær sé stækkandi sveitarfélag og það hafi verið orðið tímabært að endurskoða stjórnsýslu bæjarins í takt við breyttar þarfir. „Meginmarkmið breytinganna er að skýra og skerpa hlutverk miðlægrar stjórnsýslu. Við ætlum að efla þjónustu við íbúa bæjarins meðal annars með aukinni stafrænni þjónustu. Þá munum við áfram standa vörð um góðan rekstur og ábyrga áhættu- og fjárstýringu með því að efla greiningar á rekstri einstakra málaflokka, þvert á svið og skrifstofur hjá Kópavogsbæ,“ er haft eftir Ásdísi. Um helstu verkefni nýrra skrifstofa segir: Skrifstofa umbóta og þróunar: Þverlæg verkefni sem snúa að umbótum og þróun innan sveitarfélagsins, stafræn þjónusta, stuðningur við innleiðingu þeirra stefna sem markaðar hafa verið hjá Kópavogsbæ, þróun stjórnendaupplýsinga og mælaborða, menningarmál, markaðs- og samskiptamál og menningarmál. Skrifstofa þjónustu: Sameinað þjónustuver velferðar- og stjórnsýslusviðs, síma og netmál, kerfis-, rekstrar- og notendaþjónusta og samskipti við ytri birgja varðandi upplýsingatæknimál, mötuneyti, fasteignaumsjón og innkaupamál. Skrifstofa mannauðs- og kjaramála: Verkefni mannauðsdeildar, launabókhald sem og launavinnsla. Skrifstofa áhættu- og fjárstýringar: Stefnumótun og greining á áhættu og fjárfestingum, mörkun áhættustefnu og virkrar áhættustýringar í starfsemi og rekstri Kópavogsbæjar, fasteignastefna og stefna vegna eignarhalds í félögum og skipulega greiningarvinnu þvert á svið, ásamt gerð fjárfestingaráætlana. Í tilkynningu segir ennfremur að auglýst verði á næstu dögum eftir skrifstofustjórum þriggja af fjórum nýrra skrifstofa: Þjónustustjóra, umbóta- og þróunarstjóra og áhættu- og fjárstýringarstjóra. Núverandi mannauðsstjóri verði yfir skrifstofu mannauðs- og kjaramála. „Framkvæmdastjórn sveitarfélagsins verður í kjölfar breytinganna auk bæjarstjóra skipuð bæjarritara, mannauðsstjóra, þjónustustjóra, áhættu- og fjárstýringarstjóra, umbóta og þróunarstjóra, sviðsstjóra velferðarsviðs, sviðsstjóra menntasviðs og sviðsstjóra umhverfissviðs. Breytingarnar taka gildi um mánaðamót,“ segir í tilkynningunni.
Um helstu verkefni nýrra skrifstofa segir: Skrifstofa umbóta og þróunar: Þverlæg verkefni sem snúa að umbótum og þróun innan sveitarfélagsins, stafræn þjónusta, stuðningur við innleiðingu þeirra stefna sem markaðar hafa verið hjá Kópavogsbæ, þróun stjórnendaupplýsinga og mælaborða, menningarmál, markaðs- og samskiptamál og menningarmál. Skrifstofa þjónustu: Sameinað þjónustuver velferðar- og stjórnsýslusviðs, síma og netmál, kerfis-, rekstrar- og notendaþjónusta og samskipti við ytri birgja varðandi upplýsingatæknimál, mötuneyti, fasteignaumsjón og innkaupamál. Skrifstofa mannauðs- og kjaramála: Verkefni mannauðsdeildar, launabókhald sem og launavinnsla. Skrifstofa áhættu- og fjárstýringar: Stefnumótun og greining á áhættu og fjárfestingum, mörkun áhættustefnu og virkrar áhættustýringar í starfsemi og rekstri Kópavogsbæjar, fasteignastefna og stefna vegna eignarhalds í félögum og skipulega greiningarvinnu þvert á svið, ásamt gerð fjárfestingaráætlana.
Kópavogur Vinnumarkaður Stjórnsýsla Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fleiri fréttir Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Sjá meira