Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 25. febrúar 2025 13:02 Mótmælunum lauk um klukkan níu í morgun. Þá voru margir farnir til vinnu en þessi voru enn á staðnum þegar ljósmyndari Vísis leit við. Vísir/Vilhelm Kennarar eru vonsviknir eftir atburðarásina fyrir helgi þegar sveitarfélögin höfnuðu innanhússtillögu sem ríkissáttasemjari lagði fram sem kennarar höfðu samþykkt. Í gær var hluti heimasíðu Sambands íslenskra sveitarfélaga í ólagi og var ekki hægt að nálgast fundagerðir stjórnar sambandsins en nú hafa þær að nýju verið birtar. Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður SÍS, hefur látið hafa eftir sér að hún væri hlynnt tillögunni. Þess sér þó hvergi stað í fundargerðum Sambandsins þar sem fjallað er um afstöðu stjórnar. En klukkan þrjú í dag koma kennarar og viðsemjendur saman til fundar hjá ríkissáttasemjara og í morgun mættu hátt í sjötíu kennarar í Garðabæ í Sveinatungu á Garðatorgi þar sem fundur bæjarráðs fór fram. Ragnheiður Stephensen, kennari í Garðaskóla, var þar á meðal. „Við vildum bara í kjölfar þessara atburða sem urðu síðasta föstudag ítreka óánægju okkar með stöðu mála.“ Almar Guðmundsson bæjarstjóri hafi tjáð henni að bæjarráð hefði ályktað um að brýnt væri að samningum yrði náð sem fyrst. Óttast orðin tóm Ragnheiður segir að kennarar séu reynslunni ríkari eftir samkomulag frá 2016 og geti því ekki tekið loforðum sem gætu reynst orðin tóm. Virðismatsvegferðin sé enn á teikniborðinu en hún sé óútfærð sem skipti máli í þessu sambandi. „Því ef þú viðurkennir ekki að það að vera með umsjón með risastórum hópi nemenda jafngildi að vera með mannaforráð á opinbera markaðnum þá kemur engin jöfnun fram. Það er nefnilega ennþá þetta viðhorf að eftir því sem þú kennir og vinnur með yngri börnum því minna áttu að fá launað. Sem foreldrar hljóta þeir að átta sig á því að þeir vilja hafa jafn hæfa einstaklinga til að hugsa um lítil börn, meðalstór börn og stór börn.“ Ragnheiður var spurð að því hvort hún hefði skilning á erfiðri stöðu sveitarfélaganna því þau eru missterk fjárhagslega. „Ríkið verður að sjálfsögðu að stíga inn og endurskoða skiptingu kökunnar. en það er ekki eitthvað sem kennaraforystan getur verið að hafa áhyggjur af. Sveitarfélögin og ríkið verða að ráða fram úr því.“ Garðabær Kennaraverkfall 2024-25 Kjaraviðræður 2023-25 Kjaramál Tengdar fréttir Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri segist ekki hafa komið nálægt því að ákveða að innanhússtillaga yrði lögð fram í kjaradeilu kennara fyrir helgi. Kennarar samþykktu tillöguna en Samband íslenskra sveitarfélaga hafnaði henni. Heiða Björg er formaður sambandsins. 25. febrúar 2025 09:52 Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Kennarar í Garðabæ fjölmenntu í Sveinatungu á Garðatorgi í morgun til að minna á kjarabaráttu sína. Fundur bæjarráðs hófst klukkan átta og liggja kennarar á gluggunum með fána á lofti meðan fundurinn fer fram. Boðað hefur verið til fundar í deilunni hjá sáttasemjara klukkan 15 í dag. 25. febrúar 2025 09:05 „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Hljóðið er fremur þungt í skólameisturum Menntaskólans á Akureyri og Verkmenntaskólans á Akureyri en ótímabundið verkfall er skollið á í skólunum tveimur, auk þriggja annarra. Þeir vilja að deiluaðilar sitji við og fundi að lausn deilunnar, það sé ekki í boði að vera í störukeppni á meðan nemendur verði af menntun. 24. febrúar 2025 19:35 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Fleiri fréttir Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Sjá meira
Í gær var hluti heimasíðu Sambands íslenskra sveitarfélaga í ólagi og var ekki hægt að nálgast fundagerðir stjórnar sambandsins en nú hafa þær að nýju verið birtar. Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður SÍS, hefur látið hafa eftir sér að hún væri hlynnt tillögunni. Þess sér þó hvergi stað í fundargerðum Sambandsins þar sem fjallað er um afstöðu stjórnar. En klukkan þrjú í dag koma kennarar og viðsemjendur saman til fundar hjá ríkissáttasemjara og í morgun mættu hátt í sjötíu kennarar í Garðabæ í Sveinatungu á Garðatorgi þar sem fundur bæjarráðs fór fram. Ragnheiður Stephensen, kennari í Garðaskóla, var þar á meðal. „Við vildum bara í kjölfar þessara atburða sem urðu síðasta föstudag ítreka óánægju okkar með stöðu mála.“ Almar Guðmundsson bæjarstjóri hafi tjáð henni að bæjarráð hefði ályktað um að brýnt væri að samningum yrði náð sem fyrst. Óttast orðin tóm Ragnheiður segir að kennarar séu reynslunni ríkari eftir samkomulag frá 2016 og geti því ekki tekið loforðum sem gætu reynst orðin tóm. Virðismatsvegferðin sé enn á teikniborðinu en hún sé óútfærð sem skipti máli í þessu sambandi. „Því ef þú viðurkennir ekki að það að vera með umsjón með risastórum hópi nemenda jafngildi að vera með mannaforráð á opinbera markaðnum þá kemur engin jöfnun fram. Það er nefnilega ennþá þetta viðhorf að eftir því sem þú kennir og vinnur með yngri börnum því minna áttu að fá launað. Sem foreldrar hljóta þeir að átta sig á því að þeir vilja hafa jafn hæfa einstaklinga til að hugsa um lítil börn, meðalstór börn og stór börn.“ Ragnheiður var spurð að því hvort hún hefði skilning á erfiðri stöðu sveitarfélaganna því þau eru missterk fjárhagslega. „Ríkið verður að sjálfsögðu að stíga inn og endurskoða skiptingu kökunnar. en það er ekki eitthvað sem kennaraforystan getur verið að hafa áhyggjur af. Sveitarfélögin og ríkið verða að ráða fram úr því.“
Garðabær Kennaraverkfall 2024-25 Kjaraviðræður 2023-25 Kjaramál Tengdar fréttir Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri segist ekki hafa komið nálægt því að ákveða að innanhússtillaga yrði lögð fram í kjaradeilu kennara fyrir helgi. Kennarar samþykktu tillöguna en Samband íslenskra sveitarfélaga hafnaði henni. Heiða Björg er formaður sambandsins. 25. febrúar 2025 09:52 Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Kennarar í Garðabæ fjölmenntu í Sveinatungu á Garðatorgi í morgun til að minna á kjarabaráttu sína. Fundur bæjarráðs hófst klukkan átta og liggja kennarar á gluggunum með fána á lofti meðan fundurinn fer fram. Boðað hefur verið til fundar í deilunni hjá sáttasemjara klukkan 15 í dag. 25. febrúar 2025 09:05 „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Hljóðið er fremur þungt í skólameisturum Menntaskólans á Akureyri og Verkmenntaskólans á Akureyri en ótímabundið verkfall er skollið á í skólunum tveimur, auk þriggja annarra. Þeir vilja að deiluaðilar sitji við og fundi að lausn deilunnar, það sé ekki í boði að vera í störukeppni á meðan nemendur verði af menntun. 24. febrúar 2025 19:35 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Fleiri fréttir Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Sjá meira
Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri segist ekki hafa komið nálægt því að ákveða að innanhússtillaga yrði lögð fram í kjaradeilu kennara fyrir helgi. Kennarar samþykktu tillöguna en Samband íslenskra sveitarfélaga hafnaði henni. Heiða Björg er formaður sambandsins. 25. febrúar 2025 09:52
Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Kennarar í Garðabæ fjölmenntu í Sveinatungu á Garðatorgi í morgun til að minna á kjarabaráttu sína. Fundur bæjarráðs hófst klukkan átta og liggja kennarar á gluggunum með fána á lofti meðan fundurinn fer fram. Boðað hefur verið til fundar í deilunni hjá sáttasemjara klukkan 15 í dag. 25. febrúar 2025 09:05
„Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Hljóðið er fremur þungt í skólameisturum Menntaskólans á Akureyri og Verkmenntaskólans á Akureyri en ótímabundið verkfall er skollið á í skólunum tveimur, auk þriggja annarra. Þeir vilja að deiluaðilar sitji við og fundi að lausn deilunnar, það sé ekki í boði að vera í störukeppni á meðan nemendur verði af menntun. 24. febrúar 2025 19:35