Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar 25. febrúar 2025 15:02 Þann 18.-19. mars næstkomandi fara fram kosningar um næsta rektor Háskóla Íslands, Eins og gefur að skilja gegnir staðan veigamiklu og stefnumótandi hlutverki í málefnum háskólans og því skiptir miklu máli að vanda valið á nýjum rektor. Dr. Silja Bára R. Ómarsdóttir býður fram krafta sína og sýn á framtíð Háskóla Íslands. Ég hef sjálf verið þeirrar gæfu aðnjótandi að vinna með Silju Báru í námi og starfi og kynnast henni þannig sem leiðtoga á ólíkum sviðum. Fyrst á vettvangi háskólans þar sem hún stýrði mér og öðrum nemendum í samningaviðræðum í alþjóðlegu samhengi og síðar í stefnumótun og innleiðingu stefnu til 2030 fyrir Rauða krossinn á Íslandi. Ég hef kynnst leiðtoganum Silju Báru og það sem einkennir hana er hæfni hennar til að sameina ólíka aðila um mikilvæg málefni og geta hennar til að taka faglegar og sanngjarnar ákvarðanir í þágu jákvæðra breytinga. Silja Bára vinnur af yfirvegun, leggur mikið upp úr samráði við hlutaðeigandi og leitast ávallt við að tryggja að öll sjónarmið heyrist í ákvarðanatöku með jafnrétti og jöfnuð að leiðarljósi. Hún er leiðtogi sem lætur ekki sitja við orðin tóm heldur vinnur af krafti að því að gera hlutina að veruleika. Silja Bára hefur áralanga reynslu af stefnumótun, innleiðingu og eftirfylgni í stjórnunarstörfum innan háskólasamfélagsins sem og utan. Hún þekkir hvernig unnið er að breytingum, hvaða áskoranir fylgja þeim og hvernig tryggja má að góðar hugmyndir verði að raunverulegum umbótum. Í starfi sínu og félagsstörfum hefur hún lagt áherslu á jafnrétti, gagnsæi, samráð og faglega nálgun í ákvarðanatöku. Hún leggur ríka áherslu á að stefnumótun sé ekki bara orðin tóm heldur að hún feli í sér raunveruleg markmið sem fylgt er eftir með markvissum aðgerðum. Með farsæla reynslu af stjórnun og stefnumótun, bæði á vettvangi fræða og í félagsstarfi, er hún vel í stakk búin til að leiða háskólann á næstu árum. Háskóli Íslands stendur frammi fyrir stórum áskorunum þegar kemur að fjármögnun, starfsumhverfi og sjálfbærni. Silja Bára hefur þegar sett fram skýrar hugmyndir um hvernig hægt sé að takast á við þessar áskoranir og vinna í átt að öflugra háskólasamfélagi. Hún er leiðtogi sem sameinar faglega sýn, þekkingu og stjórnunargetu með skýrri aðferðafræði að árangri. Með Silju Báru í fararbroddi mun Háskóli Íslands fá öflugan leiðtoga sem ekki aðeins mótar stefnu heldur fylgir henni líka eftir – til framtíðar. Höfundur er útskrifaður nemandi í alþjóðasamskiptum og sérfræðingur í stefnumótun og verkefna- og gæðastjórnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Sjá meira
Þann 18.-19. mars næstkomandi fara fram kosningar um næsta rektor Háskóla Íslands, Eins og gefur að skilja gegnir staðan veigamiklu og stefnumótandi hlutverki í málefnum háskólans og því skiptir miklu máli að vanda valið á nýjum rektor. Dr. Silja Bára R. Ómarsdóttir býður fram krafta sína og sýn á framtíð Háskóla Íslands. Ég hef sjálf verið þeirrar gæfu aðnjótandi að vinna með Silju Báru í námi og starfi og kynnast henni þannig sem leiðtoga á ólíkum sviðum. Fyrst á vettvangi háskólans þar sem hún stýrði mér og öðrum nemendum í samningaviðræðum í alþjóðlegu samhengi og síðar í stefnumótun og innleiðingu stefnu til 2030 fyrir Rauða krossinn á Íslandi. Ég hef kynnst leiðtoganum Silju Báru og það sem einkennir hana er hæfni hennar til að sameina ólíka aðila um mikilvæg málefni og geta hennar til að taka faglegar og sanngjarnar ákvarðanir í þágu jákvæðra breytinga. Silja Bára vinnur af yfirvegun, leggur mikið upp úr samráði við hlutaðeigandi og leitast ávallt við að tryggja að öll sjónarmið heyrist í ákvarðanatöku með jafnrétti og jöfnuð að leiðarljósi. Hún er leiðtogi sem lætur ekki sitja við orðin tóm heldur vinnur af krafti að því að gera hlutina að veruleika. Silja Bára hefur áralanga reynslu af stefnumótun, innleiðingu og eftirfylgni í stjórnunarstörfum innan háskólasamfélagsins sem og utan. Hún þekkir hvernig unnið er að breytingum, hvaða áskoranir fylgja þeim og hvernig tryggja má að góðar hugmyndir verði að raunverulegum umbótum. Í starfi sínu og félagsstörfum hefur hún lagt áherslu á jafnrétti, gagnsæi, samráð og faglega nálgun í ákvarðanatöku. Hún leggur ríka áherslu á að stefnumótun sé ekki bara orðin tóm heldur að hún feli í sér raunveruleg markmið sem fylgt er eftir með markvissum aðgerðum. Með farsæla reynslu af stjórnun og stefnumótun, bæði á vettvangi fræða og í félagsstarfi, er hún vel í stakk búin til að leiða háskólann á næstu árum. Háskóli Íslands stendur frammi fyrir stórum áskorunum þegar kemur að fjármögnun, starfsumhverfi og sjálfbærni. Silja Bára hefur þegar sett fram skýrar hugmyndir um hvernig hægt sé að takast á við þessar áskoranir og vinna í átt að öflugra háskólasamfélagi. Hún er leiðtogi sem sameinar faglega sýn, þekkingu og stjórnunargetu með skýrri aðferðafræði að árangri. Með Silju Báru í fararbroddi mun Háskóli Íslands fá öflugan leiðtoga sem ekki aðeins mótar stefnu heldur fylgir henni líka eftir – til framtíðar. Höfundur er útskrifaður nemandi í alþjóðasamskiptum og sérfræðingur í stefnumótun og verkefna- og gæðastjórnun.
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar