Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir og Stefanía Benónísdóttir skrifa 26. febrúar 2025 11:30 Aukin fjármögnun til vísindarannsókna á Íslandi er nauðsynleg. „Öflugt rannsóknastarf er nauðsynlegur drifkraftur nýliðunar í háskólum með aðkomu nýdoktora og nýrra akademískra starfsmanna, auk þess sem slík uppbygging er forsenda nýsköpunar á öllum sviðum atvinnulífs.“ Þetta skrifar Magnús Karl Magnússon prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands á heimasíðu sinni en hann býður sig fram í rektorskosningum skólans sem fram fara um miðjan mars. Við sem erum nýdoktorar tökum heilshugar undir orð Magnúsar Karls. Við teljum nauðsynlegt að rektor beiti sér fyrir því að opinberir sjóðir vísinda verði stórlega efldir. Eins og doktorsnemar og nýdoktorar hafa ítrekað bent á hefur niðurskurður á rannsóknarsjóðum síðustu ár valdið vísindasamfélaginu á Íslandi óafturkræfum skaða sem kemur bæði niður á kennslu og rannsóknum við Háskóla Íslands. Slíkir sjóðir gera vísindafólki kleift að vinna að mikilvægum langtímarannsóknum, viðhalda alþjóðlegu samstarfi, stuðla að nýsköpun og tryggja fjölbreytni rannsóknarverkefna í íslensku vísindasamfélagi. Frekari uppbygging öflugs innlends sjóðakerfis vísinda og rannsókna er lykilatriði. Slíkt net er forsenda þess að hér haldi áfram að vaxa öflugt fræðasamfélag með alþjóðleg tengsl sem getur aflað enn stærri styrkja á erlendum vettvangi. Magnús Karl hefur látið sig þessi mál varða í yfir tuttugu ár. Enn fremur varðar miklu að styrkja stoðir nýdoktora við Háskóla Íslands. Þessi hópur rannsakenda gegnir bæði veigamiklu hlutverki í rannsóknastarfi og kemur að kennslu og þjálfun á ýmsum stigum háskólanáms. Með þetta að leiðarljósi styðjum við Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands! Sólveig Ásta Sigurðardóttir, nýdoktor við RIKK - Rannsóknarstofnun í jafnréttisfræðum Stefanía Benónísdóttir, nýdoktor við Verkfræði- og náttúruvísindasvið Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Háskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Sjá meira
Aukin fjármögnun til vísindarannsókna á Íslandi er nauðsynleg. „Öflugt rannsóknastarf er nauðsynlegur drifkraftur nýliðunar í háskólum með aðkomu nýdoktora og nýrra akademískra starfsmanna, auk þess sem slík uppbygging er forsenda nýsköpunar á öllum sviðum atvinnulífs.“ Þetta skrifar Magnús Karl Magnússon prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands á heimasíðu sinni en hann býður sig fram í rektorskosningum skólans sem fram fara um miðjan mars. Við sem erum nýdoktorar tökum heilshugar undir orð Magnúsar Karls. Við teljum nauðsynlegt að rektor beiti sér fyrir því að opinberir sjóðir vísinda verði stórlega efldir. Eins og doktorsnemar og nýdoktorar hafa ítrekað bent á hefur niðurskurður á rannsóknarsjóðum síðustu ár valdið vísindasamfélaginu á Íslandi óafturkræfum skaða sem kemur bæði niður á kennslu og rannsóknum við Háskóla Íslands. Slíkir sjóðir gera vísindafólki kleift að vinna að mikilvægum langtímarannsóknum, viðhalda alþjóðlegu samstarfi, stuðla að nýsköpun og tryggja fjölbreytni rannsóknarverkefna í íslensku vísindasamfélagi. Frekari uppbygging öflugs innlends sjóðakerfis vísinda og rannsókna er lykilatriði. Slíkt net er forsenda þess að hér haldi áfram að vaxa öflugt fræðasamfélag með alþjóðleg tengsl sem getur aflað enn stærri styrkja á erlendum vettvangi. Magnús Karl hefur látið sig þessi mál varða í yfir tuttugu ár. Enn fremur varðar miklu að styrkja stoðir nýdoktora við Háskóla Íslands. Þessi hópur rannsakenda gegnir bæði veigamiklu hlutverki í rannsóknastarfi og kemur að kennslu og þjálfun á ýmsum stigum háskólanáms. Með þetta að leiðarljósi styðjum við Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands! Sólveig Ásta Sigurðardóttir, nýdoktor við RIKK - Rannsóknarstofnun í jafnréttisfræðum Stefanía Benónísdóttir, nýdoktor við Verkfræði- og náttúruvísindasvið
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun