Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Stefán Árni Pálsson skrifar 21. febrúar 2025 15:40 Hermann stígur fram til að ræða málið í von um að eitthvað verði aðhafst í málinu í Breiðholtsskóla. Hermann Austmar á dóttur í sjöunda bekk í Breiðholtsskóla þar sem hann segir hóp drengja hafa áreitt aðra nemendur bæði andlega og líkamlega. Hann segir ofbeldið hafi gengið langt án þess að nokkur þori að taka almennilega á hlutunum. Hann segist vera búinn að fá nóg og vill geta rætt um hlutina án þess að vera kallaður rasisti. Hann þvertekur fyrir að um dæmigert eineltismál sé um að ræða. Sindri Sindrason ræddi við Hermann í Íslandi í dag í vikunni. „Ofbeldið sem hefur átt sér stað er bara grafalvarlegt og ég myndi ganga svo langt að kalla þetta morðtilraunir sem ég ætla ekki að fara nánar út í hér,“ segir Hermann og heldur áfram. „Lýsingarnar eru þannig að börn hefðu getað dáið,“ segir Hermann. Hann bætir við að um sé að ræða vopnaburð, barsmíðar og annarskonar ofbeldi sem hafi átt sér stað í skólanum sem ekki hafi verið tekið á að hans mati. Hann vill meina að fólk treysti sér ekki að taka á vandanum vegna uppruna barnanna og fjölskyldna þeirra. „Það eru auðvitað mörg börn sem eiga erlenda foreldra í skólanum og það er hátt hlutfall. Það getur alveg verið að sumt sé menningartengt en í þessu tilfelli þá bara skiptir það engu máli. Þetta eru bara börn sem búa á Íslandi en segjum að þetta væri eitthvað menningartengt þá væri verkefnið aðeins flóknara út frá tungumálinu eða eitthvað svoleiðis. En samkvæmt lögum grunnskóla á Íslandi á að tryggja öllum börnum öryggi, við erum með barnaverndarlög og þau eiga að vernda börn og þetta snýst ekkert um hvort þau eigi íslenska eða erlenda foreldra,“ segir Hermann. Erfitt að ná í foreldrana Hann segist ekki vera í minnsta vafa um að ef um væri að ræða íslenska drengi með íslenskan bakgrunn væri búið að takast á við vandann. Hann segir að þarna sé um að ræða foreldravandamál og um sé að ræða fólk sem sé ekki til í að taka þátt í íslensku samfélagi. „Það hefur verið vandamál að fá þessa foreldra til að vera virk í skólanum og gengur erfiðlega að ná til þeirra. Til þess að það sé hægt að aðstoða börnin. Þetta er ekkert leyndarmál, þessi börn eru bara eftirlitslaus í Breiðholti og það eiginlega bara hræðast þau allir. Við vitum alveg að þegar börn eru að haga sér svona þá er einhver gífurlegur vandi á bak við. Ástæðan fyrir því að ég er að tala um þetta er að ég held að það sé stórslys í uppsiglingu, að minnsta kosti í Breiðholti.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni þar sem Hermann ræðir nánar um málið. Ísland í dag Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Mest lesið Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Lífið Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Lífið Brigitte Bardot er látin Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Lífið Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið „Langar fyrst og fremst að mínar stelpur eigi sem best líf“ Lífið Fleiri fréttir Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Sjá meira
Hann segir ofbeldið hafi gengið langt án þess að nokkur þori að taka almennilega á hlutunum. Hann segist vera búinn að fá nóg og vill geta rætt um hlutina án þess að vera kallaður rasisti. Hann þvertekur fyrir að um dæmigert eineltismál sé um að ræða. Sindri Sindrason ræddi við Hermann í Íslandi í dag í vikunni. „Ofbeldið sem hefur átt sér stað er bara grafalvarlegt og ég myndi ganga svo langt að kalla þetta morðtilraunir sem ég ætla ekki að fara nánar út í hér,“ segir Hermann og heldur áfram. „Lýsingarnar eru þannig að börn hefðu getað dáið,“ segir Hermann. Hann bætir við að um sé að ræða vopnaburð, barsmíðar og annarskonar ofbeldi sem hafi átt sér stað í skólanum sem ekki hafi verið tekið á að hans mati. Hann vill meina að fólk treysti sér ekki að taka á vandanum vegna uppruna barnanna og fjölskyldna þeirra. „Það eru auðvitað mörg börn sem eiga erlenda foreldra í skólanum og það er hátt hlutfall. Það getur alveg verið að sumt sé menningartengt en í þessu tilfelli þá bara skiptir það engu máli. Þetta eru bara börn sem búa á Íslandi en segjum að þetta væri eitthvað menningartengt þá væri verkefnið aðeins flóknara út frá tungumálinu eða eitthvað svoleiðis. En samkvæmt lögum grunnskóla á Íslandi á að tryggja öllum börnum öryggi, við erum með barnaverndarlög og þau eiga að vernda börn og þetta snýst ekkert um hvort þau eigi íslenska eða erlenda foreldra,“ segir Hermann. Erfitt að ná í foreldrana Hann segist ekki vera í minnsta vafa um að ef um væri að ræða íslenska drengi með íslenskan bakgrunn væri búið að takast á við vandann. Hann segir að þarna sé um að ræða foreldravandamál og um sé að ræða fólk sem sé ekki til í að taka þátt í íslensku samfélagi. „Það hefur verið vandamál að fá þessa foreldra til að vera virk í skólanum og gengur erfiðlega að ná til þeirra. Til þess að það sé hægt að aðstoða börnin. Þetta er ekkert leyndarmál, þessi börn eru bara eftirlitslaus í Breiðholti og það eiginlega bara hræðast þau allir. Við vitum alveg að þegar börn eru að haga sér svona þá er einhver gífurlegur vandi á bak við. Ástæðan fyrir því að ég er að tala um þetta er að ég held að það sé stórslys í uppsiglingu, að minnsta kosti í Breiðholti.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni þar sem Hermann ræðir nánar um málið.
Ísland í dag Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Mest lesið Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Lífið Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Lífið Brigitte Bardot er látin Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Lífið Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið „Langar fyrst og fremst að mínar stelpur eigi sem best líf“ Lífið Fleiri fréttir Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein