Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Hólmfríður Gísladóttir skrifar 25. febrúar 2025 10:52 Brimbrettafélagið hefur mótmælt harðlega fyrirhugðum framkvæmdum og segja þær munu eyðileggja einstakt íþróttasvæði. Getty Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur vísað frá máli Brimbrettafélags Íslands, sem kærði ákvörðun bæjarstjórnar Ölfuss að samþykkja umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir gerð landfyllingar við Suðurvararbryggju. Fréttastofa hefur fjallað nokkuð um málið en Brimbrettafélagið segir fyrirhugaðar framkvæmdir munu spilla öldusvæði sem sé einstakt á landsvísu. Úrskurðarnefndin fyrirskipaði stöðvun framkvæmda við gerð landfyllingarinnar 12. febrúar síðastliðinn, á meðan málið væri til umfjöllunar hjá nefndinni. Nefndin komst hins vegar að þeirri niðurstöðu í gær að Brimbrettafélagið hefði, lögum samkvæmt, ekki rétt til að kæra ákvörðun bæjarstjórnar þar sem Skipulagsstofnun mat það svo að framkvæmdin væri ekki háð umhverfisáhrifum. Lögin gerðu aðeins ráð fyrir kæruaðild vegna framkvæmda sem væru háðar umhverfisáhrifum. Skipti þá engu þótt umrædd ákvörðun Skipulagsstofnunar hefði verið kærð til úrskurðarnefndarinnar. Þá hefðu við meðferð málsins ekki komið fram neinar upplýsingar um að Brimbrettafélagið hefði yfir að ráða aðstöðu eða réttindum til brimbrettaiðkunar í grennd við framkvæmdasvæðið. „Verður ekki ráðið að kærandi eigi einstaklega og lögvarða hagsmuni tengda hinni kærðu ákvörðun umfram aðra. Verður ekki heldur séð að félagsmenn í kæranda eða umtalsverður hluti þeirra, eigi slíka beinna, sérstakra og verulegra hagsmuna að gæta af úrlausn þessa máls, þannig þeim verði játuð kæruaðild,“ segir meðal annars í ákvörðun úrskurðarnefndarinnar. Úrskurðarnefndin hefur einnig kveðið upp bráðabirgðaúrskurð varðandi kröfur Brimbrettafélags Íslands um frestun réttaráhrifa, í tengslum við kæru félagsins vegna ákvörðun Skipulagsstofnunar um að landfyllingin sé ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Nefndin komst að þeirri niðurstöðu að í málinu væri eingöngu deilt um lögmæti ákvörðunar Skipulagsstofnunar en ákvörðunin sem slík fæli ekki í sér sjálfstæða heimild til að hefja framkvæmdir. Þannig væru ekki skilyrði fyrir hendi til að fresta réttaráhrifum hennar. Það sé í raun undir framkvæmdaraðila komið hvort hann kjósi að bíða úrskurðar nefndarinnar í umræddu máli. Kröfu Brimbrettafélagsins væri því hafnað. Tengd skjöl 25_2025_Þorlákshafnarhöfn_PDF30KBSækja skjal 26_2025_ÞorlákshafnarhöfnPDF98KBSækja skjal Ölfus Aldan í Þorlákshöfn Skipulag Hafið Deilur um iðnað í Ölfusi Brimbretti Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira
Fréttastofa hefur fjallað nokkuð um málið en Brimbrettafélagið segir fyrirhugaðar framkvæmdir munu spilla öldusvæði sem sé einstakt á landsvísu. Úrskurðarnefndin fyrirskipaði stöðvun framkvæmda við gerð landfyllingarinnar 12. febrúar síðastliðinn, á meðan málið væri til umfjöllunar hjá nefndinni. Nefndin komst hins vegar að þeirri niðurstöðu í gær að Brimbrettafélagið hefði, lögum samkvæmt, ekki rétt til að kæra ákvörðun bæjarstjórnar þar sem Skipulagsstofnun mat það svo að framkvæmdin væri ekki háð umhverfisáhrifum. Lögin gerðu aðeins ráð fyrir kæruaðild vegna framkvæmda sem væru háðar umhverfisáhrifum. Skipti þá engu þótt umrædd ákvörðun Skipulagsstofnunar hefði verið kærð til úrskurðarnefndarinnar. Þá hefðu við meðferð málsins ekki komið fram neinar upplýsingar um að Brimbrettafélagið hefði yfir að ráða aðstöðu eða réttindum til brimbrettaiðkunar í grennd við framkvæmdasvæðið. „Verður ekki ráðið að kærandi eigi einstaklega og lögvarða hagsmuni tengda hinni kærðu ákvörðun umfram aðra. Verður ekki heldur séð að félagsmenn í kæranda eða umtalsverður hluti þeirra, eigi slíka beinna, sérstakra og verulegra hagsmuna að gæta af úrlausn þessa máls, þannig þeim verði játuð kæruaðild,“ segir meðal annars í ákvörðun úrskurðarnefndarinnar. Úrskurðarnefndin hefur einnig kveðið upp bráðabirgðaúrskurð varðandi kröfur Brimbrettafélags Íslands um frestun réttaráhrifa, í tengslum við kæru félagsins vegna ákvörðun Skipulagsstofnunar um að landfyllingin sé ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Nefndin komst að þeirri niðurstöðu að í málinu væri eingöngu deilt um lögmæti ákvörðunar Skipulagsstofnunar en ákvörðunin sem slík fæli ekki í sér sjálfstæða heimild til að hefja framkvæmdir. Þannig væru ekki skilyrði fyrir hendi til að fresta réttaráhrifum hennar. Það sé í raun undir framkvæmdaraðila komið hvort hann kjósi að bíða úrskurðar nefndarinnar í umræddu máli. Kröfu Brimbrettafélagsins væri því hafnað. Tengd skjöl 25_2025_Þorlákshafnarhöfn_PDF30KBSækja skjal 26_2025_ÞorlákshafnarhöfnPDF98KBSækja skjal
Ölfus Aldan í Þorlákshöfn Skipulag Hafið Deilur um iðnað í Ölfusi Brimbretti Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira