Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 25. febrúar 2025 08:32 Fjöldi þeirra sem vilja sjá Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem næsta formann Sjálfstæðisflokksins í röðum landsmanna hefur fjórfaldast undanfarinn mánuð miðað við niðurstöður skoðanakannana Gallups. Farið úr 12% í janúar í 48% samkvæmt niðurstöðum nýrrar könnunar fyrirtækisins sem birtar voru í gær. Á sama tíma hefur fjöldi þeirra sem vilja sjá Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur taka við flokknum farið úr 24% í 42% og nær þannig ekki tvöföldun. Meðal þess sem vakið hefur athygli varðandi niðurstöður könnunar Gallups í febrúar er að Guðrún mælist með meiri stuðning í Reykjavík en Áslaug sem þó er þingmaður Reykvíkinga. Þannig segjast 52% þeirra styðja Guðrúnu, sem er þingmaður Suðurkjördæmis, en 40% Áslaugu. Mögulega þarf þetta ekki að koma á óvart í ljósi þess að Áslaug fór frá því að vera fyrsti þingmaður Reykjavíkur kjördæmis suður niður í þriðja sæti í kosningunum í lok nóvember. Fleiri styðja Guðrúnu en Áslaugu bæði á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni samkvæmt könnuninni í febrúar. Mögulega kemur það ekki heldur á óvart enda er Guðrún í raun ákveðin tenging þar á milli og sameiningarafl í þeim efnum eins og víðar. Þannig er hún af landsbyggðinni, frá Hveragerði, en er á sama tíma ekki langt frá höfuðborgarsvæðinu og verið með annan fótinn þar í gegnum tíðina vegna starfa sinna. Hún þekkir fyrir vikið vel til í báðum tilfellum. Miðað við könnunina hefur Guðrún meiri stuðnings á meðal kjósenda í fjórum af sex aldurshópum. Talsvert hefur verið gert úr því að Áslaug njóti meiri stuðnings á meðal yngri kjósenda en hins vegar dugir það vitanlega skammt ef það þýðir á móti minni stuðning á meðal flestra annarra aldurshópa. Eigi að auka fylgi Sjálfstæðisflokksins þarf fleiri kjósendur en einungis þá sem yngri eru. Þvert á móti þarf að ná til sem flestra aldurshópa. Það gerir Guðrún Hafsteinsdóttir. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) og heldur úti vefnum Stjórnmálin.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Fjöldi þeirra sem vilja sjá Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem næsta formann Sjálfstæðisflokksins í röðum landsmanna hefur fjórfaldast undanfarinn mánuð miðað við niðurstöður skoðanakannana Gallups. Farið úr 12% í janúar í 48% samkvæmt niðurstöðum nýrrar könnunar fyrirtækisins sem birtar voru í gær. Á sama tíma hefur fjöldi þeirra sem vilja sjá Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur taka við flokknum farið úr 24% í 42% og nær þannig ekki tvöföldun. Meðal þess sem vakið hefur athygli varðandi niðurstöður könnunar Gallups í febrúar er að Guðrún mælist með meiri stuðning í Reykjavík en Áslaug sem þó er þingmaður Reykvíkinga. Þannig segjast 52% þeirra styðja Guðrúnu, sem er þingmaður Suðurkjördæmis, en 40% Áslaugu. Mögulega þarf þetta ekki að koma á óvart í ljósi þess að Áslaug fór frá því að vera fyrsti þingmaður Reykjavíkur kjördæmis suður niður í þriðja sæti í kosningunum í lok nóvember. Fleiri styðja Guðrúnu en Áslaugu bæði á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni samkvæmt könnuninni í febrúar. Mögulega kemur það ekki heldur á óvart enda er Guðrún í raun ákveðin tenging þar á milli og sameiningarafl í þeim efnum eins og víðar. Þannig er hún af landsbyggðinni, frá Hveragerði, en er á sama tíma ekki langt frá höfuðborgarsvæðinu og verið með annan fótinn þar í gegnum tíðina vegna starfa sinna. Hún þekkir fyrir vikið vel til í báðum tilfellum. Miðað við könnunina hefur Guðrún meiri stuðnings á meðal kjósenda í fjórum af sex aldurshópum. Talsvert hefur verið gert úr því að Áslaug njóti meiri stuðnings á meðal yngri kjósenda en hins vegar dugir það vitanlega skammt ef það þýðir á móti minni stuðning á meðal flestra annarra aldurshópa. Eigi að auka fylgi Sjálfstæðisflokksins þarf fleiri kjósendur en einungis þá sem yngri eru. Þvert á móti þarf að ná til sem flestra aldurshópa. Það gerir Guðrún Hafsteinsdóttir. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) og heldur úti vefnum Stjórnmálin.is.
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar