Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar 24. febrúar 2025 12:30 Magnús Karl Magnússon á brýnt erindi sem næsti rektor Háskóla Íslands. Hann er ekki einungis tilvalinn til að leiða Háskóla Íslands vegna hæfni sinnar sem stjórnandi heldur einnig vegna ástríðu hans á vísindum og brennandi áhuga hans á að deila þeirri þekkingu til yngri kynslóða. Ég kynntist honum vel undir handleiðslu hans sem leiðbeinanda í doktorsnámi mínu í líf-og læknavísindum á árunum 2018 til 2021 og í framhaldi af því hef ég unnið með honum við metnaðarfull verkefni í vísindum. Ég hef séð og kynnst því að Magnús Karl leggur sig allan fram við að styðja nemendur sína og er virkilega annt um að þeim vegni vel, nýti hæfileika sína og skili góðri vinnu. Ég er viss um að sú velvild hans og fagmennska muni ná til allra nemenda og starfsmanna Háskóla Íslands ef hann verður rektor. Ég verð Magnúsi Karli ævinlega þakklátur fyrir að líta ekki á fötlun mína sem hindrun við að tengja mig við fólk sem sá sér fært að nýta þekkingu mína og hann leiddi mig á þann stað sem ég er í dag. Fyrstu kynni okkar Magnúsar Karls eru gott dæmi um áhrifamátt hans og færni til að kveikja áhuga og veita innblástur á verkefnum á jákvæðan og uppbyggilegan hátt. Það var, að mig minnir, árið 2014 þegar hann kom sem gestakennari í lyfjafræðinámi mínu og kenndi af eldmóði, djúpu innsæi, fagmennsku og áhuga sem ég hafði ekki upplifað áður í skólagöngu minni. Þar kveikti hann áhuga minn á blóðmeinafræði og sameindalíffræði sem varð einmitt viðfangsefni doktorsverkefnis míns og lagði hann þar grunn að framhaldsnámi mínu og starfsferli. Þegar ég útskrifaðist frá lyfjafræðideild árið 2016, með góða einkunn, leitaði ég að starfi og möguleikum til að komast í doktorsnám. Þrátt fyrir mikla leit voru mér ekki gefin tækifæri á vinnu þó áhugi og góðar einkunnir væru til staðar. Ég fékk engin svör þó svo að allir samnemendur mínir höfðu fengið vinnu nokkuð fljótt. Það virtist sem að aðstæður mínar hafi vegið mest um það að ég fengi ekki tækifæri, þar sem ég er með alvarlega líkamlega fötlun. Ég bý við það að fólk leggur aðstæður mínar fyrir sig og sér þær sem hindrun. Sem örþrifaráð leitaði ég til þessa góða kennara, Magnúsar Karls, sem veitti mér innblástur nokkrum árum áður. Ég ræddi við hann um möguleika og framtíð mína í námi og starfi. Þrátt fyrir miklar annir hjá honum í vinnu sem forseti læknadeildar gaf Magnús Karl sér tíma til að ræða við mig um stöðu mína, framtíðaráform og starfsframa. Hann var jákvæður, faglegur og áhugasamur. Mín upplifun af þessum fundi var að Magnúsi Karli þótti ómögulegt að sjá að áhugi minn og sú þekking og færni sem ég hafði öðlast innan háskólans myndi ekki nýtast sem skildi ef ég fengi ekki vinnu eða möguleika á áframhaldandi námi. Það var augljóst að hann leit ekki á fötlun mína sem hindrun í því að nýta þekkingu mína til gagns. Af fenginni reynslu hef ég lært að þetta er því miður ekki sjálfsagður hlutur. Magnús Karl varð svo sjálfur í framhaldinu leiðbeinandi minn í doktorsnáminu og síðar samstarfsmaður minn. Ég tel mig lánsaman og heppinn að hafa fengið að hljóta handleiðslu og samstarfs hans í báðum þessum hlutverkum. Magnús Karl er ekki einungis reyndur leiðtogi og góður fræðimaður sem er augljóslega annt um akademíuna, heldur er hann er fordómalaus og hjálpsamur við nemendur sína, sama hvaða stöðu þeir eru í, vísindum til hagsbóta og landinu til virðingar. Hann er sannarlega og einfaldlega góður maður hvort sem litið er til hans sem einstaklings eða til starfa hans. Það yrði skólanum til mikils sóma að hafa slíkan mann í forystu sinni. Höfundur er nýdoktor við Íslenska erfðagreiningu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Sjá meira
Magnús Karl Magnússon á brýnt erindi sem næsti rektor Háskóla Íslands. Hann er ekki einungis tilvalinn til að leiða Háskóla Íslands vegna hæfni sinnar sem stjórnandi heldur einnig vegna ástríðu hans á vísindum og brennandi áhuga hans á að deila þeirri þekkingu til yngri kynslóða. Ég kynntist honum vel undir handleiðslu hans sem leiðbeinanda í doktorsnámi mínu í líf-og læknavísindum á árunum 2018 til 2021 og í framhaldi af því hef ég unnið með honum við metnaðarfull verkefni í vísindum. Ég hef séð og kynnst því að Magnús Karl leggur sig allan fram við að styðja nemendur sína og er virkilega annt um að þeim vegni vel, nýti hæfileika sína og skili góðri vinnu. Ég er viss um að sú velvild hans og fagmennska muni ná til allra nemenda og starfsmanna Háskóla Íslands ef hann verður rektor. Ég verð Magnúsi Karli ævinlega þakklátur fyrir að líta ekki á fötlun mína sem hindrun við að tengja mig við fólk sem sá sér fært að nýta þekkingu mína og hann leiddi mig á þann stað sem ég er í dag. Fyrstu kynni okkar Magnúsar Karls eru gott dæmi um áhrifamátt hans og færni til að kveikja áhuga og veita innblástur á verkefnum á jákvæðan og uppbyggilegan hátt. Það var, að mig minnir, árið 2014 þegar hann kom sem gestakennari í lyfjafræðinámi mínu og kenndi af eldmóði, djúpu innsæi, fagmennsku og áhuga sem ég hafði ekki upplifað áður í skólagöngu minni. Þar kveikti hann áhuga minn á blóðmeinafræði og sameindalíffræði sem varð einmitt viðfangsefni doktorsverkefnis míns og lagði hann þar grunn að framhaldsnámi mínu og starfsferli. Þegar ég útskrifaðist frá lyfjafræðideild árið 2016, með góða einkunn, leitaði ég að starfi og möguleikum til að komast í doktorsnám. Þrátt fyrir mikla leit voru mér ekki gefin tækifæri á vinnu þó áhugi og góðar einkunnir væru til staðar. Ég fékk engin svör þó svo að allir samnemendur mínir höfðu fengið vinnu nokkuð fljótt. Það virtist sem að aðstæður mínar hafi vegið mest um það að ég fengi ekki tækifæri, þar sem ég er með alvarlega líkamlega fötlun. Ég bý við það að fólk leggur aðstæður mínar fyrir sig og sér þær sem hindrun. Sem örþrifaráð leitaði ég til þessa góða kennara, Magnúsar Karls, sem veitti mér innblástur nokkrum árum áður. Ég ræddi við hann um möguleika og framtíð mína í námi og starfi. Þrátt fyrir miklar annir hjá honum í vinnu sem forseti læknadeildar gaf Magnús Karl sér tíma til að ræða við mig um stöðu mína, framtíðaráform og starfsframa. Hann var jákvæður, faglegur og áhugasamur. Mín upplifun af þessum fundi var að Magnúsi Karli þótti ómögulegt að sjá að áhugi minn og sú þekking og færni sem ég hafði öðlast innan háskólans myndi ekki nýtast sem skildi ef ég fengi ekki vinnu eða möguleika á áframhaldandi námi. Það var augljóst að hann leit ekki á fötlun mína sem hindrun í því að nýta þekkingu mína til gagns. Af fenginni reynslu hef ég lært að þetta er því miður ekki sjálfsagður hlutur. Magnús Karl varð svo sjálfur í framhaldinu leiðbeinandi minn í doktorsnáminu og síðar samstarfsmaður minn. Ég tel mig lánsaman og heppinn að hafa fengið að hljóta handleiðslu og samstarfs hans í báðum þessum hlutverkum. Magnús Karl er ekki einungis reyndur leiðtogi og góður fræðimaður sem er augljóslega annt um akademíuna, heldur er hann er fordómalaus og hjálpsamur við nemendur sína, sama hvaða stöðu þeir eru í, vísindum til hagsbóta og landinu til virðingar. Hann er sannarlega og einfaldlega góður maður hvort sem litið er til hans sem einstaklings eða til starfa hans. Það yrði skólanum til mikils sóma að hafa slíkan mann í forystu sinni. Höfundur er nýdoktor við Íslenska erfðagreiningu.
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun