Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Valur Páll Eiríksson skrifar 24. febrúar 2025 12:30 Jalen Hurts og liðsfélagar hans í Philadelphia Eagles virðast engan áhuga hafa á að heimsækja Trump í Hvíta húsið. Samsett/Getty Leikmenn Philadelphiu Eagles hafa hafnað boði Donalds Trump í Hvíta húsið eftir að liðið vann Ofurskálina fyrr í mánuðinum. Félagið hafnar því boði forsetans öðru sinni, en ekkert varð af álíka boði í fyrri forsetatíð Trumps. Rík hefð er fyrir því að lið sem fagnar sigri í NFL-deildinni fái boð í Hvíta húsið. Leikmenn Kansas City Chiefs heimsóttu Joe Biden, þáverandi forseta, eftir sigur liðsins í fyrra. Bandarískir miðlar greina frá því að leikmenn Philadelphia Eagles hafi ekki áhuga á að þiggja boð Trumps í ár vegna stefnu Bandaríkjaforseta, sem lang flestir Eagles-menn séu ósammála. Svarið hafi verið „risastórt nei“ frá leikmönnum í samtali um heimsóknina við starfsfólk félagsins. Leikmenn Eagles höfnuðu einnig heimboði Trumps eftir Super Bowl titilinn 2018. „Stór hópur leikmanna Eagles ákvað að mæta ekki, þar á meðal flestir ef ekki allir hörunddökkir leikmenn,“ sagði NFL-sérfræðingurinn Adam Schefter frá árið 2018. Trump ákvað þá að aflýsa boðinu þar sem vandræðalega fáir leikmenn Eagles-liðuð hefðu mætt til Washington D.C. Trump hafði á þeim tíma gagnrýnt fjölmarga svarta leikmenn í NFL-deildinni sem krupu á hné á meðan þjóðsöngur Bandaríkjanna var leikinn. Þetta var gert í mótmælaskyni við ofbeldi lögreglufólks í garð svartra og undirokaða stöðu hörunddökks fólks í bandarísku samfélagi almennt. Trump kallaði eftir því að leikmenn sem krupu á hné yrðu reknir á staðnum. Eagles unnu 40-22 sigur á Kansas City Chiefs í úrslitaleik NFL-deildinnar 9. febrúar síðastliðinn. Um er að ræða fimmta meistaratitil liðsins, og annan titilinn eftir að Ofurskálin varð til. NFL Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Öruggur sigur City Enski boltinn Fleiri fréttir Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Snævar setti heimsmet Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sjá meira
Rík hefð er fyrir því að lið sem fagnar sigri í NFL-deildinni fái boð í Hvíta húsið. Leikmenn Kansas City Chiefs heimsóttu Joe Biden, þáverandi forseta, eftir sigur liðsins í fyrra. Bandarískir miðlar greina frá því að leikmenn Philadelphia Eagles hafi ekki áhuga á að þiggja boð Trumps í ár vegna stefnu Bandaríkjaforseta, sem lang flestir Eagles-menn séu ósammála. Svarið hafi verið „risastórt nei“ frá leikmönnum í samtali um heimsóknina við starfsfólk félagsins. Leikmenn Eagles höfnuðu einnig heimboði Trumps eftir Super Bowl titilinn 2018. „Stór hópur leikmanna Eagles ákvað að mæta ekki, þar á meðal flestir ef ekki allir hörunddökkir leikmenn,“ sagði NFL-sérfræðingurinn Adam Schefter frá árið 2018. Trump ákvað þá að aflýsa boðinu þar sem vandræðalega fáir leikmenn Eagles-liðuð hefðu mætt til Washington D.C. Trump hafði á þeim tíma gagnrýnt fjölmarga svarta leikmenn í NFL-deildinni sem krupu á hné á meðan þjóðsöngur Bandaríkjanna var leikinn. Þetta var gert í mótmælaskyni við ofbeldi lögreglufólks í garð svartra og undirokaða stöðu hörunddökks fólks í bandarísku samfélagi almennt. Trump kallaði eftir því að leikmenn sem krupu á hné yrðu reknir á staðnum. Eagles unnu 40-22 sigur á Kansas City Chiefs í úrslitaleik NFL-deildinnar 9. febrúar síðastliðinn. Um er að ræða fimmta meistaratitil liðsins, og annan titilinn eftir að Ofurskálin varð til.
NFL Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Öruggur sigur City Enski boltinn Fleiri fréttir Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Snævar setti heimsmet Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sjá meira