Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar 22. febrúar 2025 16:33 Frá unga aldri hef ég viljað vera sjálfstæðismaður og tilheyra flokki sem leggur áherslu á stétt með stétt. Flokki þar sem áherslan er á að allir þeir sem vilja vinna að bættum lífskjörum, sem vilja starfa sjálfstætt, skapa verðmæti og byggja upp á eigin verðleikum, hafi kost á því. Undanfarin ár hefur mér fundist Sjálfstæðisflokkurinn hafa fjarlægst okkur sem tilheyrum millistétt landsins. Mér hefur, og reyndar mörgum öðrum, fundist hugtakið stétt með stétt hafa þynnst út og við fjarlægst hvert annað. Ég segi það sannast sagna að ég sakna flokksins sem ég tilheyrði svo sannarlega. Ég er 57 ára gamall blikksmiður, búsettur á Akranesi en alinn upp í Kópavogi, á Skógarströnd og Snæfellsnesi. Foreldrar mínir, Jón Hilberg Sigurðsson frá Stykkishólmi og Kristjana Emilía Guðmundsdóttir frá Dröngum Skógarströnd, voru ekki pólitískt fólk. Það var móðurafi minn hins vegar, Guðmundur Ólafsson frá Dröngum. Hann var mikill sjálfstæðismaður og einn fárra í sveitinni sem lét ekki segja sér hvar hann ætti að versla sínar nauðsynjavörur - þó svo að kaupfélagið hafi lagt hart að honum. Ég lærði blikksmíði í Iðnskólanum í Reykjavík og útskrifaðist sem blikksmiður árið 1990. Í dag rek ég Blikksmiðju Guðmundar, sem stofnuð var af Guðmundi J. Hallgrímssyni árið 1975 og verður því 50 ára, 1 apríl n.k. Fljótlega eftir að ég keypti blikksmiðjuna settist ég í stjórn Félags blikksmiðjueigenda og tók svo við sem formaður þess félags árið 2010 og sinnti því embætti þar til á síðasta ári. Að halda utan um svona félag krefst oft útsjónarsemi og kænsku. Þetta er lítið félag sem tilheyrði stórum félagsskap sem hluti af Samtökum iðnaðarins (SI). Mjög oft heyrði ég þær raddir að við, sem lítið félag, ættum ekkert erindi í slík samtök og var ég svo sem oft sammála því. Árið 2014 tók hins vegar við formaður í SI, sem var tiltölulega ný sest í stjórn samtakanna, og átti svo sannarlega eftir að láta til sín taka enda með ótvíræða stjórnunar- og leiðtogahæfileika. Formaður sem kom einmitt úr frekar litlu fyrirtæki og hafði svipaða sýn á lífið og tilveruna og við hin sem í félaginu vorum. Þessi nýi formaður hét einmitt Guðrún Hafsteinsdóttir. Hún lét verkin tala og heillaði nánast alla með jákvæðni, orku og vilja - vilja til þess að sameina og sýna skilning. Á þeim tíma sem Guðrún var formaður heyrði ég nánast aldrei nokkuð tal um sundrung eða óánægju. Guðrún hefur ótrúlega hæfileika til að leiða og sameina mjög mismunandi aðila, bæði stóra og smáa. Guðrún hefur líka sýnt okkur, í starfi sínu sem dómsmálaráðherra, að hún getur tekist á við erfið verkefni fyrir land og þjóð og nýtir til þess þá miklu reynslu sem hún hefur í farteskinu. Guðrún Hafsteinsdóttir hefur nú ákveðið að bjóða sig fram til forystu í Sjálfstæðisflokknum og þar með að taka að sér það hlutverk að leiða og sameina flokkinn. Ég treysti Guðrúnu í þetta verkefni enda er hún einmitt manneskjan sem getur og hefur tengt saman fjölbreyttan hóp - stétt með stétt. Eitthvað sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur lengi talað fyrir en ekki staðið við. Ég vona innilega að þú, kæri landsfundarmaður, styðjir Guðrúnu Hafsteinsdóttur til góðra verka, til heilla fyrir Sjálfstæðisflokkinn, og kjósir hana til formanns Sjálfstæðisflokksins. Framtíð Sjálfstæðisflokksins er í ykkar höndum! Höfundur er blikksmiður og fyrrverandi formaður Félags blikksmiðjueigenda Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Sjá meira
Frá unga aldri hef ég viljað vera sjálfstæðismaður og tilheyra flokki sem leggur áherslu á stétt með stétt. Flokki þar sem áherslan er á að allir þeir sem vilja vinna að bættum lífskjörum, sem vilja starfa sjálfstætt, skapa verðmæti og byggja upp á eigin verðleikum, hafi kost á því. Undanfarin ár hefur mér fundist Sjálfstæðisflokkurinn hafa fjarlægst okkur sem tilheyrum millistétt landsins. Mér hefur, og reyndar mörgum öðrum, fundist hugtakið stétt með stétt hafa þynnst út og við fjarlægst hvert annað. Ég segi það sannast sagna að ég sakna flokksins sem ég tilheyrði svo sannarlega. Ég er 57 ára gamall blikksmiður, búsettur á Akranesi en alinn upp í Kópavogi, á Skógarströnd og Snæfellsnesi. Foreldrar mínir, Jón Hilberg Sigurðsson frá Stykkishólmi og Kristjana Emilía Guðmundsdóttir frá Dröngum Skógarströnd, voru ekki pólitískt fólk. Það var móðurafi minn hins vegar, Guðmundur Ólafsson frá Dröngum. Hann var mikill sjálfstæðismaður og einn fárra í sveitinni sem lét ekki segja sér hvar hann ætti að versla sínar nauðsynjavörur - þó svo að kaupfélagið hafi lagt hart að honum. Ég lærði blikksmíði í Iðnskólanum í Reykjavík og útskrifaðist sem blikksmiður árið 1990. Í dag rek ég Blikksmiðju Guðmundar, sem stofnuð var af Guðmundi J. Hallgrímssyni árið 1975 og verður því 50 ára, 1 apríl n.k. Fljótlega eftir að ég keypti blikksmiðjuna settist ég í stjórn Félags blikksmiðjueigenda og tók svo við sem formaður þess félags árið 2010 og sinnti því embætti þar til á síðasta ári. Að halda utan um svona félag krefst oft útsjónarsemi og kænsku. Þetta er lítið félag sem tilheyrði stórum félagsskap sem hluti af Samtökum iðnaðarins (SI). Mjög oft heyrði ég þær raddir að við, sem lítið félag, ættum ekkert erindi í slík samtök og var ég svo sem oft sammála því. Árið 2014 tók hins vegar við formaður í SI, sem var tiltölulega ný sest í stjórn samtakanna, og átti svo sannarlega eftir að láta til sín taka enda með ótvíræða stjórnunar- og leiðtogahæfileika. Formaður sem kom einmitt úr frekar litlu fyrirtæki og hafði svipaða sýn á lífið og tilveruna og við hin sem í félaginu vorum. Þessi nýi formaður hét einmitt Guðrún Hafsteinsdóttir. Hún lét verkin tala og heillaði nánast alla með jákvæðni, orku og vilja - vilja til þess að sameina og sýna skilning. Á þeim tíma sem Guðrún var formaður heyrði ég nánast aldrei nokkuð tal um sundrung eða óánægju. Guðrún hefur ótrúlega hæfileika til að leiða og sameina mjög mismunandi aðila, bæði stóra og smáa. Guðrún hefur líka sýnt okkur, í starfi sínu sem dómsmálaráðherra, að hún getur tekist á við erfið verkefni fyrir land og þjóð og nýtir til þess þá miklu reynslu sem hún hefur í farteskinu. Guðrún Hafsteinsdóttir hefur nú ákveðið að bjóða sig fram til forystu í Sjálfstæðisflokknum og þar með að taka að sér það hlutverk að leiða og sameina flokkinn. Ég treysti Guðrúnu í þetta verkefni enda er hún einmitt manneskjan sem getur og hefur tengt saman fjölbreyttan hóp - stétt með stétt. Eitthvað sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur lengi talað fyrir en ekki staðið við. Ég vona innilega að þú, kæri landsfundarmaður, styðjir Guðrúnu Hafsteinsdóttur til góðra verka, til heilla fyrir Sjálfstæðisflokkinn, og kjósir hana til formanns Sjálfstæðisflokksins. Framtíð Sjálfstæðisflokksins er í ykkar höndum! Höfundur er blikksmiður og fyrrverandi formaður Félags blikksmiðjueigenda
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun