Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir skrifar 25. febrúar 2025 07:45 Af því að það er mikið af fólki sem hefur ávinning af því að stríð sé viðvarandi, alltaf, einhversstaðar. Það eru hergagnaframleiðendur og þau sem stríð veitir starfsöryggi, tilgang, virðingu og spennu. Svo eru þau sem hafa ávinning af að því eignir og lönd fáist fyrir lítið og þau sem fá verkefni við að byggja upp það sem er lagt er í rúst. Stríð henta ráðafólki sem ræður ekki við óánægju, ólgu og vandamál innanlands. Ofbeldi gegn óvininum treystir völd þeirra, en skerðir að sama skapi réttindi almennings, þegar lýst er yfir neyðarástandi, lögum breytt og sett er á herskylda. Ef við viljum frið þarf því að skoða hverjir hafa af ávinning af stríði og hvernig. Í stríði er sjaldan talað um hvað felst í því sigra, eða tapa. Því þegar stríð verður markmið í sjálfu sér, er sigur er ekki tilgangurinn með stríði. Ég átti samtal við bandarískan hermann í Afganistan þegar ég starfaði þar á herstöð. Ég var að skoða hvaða sögur hermenn og þeirra stjórnvöld sögðu sjálfum sér og öðrum til að réttlæta það að beita ofbeldi gegn ókunnugu fólki. Hann sagði að það sem truflaði hann mest væri að hann vissi ekki hvernig sigurinn liti út. Ég var stödd í aðalstöðvum NATO í Brussel þegar Rússar tóku yfir Krímskaga árið 2014 og það var áhugaverð lífsreynsla. Ég hafði verið í aðalstöðvunum áður, vegna verkefnis sem ég var að vinna fyrir utanríkiráðuneytið. Mér fannst ég alltaf stödd í leikriti með ótal búningaklæddum körlum arkandi um langa ganga í heimi skammstafana og „pródukolla“. En þennan dag var allt öðruvísi, það var orka og það var spenna í lofti og það var eins og herforingjarnir hefðu sloppið úr tilgangsleysinu og öðlast nýtt líf. Herforingi frá landi í Evrópu útskýrði fyrir mér hvað væri í gangi. Hann sagði að kalda stríðið hefði verið orðið of kalt, sem þýddi að framlög til hermála í löndum Evrópu hefðu verið að dragast saman. Það að NATO sneri sér að friðarstarfi með hernaðarinngripum m.a. utan Evrópu, hefði ekki skilað árangri og því fengi herinn ekki nægilegan stuðning frá stjórnvöldum heima fyrir. Það að Rússar færu af stað væri því mjög jákvætt fyrir varnarmálaráðuneytin og herinn í löndum Evrópu og þar með NATO. Hann sagði að kalda stríðið þyrfti að hitna það mikið að stjórnvöld væru á tánum og myndu auka fjárframlög til varnarmála, án þess að þurfa að fara í stríð. Til þess að hernaðar maskínan sé vel smurð og stjórnvöld geti aukið útgjöld til vararmála þarf að ala á ótta almennings við óvininn. Einnig að upphefja hetjuna sem tilbúin er að fórna lífi sínu til að verja land sitt, en það er ein af undirstöðum hernaðarhyggjunnar. Grundvallarhugmynd hernaðarhyggjunnar er að skipulagt ofbeldi sé lausn á vanda og eðlilegt viðbragð. Hún byggir líka á hugmyndinni um foringjann sem ræður og undirmenn sem verða að hlýða og drepa ókunnuga. Við höfum alist upp við þessa sögu og hún er síendurtekin í skemmtanaiðnaðinum, bókmenntum, fréttum og fl.. Í umfjöllun um stríð eru margar sögur ósagðar og ein þeirra er að „hetjan“ á vígvellinum er þar ekki endilega að fúsum og frjálsum vilja og að hagsmunir ríkisins eða málstaðurinn sem verið að verja er ekki endilega þeirra. Við þurfum að skilja hvernig „sigur“ lítur út í augum fólksins sem verður fyrir ofbeldinu og missir sína nánustu og þeirra sem skikkaðir eru til að beita ofbeldi, þvert á sinn vilja. Stríð hætta þegar fólk hættir að taka þátt í ofbeldinu, en ekki vegna þess að einhver sigraði. Ég skrifa þennan pistill vegna þess að mér finnst umræða ráðafólks, sérfræðinga í öryggismálum og annarra hér á landi vera undir of miklum áhrifum hernaðarhyggjunnar sem elur á ótta okkar við hinn alvonda óvin. Það ýtir undir að ákvarðanir séu teknar án að fleiri sögur fái að heyrast og að mál séu skoðuð frá mörgum hliðum. Áður en að við Íslendingar leggjum til land fyrir herstöð og notum skattfé í hergögn sem notuð verða af ungu fólki til að drepa annað ungt fólk, þá ættum við að hlusta á þær sögur sem segja okkur að skipulagt ofbeldi, stríð, sé ekki leið eða lausn á vanda. Höfundur er með MA í friðarfræðum og MPhil í lausn ágreiningsmála og hefur starfað og búið í stríðshrjáðum löndum í Afríku, Evrópu og Asíu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hernaður NATO Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Sjá meira
Af því að það er mikið af fólki sem hefur ávinning af því að stríð sé viðvarandi, alltaf, einhversstaðar. Það eru hergagnaframleiðendur og þau sem stríð veitir starfsöryggi, tilgang, virðingu og spennu. Svo eru þau sem hafa ávinning af að því eignir og lönd fáist fyrir lítið og þau sem fá verkefni við að byggja upp það sem er lagt er í rúst. Stríð henta ráðafólki sem ræður ekki við óánægju, ólgu og vandamál innanlands. Ofbeldi gegn óvininum treystir völd þeirra, en skerðir að sama skapi réttindi almennings, þegar lýst er yfir neyðarástandi, lögum breytt og sett er á herskylda. Ef við viljum frið þarf því að skoða hverjir hafa af ávinning af stríði og hvernig. Í stríði er sjaldan talað um hvað felst í því sigra, eða tapa. Því þegar stríð verður markmið í sjálfu sér, er sigur er ekki tilgangurinn með stríði. Ég átti samtal við bandarískan hermann í Afganistan þegar ég starfaði þar á herstöð. Ég var að skoða hvaða sögur hermenn og þeirra stjórnvöld sögðu sjálfum sér og öðrum til að réttlæta það að beita ofbeldi gegn ókunnugu fólki. Hann sagði að það sem truflaði hann mest væri að hann vissi ekki hvernig sigurinn liti út. Ég var stödd í aðalstöðvum NATO í Brussel þegar Rússar tóku yfir Krímskaga árið 2014 og það var áhugaverð lífsreynsla. Ég hafði verið í aðalstöðvunum áður, vegna verkefnis sem ég var að vinna fyrir utanríkiráðuneytið. Mér fannst ég alltaf stödd í leikriti með ótal búningaklæddum körlum arkandi um langa ganga í heimi skammstafana og „pródukolla“. En þennan dag var allt öðruvísi, það var orka og það var spenna í lofti og það var eins og herforingjarnir hefðu sloppið úr tilgangsleysinu og öðlast nýtt líf. Herforingi frá landi í Evrópu útskýrði fyrir mér hvað væri í gangi. Hann sagði að kalda stríðið hefði verið orðið of kalt, sem þýddi að framlög til hermála í löndum Evrópu hefðu verið að dragast saman. Það að NATO sneri sér að friðarstarfi með hernaðarinngripum m.a. utan Evrópu, hefði ekki skilað árangri og því fengi herinn ekki nægilegan stuðning frá stjórnvöldum heima fyrir. Það að Rússar færu af stað væri því mjög jákvætt fyrir varnarmálaráðuneytin og herinn í löndum Evrópu og þar með NATO. Hann sagði að kalda stríðið þyrfti að hitna það mikið að stjórnvöld væru á tánum og myndu auka fjárframlög til varnarmála, án þess að þurfa að fara í stríð. Til þess að hernaðar maskínan sé vel smurð og stjórnvöld geti aukið útgjöld til vararmála þarf að ala á ótta almennings við óvininn. Einnig að upphefja hetjuna sem tilbúin er að fórna lífi sínu til að verja land sitt, en það er ein af undirstöðum hernaðarhyggjunnar. Grundvallarhugmynd hernaðarhyggjunnar er að skipulagt ofbeldi sé lausn á vanda og eðlilegt viðbragð. Hún byggir líka á hugmyndinni um foringjann sem ræður og undirmenn sem verða að hlýða og drepa ókunnuga. Við höfum alist upp við þessa sögu og hún er síendurtekin í skemmtanaiðnaðinum, bókmenntum, fréttum og fl.. Í umfjöllun um stríð eru margar sögur ósagðar og ein þeirra er að „hetjan“ á vígvellinum er þar ekki endilega að fúsum og frjálsum vilja og að hagsmunir ríkisins eða málstaðurinn sem verið að verja er ekki endilega þeirra. Við þurfum að skilja hvernig „sigur“ lítur út í augum fólksins sem verður fyrir ofbeldinu og missir sína nánustu og þeirra sem skikkaðir eru til að beita ofbeldi, þvert á sinn vilja. Stríð hætta þegar fólk hættir að taka þátt í ofbeldinu, en ekki vegna þess að einhver sigraði. Ég skrifa þennan pistill vegna þess að mér finnst umræða ráðafólks, sérfræðinga í öryggismálum og annarra hér á landi vera undir of miklum áhrifum hernaðarhyggjunnar sem elur á ótta okkar við hinn alvonda óvin. Það ýtir undir að ákvarðanir séu teknar án að fleiri sögur fái að heyrast og að mál séu skoðuð frá mörgum hliðum. Áður en að við Íslendingar leggjum til land fyrir herstöð og notum skattfé í hergögn sem notuð verða af ungu fólki til að drepa annað ungt fólk, þá ættum við að hlusta á þær sögur sem segja okkur að skipulagt ofbeldi, stríð, sé ekki leið eða lausn á vanda. Höfundur er með MA í friðarfræðum og MPhil í lausn ágreiningsmála og hefur starfað og búið í stríðshrjáðum löndum í Afríku, Evrópu og Asíu.
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun