Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 22. febrúar 2025 13:03 Engum dylst að breytingar eru að verða á alþjóðavettvangi sem varða okkur Íslendinga miklu. Ráðamenn í Evrópu hafa meðtekið skýr skilaboð nýrra stjórnvalda í Bandaríkjunum um að Evrópuríki verði að leggja mun meira af mörkum til að tryggja öryggi álfunnar. Hér getur Ísland ekki skorast undan ábyrgð. Bandaríkin hafa verið eitt nánasta og traustasta samstarfsríki Íslands allt frá lýðveldisstofnun, hvort sem litið er til varnarmála, viðskipta eða menningarlegra tengsla. Við munum halda áfram að rækta góð samskipti okkar við þessa vinaþjóð eins og við höfum gert hingað til. Þegar svo náið samstarfsríki gefur til kynna breyttar áherslur leggjum við að sjálfsögðu við hlustir. Við höfum vissulega hækkað framlög okkar til varnarmála undanfarið og lagt okkar af mörkum til að styðja varnir Úkraínu. En okkur er ekki stætt á öðru en að spýta verulega í lófana til að tryggja eigið öryggi og leggja meira af mörkum til sameiginlegra varna. Öryggi og varnir grundvöllurinn Frá allsherjarinnrás Rússa fyrir þremur árum hefur uppbygging sameiginlegra varna hjá ríkjum Atlantshafsbandalagsins verið í algjörum forgangi allra bandalagsríkja ásamt því að styðja varnir Úkraínu. Allt miðar þetta að því að styrkja fælingar- og varnargetu bandalagsins. Auðvitað myndu flest ríki kjósa að verja fjármunum í eitthvað annað, en þau telja að það yrði dýrkeypt að geta ekki tryggt eigið öryggi. Þetta á líka við um Ísland. Við verðum líka að forgangsraða í þágu öryggis og varna sem eru í reynd grundvöllur blómlegs efnahagslífs og félagslegrar samtryggingar. Nú þegar nær þrjú ár eru liðin frá upphafi allsherjarinnrásar Rússlands í Úkraínu eygjum við möguleikann á friði í Úkraínu. Við þurfum hins vegar að hafa það hugfast að samkomulag um framtíðarskipan mála í Úkraínu þarf að vera á grundvelli alþjóðalaga og án óréttmætra kvaða á það ríki sem ráðist var á með ólögmætum hætti og að tilefnislausu. Hver sú lausn sem verðlaunar þann sem fer fram með ofbeldi er skammgóður vermir. Ofbeldismenn sem fá öllu sínu framgengt hafa enga ástæðu til annars en halda áfram á sömu vegferð. Enginn friður án réttlætis Á Alþingi höfum við öll verið staðföst í stuðningi við Úkraínu og nú er mikilvægt að við tölum einni röddu um grundvallarstaðreyndir. Pútín ber ábyrgð á þessu stríði, Rússland er árásaraðilinn. Úkraínuforseti er lýðræðislega kjörinn, þótt kosningum hafi eðlilega verið frestað vegna stríðsins. Þessu má ekki snúa á hvolf. Við verðum að senda skýr skilaboð um að við stöndum með alþjóðalögum og rétti. Ef hægt er að beygja Úkraínumenn í duftið verður rekinn fleinn í hjarta Evrópu. Friður án réttlætis á sér litla framtíð. Í mínum huga er verkefnið skýrt. Þetta snýst um það að verja lýðræðið, standa vörð um vestræn gildi og mannréttindi og láta ekki utanaðkomandi öfl sundra þeirri samstöðu og því skipulagi alþjóðakerfisins sem hefur tryggt okkur frið og velsæld alveg frá síðari heimsstyrjöld. Að þessari samstöðu er nú markvisst sótt og við Íslendingar, líkt og vinaþjóðir í Evrópu allri og í Atlantshafsbandalaginu, þurfum nú að hafa augun á þeim mikilvægu hagsmunum sem eru í hættu, um frið, frelsi og okkar eigið öryggi. Barátta fyrir friði, gegn ofríki Það hefur sjaldan verið mikilvægara að standa vörð um sannleikann og láta ekki blekkjast af þeim sem vilja afvegaleið umræðuna og ýta undir óróleika. Þar berum við stjórnmálamenn mikla ábyrgð. Nú ríður á að við hugsum til lengri tíma. Við megum ekki fórna langtímahagsmunum um frið og öryggi til þess eins að slá pólitískar keilur í umræðunni hér heima fyrir heldur verðum við að efla samstöðu meðal fólksins í landinu. Þetta snýst fyrst og síðast um baráttu hinna frjálsu, lýðræðislegu, vestrænu afla gegn ofríki. Þetta snýst um baráttu gegn ólöglegu árásarstríði og baráttu fyrir mannréttindum, baráttu fyrir friði og baráttu fyrir lýðræði í heiminum. Á Alþingi í vikunni flutti ég skýrslu um öryggi og varnir Íslands og þar mátti heyra að þingheimur er sammála um að halda áfram að styðja við Úkraínu. Ekki bara fyrir fólkið í Úkraínu heldur líka fyrir frið, frelsi og mannréttindi í Evrópu allri og öryggi okkar allra. Samstaða er núna lykilatriði, að þora að standa gegn öfgaöflum hvaðan sem þau koma. Við þurfum að gera hvað sem við getum til að stuðla að friði. Því að lokum snýst þetta að sjálfsögðu allt um nákvæmlega það. Að ná fram varanlegum og réttlátum friði. Höfundur er utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Utanríkismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Öryggis- og varnarmál NATO Mest lesið Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Sjá meira
Engum dylst að breytingar eru að verða á alþjóðavettvangi sem varða okkur Íslendinga miklu. Ráðamenn í Evrópu hafa meðtekið skýr skilaboð nýrra stjórnvalda í Bandaríkjunum um að Evrópuríki verði að leggja mun meira af mörkum til að tryggja öryggi álfunnar. Hér getur Ísland ekki skorast undan ábyrgð. Bandaríkin hafa verið eitt nánasta og traustasta samstarfsríki Íslands allt frá lýðveldisstofnun, hvort sem litið er til varnarmála, viðskipta eða menningarlegra tengsla. Við munum halda áfram að rækta góð samskipti okkar við þessa vinaþjóð eins og við höfum gert hingað til. Þegar svo náið samstarfsríki gefur til kynna breyttar áherslur leggjum við að sjálfsögðu við hlustir. Við höfum vissulega hækkað framlög okkar til varnarmála undanfarið og lagt okkar af mörkum til að styðja varnir Úkraínu. En okkur er ekki stætt á öðru en að spýta verulega í lófana til að tryggja eigið öryggi og leggja meira af mörkum til sameiginlegra varna. Öryggi og varnir grundvöllurinn Frá allsherjarinnrás Rússa fyrir þremur árum hefur uppbygging sameiginlegra varna hjá ríkjum Atlantshafsbandalagsins verið í algjörum forgangi allra bandalagsríkja ásamt því að styðja varnir Úkraínu. Allt miðar þetta að því að styrkja fælingar- og varnargetu bandalagsins. Auðvitað myndu flest ríki kjósa að verja fjármunum í eitthvað annað, en þau telja að það yrði dýrkeypt að geta ekki tryggt eigið öryggi. Þetta á líka við um Ísland. Við verðum líka að forgangsraða í þágu öryggis og varna sem eru í reynd grundvöllur blómlegs efnahagslífs og félagslegrar samtryggingar. Nú þegar nær þrjú ár eru liðin frá upphafi allsherjarinnrásar Rússlands í Úkraínu eygjum við möguleikann á friði í Úkraínu. Við þurfum hins vegar að hafa það hugfast að samkomulag um framtíðarskipan mála í Úkraínu þarf að vera á grundvelli alþjóðalaga og án óréttmætra kvaða á það ríki sem ráðist var á með ólögmætum hætti og að tilefnislausu. Hver sú lausn sem verðlaunar þann sem fer fram með ofbeldi er skammgóður vermir. Ofbeldismenn sem fá öllu sínu framgengt hafa enga ástæðu til annars en halda áfram á sömu vegferð. Enginn friður án réttlætis Á Alþingi höfum við öll verið staðföst í stuðningi við Úkraínu og nú er mikilvægt að við tölum einni röddu um grundvallarstaðreyndir. Pútín ber ábyrgð á þessu stríði, Rússland er árásaraðilinn. Úkraínuforseti er lýðræðislega kjörinn, þótt kosningum hafi eðlilega verið frestað vegna stríðsins. Þessu má ekki snúa á hvolf. Við verðum að senda skýr skilaboð um að við stöndum með alþjóðalögum og rétti. Ef hægt er að beygja Úkraínumenn í duftið verður rekinn fleinn í hjarta Evrópu. Friður án réttlætis á sér litla framtíð. Í mínum huga er verkefnið skýrt. Þetta snýst um það að verja lýðræðið, standa vörð um vestræn gildi og mannréttindi og láta ekki utanaðkomandi öfl sundra þeirri samstöðu og því skipulagi alþjóðakerfisins sem hefur tryggt okkur frið og velsæld alveg frá síðari heimsstyrjöld. Að þessari samstöðu er nú markvisst sótt og við Íslendingar, líkt og vinaþjóðir í Evrópu allri og í Atlantshafsbandalaginu, þurfum nú að hafa augun á þeim mikilvægu hagsmunum sem eru í hættu, um frið, frelsi og okkar eigið öryggi. Barátta fyrir friði, gegn ofríki Það hefur sjaldan verið mikilvægara að standa vörð um sannleikann og láta ekki blekkjast af þeim sem vilja afvegaleið umræðuna og ýta undir óróleika. Þar berum við stjórnmálamenn mikla ábyrgð. Nú ríður á að við hugsum til lengri tíma. Við megum ekki fórna langtímahagsmunum um frið og öryggi til þess eins að slá pólitískar keilur í umræðunni hér heima fyrir heldur verðum við að efla samstöðu meðal fólksins í landinu. Þetta snýst fyrst og síðast um baráttu hinna frjálsu, lýðræðislegu, vestrænu afla gegn ofríki. Þetta snýst um baráttu gegn ólöglegu árásarstríði og baráttu fyrir mannréttindum, baráttu fyrir friði og baráttu fyrir lýðræði í heiminum. Á Alþingi í vikunni flutti ég skýrslu um öryggi og varnir Íslands og þar mátti heyra að þingheimur er sammála um að halda áfram að styðja við Úkraínu. Ekki bara fyrir fólkið í Úkraínu heldur líka fyrir frið, frelsi og mannréttindi í Evrópu allri og öryggi okkar allra. Samstaða er núna lykilatriði, að þora að standa gegn öfgaöflum hvaðan sem þau koma. Við þurfum að gera hvað sem við getum til að stuðla að friði. Því að lokum snýst þetta að sjálfsögðu allt um nákvæmlega það. Að ná fram varanlegum og réttlátum friði. Höfundur er utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun